Er stolt, hrærð og ánægð Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 14. október 2017 09:15 Eva Björk lítur björtum augum til framtíðarstarfsins í Dómkirkjunni. Vísir/Ernir Þetta eru vissulega tímamót. Ég er stolt, hrærð og ánægð,“ segir séra Eva Björk Valdimarsdóttir sem nýlega var ráðin til prestþjónustu í Dómkirkjunni. Hún kveðst spennt fyrir að vinna fyrir söfnuðinn þar við hlið sóknarprestsins, séra Sveins Valgeirssonar, og annars starfsfólks. Eva Björk er ekki alveg blaut bak við eyrun. „Síðustu tvö ár hef ég verið prestur í Keflavíkurkirkju, vígðist þangað árið 2015 en var áður framkvæmdastjóri Æskulýðssambands Þjóðkirkjunnar í tvö ár. Byrjaði í því starfi þegar ég útskrifaðist úr guðfræðideild Háskólans árið 2013. Áður tók ég BA í sálfræði og vann ýmis störf tengd sálfræðinni því ég var á leið í framhaldsnám í réttarsálfræði þegar ég venti mínu kvæði í kross og ákvað að fara í guðfræðideildina. Hafði hugsað æ meira um trúmál og trúarbrögð eins og margir aðrir, tel að atburðirnir 11. september 2001 hafi haft þar áhrif og að eftir þá hafi mörgum fundist trú hættuleg. En ég álít að við þurfum frekar að læra meira bæði um okkar kristnu trú og önnur trúarbrögð.“ Það erfiðasta sem Eva Björk hefur tekist á við í prestsstarfinu er að jarðsyngja ungt fólk. „Dauðinn snertir mann alltaf djúpt, einkum þegar hann er ótímabær. Þá þarf maður styrk til að þjóna syrgjendum en það er líka gefandi.“ Hún kveðst ekki hafa áhyggjur af að íslenska þjóðin sé að ganga af trúnni. „Ég held að fólk sé miklu trúaðra almennt en umræðan í þjóðfélaginu gefur til kynna. Það kom til dæmis í ljós í þjóðaratkvæðagreiðslunni um tillögur stjórnlagaráðs 2012, þá var umræðan um íslensku þjóðkirkjuna búin að vera neikvæð, samt kaus fólk með henni.“ Eva Björk er fædd og uppalin á Akureyri en flutti til Reykjavíkur 1998 þegar hún fór í sálfræðina í HÍ. Trúarlegt uppeldi? „Já, að einhverju leyti. Ég fór í sunnudagaskóla í Glerárkirkju og kristilegar sumarbúðir á Vestmannsvatni. Bara svipað og gerist og gengur,“ segir hún látlaus og veit ekki enn hvenær hún stígur fyrst í stólinn í höfuðkirkju Íslands. Lífið Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Reykti pabba sinn Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Fleiri fréttir Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Sjá meira
Þetta eru vissulega tímamót. Ég er stolt, hrærð og ánægð,“ segir séra Eva Björk Valdimarsdóttir sem nýlega var ráðin til prestþjónustu í Dómkirkjunni. Hún kveðst spennt fyrir að vinna fyrir söfnuðinn þar við hlið sóknarprestsins, séra Sveins Valgeirssonar, og annars starfsfólks. Eva Björk er ekki alveg blaut bak við eyrun. „Síðustu tvö ár hef ég verið prestur í Keflavíkurkirkju, vígðist þangað árið 2015 en var áður framkvæmdastjóri Æskulýðssambands Þjóðkirkjunnar í tvö ár. Byrjaði í því starfi þegar ég útskrifaðist úr guðfræðideild Háskólans árið 2013. Áður tók ég BA í sálfræði og vann ýmis störf tengd sálfræðinni því ég var á leið í framhaldsnám í réttarsálfræði þegar ég venti mínu kvæði í kross og ákvað að fara í guðfræðideildina. Hafði hugsað æ meira um trúmál og trúarbrögð eins og margir aðrir, tel að atburðirnir 11. september 2001 hafi haft þar áhrif og að eftir þá hafi mörgum fundist trú hættuleg. En ég álít að við þurfum frekar að læra meira bæði um okkar kristnu trú og önnur trúarbrögð.“ Það erfiðasta sem Eva Björk hefur tekist á við í prestsstarfinu er að jarðsyngja ungt fólk. „Dauðinn snertir mann alltaf djúpt, einkum þegar hann er ótímabær. Þá þarf maður styrk til að þjóna syrgjendum en það er líka gefandi.“ Hún kveðst ekki hafa áhyggjur af að íslenska þjóðin sé að ganga af trúnni. „Ég held að fólk sé miklu trúaðra almennt en umræðan í þjóðfélaginu gefur til kynna. Það kom til dæmis í ljós í þjóðaratkvæðagreiðslunni um tillögur stjórnlagaráðs 2012, þá var umræðan um íslensku þjóðkirkjuna búin að vera neikvæð, samt kaus fólk með henni.“ Eva Björk er fædd og uppalin á Akureyri en flutti til Reykjavíkur 1998 þegar hún fór í sálfræðina í HÍ. Trúarlegt uppeldi? „Já, að einhverju leyti. Ég fór í sunnudagaskóla í Glerárkirkju og kristilegar sumarbúðir á Vestmannsvatni. Bara svipað og gerist og gengur,“ segir hún látlaus og veit ekki enn hvenær hún stígur fyrst í stólinn í höfuðkirkju Íslands.
Lífið Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Reykti pabba sinn Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Fleiri fréttir Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Sjá meira