Sterka krónu, takk Þröstur Ólafsson skrifar 27. apríl 2017 07:00 Vegna þess hve utanríkisviðskipti eru stór hluti af þjóðarframleiðslu okkar þá erum við mjög háð gengi erlendra gjaldmiðla. Frá upphafi íslensku krónunnar hefur gengi hennar, með örfáum undantekningartilvikum, verið stýrt eftir kröfum og þörfum sjávarútvegsins. Þar hefur krafan um lágt gengi verið sungin svo lengi sem elstu menn muna. Og talsmenn Bændasamtakanna hafa kyrjað viðlagið „Við líka, við líka.“ Á þessum höfuðbólum hefur einnig verið að finna öflugustu formælendur fastræðis við krónuna sem gjaldmiðil, þ.e.a.s. veika krónu. Neytendur hafa sjaldnast haft nokkurn talsmann á pólitíska sviðinu, sem bent hefur á að gengisdýfurnar eru borgaðar af okkur sem kaupum daglega erlendar neysluvörur eða skuldum vísitölu- eða gengistryggð lán. Þó þetta sé stór meirihluti þjóðarinnar, þá er eins og hann skipti engu máli. Hann verði bara að éta það sem úti frýs. Veikur gjaldmiðill lamar Til lengdar er veikur gjaldmiðill ekki æskilegur. Hann getur að vísu ýtt tímabundið undir útflutning. Hann heldur í bráð lífi í atvinnugreinum sem standast enga samkeppni, og/eða nenna ekki að gyrða upp um sig. Að öðru leyti hindrar hann nýsköpun og efnahagslega framþróun. Innflutnings- og gjaldeyrishöft virka eins. Þau halda á lífi því sem ella myndi víkja. Þannig má útskýra að hluta það landlæga einhæfi, sem einkenndi íslenskt efnahagslíf á tuttugustu öld, eða allt fram til þess tíma þegar gengið styrktist, ýmist vegna mikils innstreymis erlends fjármagns, sem setti hagkerfið á skjön, eða vegna tekna af ferðamönnum. Í stað þess að bæta rekstrarumhverfi og hagræða, var gengið fellt. Pólitískur þýstingur hefur æ verið til staðar til að laga gengið að veikburða atvinnugreinum. Ef við ætlum að sigla út á reginhaf með krónuna sem farareyri, þá verður henni að vera stjórnað af bankastjóra með mikla þekkingu á peningamálum og seðlabanka sem er óháður stjórnmálum líðandi stundar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þröstur Ólafsson Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Vegna þess hve utanríkisviðskipti eru stór hluti af þjóðarframleiðslu okkar þá erum við mjög háð gengi erlendra gjaldmiðla. Frá upphafi íslensku krónunnar hefur gengi hennar, með örfáum undantekningartilvikum, verið stýrt eftir kröfum og þörfum sjávarútvegsins. Þar hefur krafan um lágt gengi verið sungin svo lengi sem elstu menn muna. Og talsmenn Bændasamtakanna hafa kyrjað viðlagið „Við líka, við líka.“ Á þessum höfuðbólum hefur einnig verið að finna öflugustu formælendur fastræðis við krónuna sem gjaldmiðil, þ.e.a.s. veika krónu. Neytendur hafa sjaldnast haft nokkurn talsmann á pólitíska sviðinu, sem bent hefur á að gengisdýfurnar eru borgaðar af okkur sem kaupum daglega erlendar neysluvörur eða skuldum vísitölu- eða gengistryggð lán. Þó þetta sé stór meirihluti þjóðarinnar, þá er eins og hann skipti engu máli. Hann verði bara að éta það sem úti frýs. Veikur gjaldmiðill lamar Til lengdar er veikur gjaldmiðill ekki æskilegur. Hann getur að vísu ýtt tímabundið undir útflutning. Hann heldur í bráð lífi í atvinnugreinum sem standast enga samkeppni, og/eða nenna ekki að gyrða upp um sig. Að öðru leyti hindrar hann nýsköpun og efnahagslega framþróun. Innflutnings- og gjaldeyrishöft virka eins. Þau halda á lífi því sem ella myndi víkja. Þannig má útskýra að hluta það landlæga einhæfi, sem einkenndi íslenskt efnahagslíf á tuttugustu öld, eða allt fram til þess tíma þegar gengið styrktist, ýmist vegna mikils innstreymis erlends fjármagns, sem setti hagkerfið á skjön, eða vegna tekna af ferðamönnum. Í stað þess að bæta rekstrarumhverfi og hagræða, var gengið fellt. Pólitískur þýstingur hefur æ verið til staðar til að laga gengið að veikburða atvinnugreinum. Ef við ætlum að sigla út á reginhaf með krónuna sem farareyri, þá verður henni að vera stjórnað af bankastjóra með mikla þekkingu á peningamálum og seðlabanka sem er óháður stjórnmálum líðandi stundar.
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun