Gagnrýnir þá sem ekki vilja ræða kostnað við hælisleitendur Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. október 2017 20:30 Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm Ásmundur Friðriksson, þingmaður og frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins, telur að ræða þurfi kostnað vegna hælisleitenda. Í grein sinni, sem birtist í Morgunblaðinu í morgun, segir Ásmundur umræðu um kostnað í málaflokknum hafa verið þaggaða niður. Þá segir hann heimafólk líða fyrir fjölgun hælisleitenda á Íslandi.Hver hælisleitandi „kostar þjóðarbúið um 3,8 milljónir króna á ári“„Ef ítrustu spár ganga eftir gætu þeir orðið allt að 2000 á þessu ári,“ segir Ásmundur um fjölgun í komum hælisleitenda hingað til lands. Ásmundur segir þessa fjölgun koma í kjölfar „ákvörðunar Alþingis um að taka hagsmuni einstaklinga fram yfir heildarinnar.“ Þá segir hann alvarlegar sviðsmyndir hafa verið settar fram um stóraukna fjölgun hælisleitenda til Íslands, sem hefðu alvarlegar afleiðingar. „Það myndi setja heilbrigðiskerfið í afar þrönga stöðu, húsnæðismarkaðurinn mundi springa og kostnaðurinn gæti orðið allt að 220 milljarðar króna. En hver hælisleitandi kostar þjóðarbúið um 3,8 milljónir króna á ári. En þegar kemur að þessum kostnaðarlið hefur umræðan verið þögguð niður.“Nábýlið við suma hælisleitendur svo eldfimt að kalla þarf á sérsveitÁsmundur gagnrýnir enn fremur stjórnmálaflokka sem vilja ekki ræða kostnað við fjölgun hælisleitenda hér á landi. „Þeir stjórnmálaflokkar sem tala fyrir því að lækka hér þröskuldana svo hælisleitendum verði gert auðveldara að koma til Íslands en annarra landa vilja ekki ræða kostnaðinn við málaflokkinn. Þeir líta á það sem áskorun að taka á móti þúsundum, jafnvel tugþúsundum hælisleitenda með algjörlega ófyrirséðum afleiðingum fyrir innviði heilbrigðiskerfisins og húsnæðismarkaðinn,“ skrifar Ásmundur.Gistiskýli var opnað á Krókhálsi fyrir hælisleitendur í fyrra.vísir/Anton BrinkUm þessar afleiðingar af fjölgun hælisleitenda segir Ásmundur að þeirra gæti nú þegar og að kostnaður stefni í sex þúsund milljónir í ár, og kominn langt umfram fjárheimildir. Þá ber hann saman stöðu „heimafólks“ og hælisleitenda. „Þrengingar eru á húsnæðismarkaði. Heimafólk er sett á götuna á meðan margar íbúðir, gistiheimili og gamlir skólar eru setin hælisleitendum. Nábýlið við suma þeirra er svo eldfimt að það dugar ekki minna en sérsveit lögreglunnar ef stilla þarf til friðar.“Hælisleitendur fái betri framfærslu en eldri borgarar og öryrkjarÞá spyr Ásgrímur hvers vegna ekki megi bera saman kostnað við hælisleitendur og framlög til heilbrigðiskerfisins eða framfærslu eldri borgara. Hann segir hælisleitendur til að mynda fá „í mörgu betri framfærslu“ en eldri borgarar og öryrkjar, til að mynda frítt húsnæði og ókeypis sálfræði-, læknis- og tannlæknaþjónustu þegar eldri borgurum og fötluðum stendur það ekki til boða. Frumvarp um tvö bráðabirgðaatkvæði um stöðu barna, sem sótt hafa um alþjóðlega vernd, voru samþykkt á lokadegi þings nú í september. Þessum börnum var þannig gefið aukið svigrúm til endurupptöku máls síns og dvalar á Íslandi. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins, flokks Ásmundar, greiddu atkvæði gegn frumvarpinu.Annað hvort tekin verkjalyf við tannpínu eða tennurnar dregnar útBrynhildur Bolladóttir, upplýsingafulltrúi Rauða kross Íslands, birti pistil á Kjarnanum í byrjun september síðastliðnum. Tannlæknaþjónustu hælisleitenda sagði hún felast í tveimur valkostum. „Annaðhvort taka verkjalyf við tannpínu eða láta draga úr sér tennurnar. Í undantekningartilvikum er gert við tennur í börnum þjáist þau af tannpínu.“ Þá sagði Brynhildur í samtali við RÚV í dag að hælisleitendur fengju húsnæði í formi herbergja og oft deili þar nokkrir sama herbergi. Hún lagði enn fremur áherslu á að ekki sé víst að aldraðir eða öryrkjar vilji sömu úrræði og standi hælisleitendum til boða og taldi það auk þess varasamt að stilla einum hóp fólks upp á móti öðrum. Hælisleitendur voru 1132 í fyrra og í lok síðasta mánaðar höfðu 883 sótt um hæli hér á landi það sem af er ári. Umsóknum um hæli á Íslandi hefur fjölgað mjög undanfarin ár.Grein Ásmundar Friðrikssonar má sjá í heild sinni hér að neðan. Tengdar fréttir Hótelgisting hælisleitenda úr 205 þúsundum í 176 milljónir Árið 2014 nam kostnaður Útlendingastofnunar vegna leigu á hótel- og gistiheimilaherbergjum fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd rúmum 205 þúsund krónum. Í fyrra nam hann 176 milljónum. 15. september 2017 06:00 Umboðsmaður barna hefur áhyggjur af stöðu barna úr röðum hælisleitenda Umboðsmaður barna hefur áhyggjur af stöðu barna úr röðum hælisleitenda. Hún segir að ekki sé horft nægilega til sjónarhorns barnsins við mat á umsókn um alþjóðlega vernd. 8. september 2017 21:00 Þingmaður Viðreisnar vill að Haniye og Mary fái að vera áfram á Íslandi Hanna Katrín Friðriksson vill að mannúð ráði frekar för en ítrustu laga-og reglugerðartúlkanir þegar kemur að meðferð mála hælisleitenda og flóttamanna. 8. september 2017 20:34 Efnir til hópmálsóknar fyrir flóttamenn Fjögurra manna fjölskyldu, sem hefur verið hér á landi í tólf mánuði og fellur ekki undir breytingar sem gerðar voru á útlendingalögum, var tilkynnt í dag að hún yrði send úr landi eftir tvær vikur. Aðstandendur undirbúa hópmálsókn gegn dómsmálaráðuneytinu og telja brotið gegn Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. 27. september 2017 19:45 Framlög vegna móttöku flóttafólks nær þrefölduð Í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2018 er lagt til að fjárframlög ríkisins vegna móttöku flóttafólks og hælismála verði hækkuð umtalsvert. 12. september 2017 10:32 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Sjá meira
Ásmundur Friðriksson, þingmaður og frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins, telur að ræða þurfi kostnað vegna hælisleitenda. Í grein sinni, sem birtist í Morgunblaðinu í morgun, segir Ásmundur umræðu um kostnað í málaflokknum hafa verið þaggaða niður. Þá segir hann heimafólk líða fyrir fjölgun hælisleitenda á Íslandi.Hver hælisleitandi „kostar þjóðarbúið um 3,8 milljónir króna á ári“„Ef ítrustu spár ganga eftir gætu þeir orðið allt að 2000 á þessu ári,“ segir Ásmundur um fjölgun í komum hælisleitenda hingað til lands. Ásmundur segir þessa fjölgun koma í kjölfar „ákvörðunar Alþingis um að taka hagsmuni einstaklinga fram yfir heildarinnar.“ Þá segir hann alvarlegar sviðsmyndir hafa verið settar fram um stóraukna fjölgun hælisleitenda til Íslands, sem hefðu alvarlegar afleiðingar. „Það myndi setja heilbrigðiskerfið í afar þrönga stöðu, húsnæðismarkaðurinn mundi springa og kostnaðurinn gæti orðið allt að 220 milljarðar króna. En hver hælisleitandi kostar þjóðarbúið um 3,8 milljónir króna á ári. En þegar kemur að þessum kostnaðarlið hefur umræðan verið þögguð niður.“Nábýlið við suma hælisleitendur svo eldfimt að kalla þarf á sérsveitÁsmundur gagnrýnir enn fremur stjórnmálaflokka sem vilja ekki ræða kostnað við fjölgun hælisleitenda hér á landi. „Þeir stjórnmálaflokkar sem tala fyrir því að lækka hér þröskuldana svo hælisleitendum verði gert auðveldara að koma til Íslands en annarra landa vilja ekki ræða kostnaðinn við málaflokkinn. Þeir líta á það sem áskorun að taka á móti þúsundum, jafnvel tugþúsundum hælisleitenda með algjörlega ófyrirséðum afleiðingum fyrir innviði heilbrigðiskerfisins og húsnæðismarkaðinn,“ skrifar Ásmundur.Gistiskýli var opnað á Krókhálsi fyrir hælisleitendur í fyrra.vísir/Anton BrinkUm þessar afleiðingar af fjölgun hælisleitenda segir Ásmundur að þeirra gæti nú þegar og að kostnaður stefni í sex þúsund milljónir í ár, og kominn langt umfram fjárheimildir. Þá ber hann saman stöðu „heimafólks“ og hælisleitenda. „Þrengingar eru á húsnæðismarkaði. Heimafólk er sett á götuna á meðan margar íbúðir, gistiheimili og gamlir skólar eru setin hælisleitendum. Nábýlið við suma þeirra er svo eldfimt að það dugar ekki minna en sérsveit lögreglunnar ef stilla þarf til friðar.“Hælisleitendur fái betri framfærslu en eldri borgarar og öryrkjarÞá spyr Ásgrímur hvers vegna ekki megi bera saman kostnað við hælisleitendur og framlög til heilbrigðiskerfisins eða framfærslu eldri borgara. Hann segir hælisleitendur til að mynda fá „í mörgu betri framfærslu“ en eldri borgarar og öryrkjar, til að mynda frítt húsnæði og ókeypis sálfræði-, læknis- og tannlæknaþjónustu þegar eldri borgurum og fötluðum stendur það ekki til boða. Frumvarp um tvö bráðabirgðaatkvæði um stöðu barna, sem sótt hafa um alþjóðlega vernd, voru samþykkt á lokadegi þings nú í september. Þessum börnum var þannig gefið aukið svigrúm til endurupptöku máls síns og dvalar á Íslandi. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins, flokks Ásmundar, greiddu atkvæði gegn frumvarpinu.Annað hvort tekin verkjalyf við tannpínu eða tennurnar dregnar útBrynhildur Bolladóttir, upplýsingafulltrúi Rauða kross Íslands, birti pistil á Kjarnanum í byrjun september síðastliðnum. Tannlæknaþjónustu hælisleitenda sagði hún felast í tveimur valkostum. „Annaðhvort taka verkjalyf við tannpínu eða láta draga úr sér tennurnar. Í undantekningartilvikum er gert við tennur í börnum þjáist þau af tannpínu.“ Þá sagði Brynhildur í samtali við RÚV í dag að hælisleitendur fengju húsnæði í formi herbergja og oft deili þar nokkrir sama herbergi. Hún lagði enn fremur áherslu á að ekki sé víst að aldraðir eða öryrkjar vilji sömu úrræði og standi hælisleitendum til boða og taldi það auk þess varasamt að stilla einum hóp fólks upp á móti öðrum. Hælisleitendur voru 1132 í fyrra og í lok síðasta mánaðar höfðu 883 sótt um hæli hér á landi það sem af er ári. Umsóknum um hæli á Íslandi hefur fjölgað mjög undanfarin ár.Grein Ásmundar Friðrikssonar má sjá í heild sinni hér að neðan.
Tengdar fréttir Hótelgisting hælisleitenda úr 205 þúsundum í 176 milljónir Árið 2014 nam kostnaður Útlendingastofnunar vegna leigu á hótel- og gistiheimilaherbergjum fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd rúmum 205 þúsund krónum. Í fyrra nam hann 176 milljónum. 15. september 2017 06:00 Umboðsmaður barna hefur áhyggjur af stöðu barna úr röðum hælisleitenda Umboðsmaður barna hefur áhyggjur af stöðu barna úr röðum hælisleitenda. Hún segir að ekki sé horft nægilega til sjónarhorns barnsins við mat á umsókn um alþjóðlega vernd. 8. september 2017 21:00 Þingmaður Viðreisnar vill að Haniye og Mary fái að vera áfram á Íslandi Hanna Katrín Friðriksson vill að mannúð ráði frekar för en ítrustu laga-og reglugerðartúlkanir þegar kemur að meðferð mála hælisleitenda og flóttamanna. 8. september 2017 20:34 Efnir til hópmálsóknar fyrir flóttamenn Fjögurra manna fjölskyldu, sem hefur verið hér á landi í tólf mánuði og fellur ekki undir breytingar sem gerðar voru á útlendingalögum, var tilkynnt í dag að hún yrði send úr landi eftir tvær vikur. Aðstandendur undirbúa hópmálsókn gegn dómsmálaráðuneytinu og telja brotið gegn Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. 27. september 2017 19:45 Framlög vegna móttöku flóttafólks nær þrefölduð Í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2018 er lagt til að fjárframlög ríkisins vegna móttöku flóttafólks og hælismála verði hækkuð umtalsvert. 12. september 2017 10:32 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Sjá meira
Hótelgisting hælisleitenda úr 205 þúsundum í 176 milljónir Árið 2014 nam kostnaður Útlendingastofnunar vegna leigu á hótel- og gistiheimilaherbergjum fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd rúmum 205 þúsund krónum. Í fyrra nam hann 176 milljónum. 15. september 2017 06:00
Umboðsmaður barna hefur áhyggjur af stöðu barna úr röðum hælisleitenda Umboðsmaður barna hefur áhyggjur af stöðu barna úr röðum hælisleitenda. Hún segir að ekki sé horft nægilega til sjónarhorns barnsins við mat á umsókn um alþjóðlega vernd. 8. september 2017 21:00
Þingmaður Viðreisnar vill að Haniye og Mary fái að vera áfram á Íslandi Hanna Katrín Friðriksson vill að mannúð ráði frekar för en ítrustu laga-og reglugerðartúlkanir þegar kemur að meðferð mála hælisleitenda og flóttamanna. 8. september 2017 20:34
Efnir til hópmálsóknar fyrir flóttamenn Fjögurra manna fjölskyldu, sem hefur verið hér á landi í tólf mánuði og fellur ekki undir breytingar sem gerðar voru á útlendingalögum, var tilkynnt í dag að hún yrði send úr landi eftir tvær vikur. Aðstandendur undirbúa hópmálsókn gegn dómsmálaráðuneytinu og telja brotið gegn Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. 27. september 2017 19:45
Framlög vegna móttöku flóttafólks nær þrefölduð Í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2018 er lagt til að fjárframlög ríkisins vegna móttöku flóttafólks og hælismála verði hækkuð umtalsvert. 12. september 2017 10:32