Theresa May, leiðtogi Íhaldsflokksins, stefnir í að verða einn vinsælasti leiðtogi Bretlands. Ný könnun sýnir að 61 prósent aðspurðra telji að hún sé færasti forsætisráðherra Bretlands.
Samkvæmt könnuninni sögðu einungis 23 prósent aðspurðra að Jeremy Corbyn yrði færasti forsætisráðherrann. Margaret Thatcher, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, mældist best með 48 prósenta fylgi í slíkri könnun og Tony Blair með 52 prósent árið 2001. Því er ljóst að May er mjög vinsæl um þessar mundir.
Stjarnan
KR