„Það má segja að ég hafi keypt íbúðina út af þessum gluggum“ Guðný Hrönn skrifar 14. október 2017 11:45 Gluggarnir í stofunni heilluðu Ingibjörgu upp úr skónum þegar hún sá þá fyrst. VÍSIR/ANTON BRINK Hönnuðurinn Ingibjörg Hanna Bjarnadóttir á glæsilegt heimili. Uppáhaldsrými hennar á heimilinu er stofan enda er um afar flott rými að ræða þar sem stórir gluggar leika stórt hlutverk. „Stofan er svo björt og falleg með stórum gluggum. Það má segja að ég hafi keypt íbúðina út af þessum gluggum,“ segir Ingibjörg. Stofan er einstaklega notaleg og kósí og Ingibjörg segir púða og værðarvoð vera lykilinn. „Mér finnst púðar og værðarvoð gera sófa og rými svo girnileg. Mann langar bara að kúra þar með góða bók og súkkulaði.“Hengistóllinn er vinsæll hjá þeim sem heimsækja Ingibjörgu og fjölskyldu.vísir/anton brinkÁkveðið húsgagn setur sterkan svip á stofu Ingibjargar, það er hengistóllinn sem hangir fyrir framan stóru gluggana. „Stóllinn finnst mér gefa rýminu mikinn karakter. Það er eitthvað svo mikill leikur í honum en hann er á sama tíma töffaralegur,“ segir Ingibjörg. Stóllinn er afar vinsæll hjá gestum enda er hann spennandi en líka þægilegur að sögn Ingibjargar sem á von á barni á næstu dögum. Hún notar því hengistólinn ekki mikið þessa dagana.„Ég er mest í sófanum undir værðarvoð og kúri mig í alla púðana.“Veggspjöld og myndir á veggjum setja skemmtilegan svip á stofuna.vísir/anton brinkÍbúð Ingibjargar er 90 m2 og á heimilinu búa fimm, að verða sex manns. „Stofan hefur ekki alltaf verið svona. Við þurftum að minnka stofuna um helming til að allir krakkar fengju sérherbergi. Það er því búið að endurraða helling. Það tók smá á að raða fallega í þetta litla rými en ég er virkilega ánægð með útkomuna og finnst það alls ekki síðra en fyrir breytingar. Það er held ég bara hollt að stokka upp annað slagið og fríska upp á hjá sér. Maður á það til að festast í gömlum hárgreiðslum og heimilisstíl en lífið er miklu skemmtilegra þegar maður stokkar upp og sér hlutina frá öðru sjónarhorni.“ 5 ráð Ingibjargar til að gera rými notaleg Fallegir púðar og værðarvoð bjóða manni svo fallega upp í sófa til sín.Kertaljós tekur blíðlega utan um mann þegar dimma tekur og haustlægðirnar berja á gluggann fyrir utan.Plöntur gefa ferskan blæ og súrefni í öll rými, stór og smá. Fallegar myndir og veggspjöld gefa persónulegan blæ og fylla rými sem eru tómleg eða hrá.Svo er nauðsynlegt að taka til í hrúgunum sem eiga til að safnast hjá manni og setja hlutina á réttan stað. Hús og heimili Mest lesið Þetta er ástæðan afhverju þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Sjá meira
Hönnuðurinn Ingibjörg Hanna Bjarnadóttir á glæsilegt heimili. Uppáhaldsrými hennar á heimilinu er stofan enda er um afar flott rými að ræða þar sem stórir gluggar leika stórt hlutverk. „Stofan er svo björt og falleg með stórum gluggum. Það má segja að ég hafi keypt íbúðina út af þessum gluggum,“ segir Ingibjörg. Stofan er einstaklega notaleg og kósí og Ingibjörg segir púða og værðarvoð vera lykilinn. „Mér finnst púðar og værðarvoð gera sófa og rými svo girnileg. Mann langar bara að kúra þar með góða bók og súkkulaði.“Hengistóllinn er vinsæll hjá þeim sem heimsækja Ingibjörgu og fjölskyldu.vísir/anton brinkÁkveðið húsgagn setur sterkan svip á stofu Ingibjargar, það er hengistóllinn sem hangir fyrir framan stóru gluggana. „Stóllinn finnst mér gefa rýminu mikinn karakter. Það er eitthvað svo mikill leikur í honum en hann er á sama tíma töffaralegur,“ segir Ingibjörg. Stóllinn er afar vinsæll hjá gestum enda er hann spennandi en líka þægilegur að sögn Ingibjargar sem á von á barni á næstu dögum. Hún notar því hengistólinn ekki mikið þessa dagana.„Ég er mest í sófanum undir værðarvoð og kúri mig í alla púðana.“Veggspjöld og myndir á veggjum setja skemmtilegan svip á stofuna.vísir/anton brinkÍbúð Ingibjargar er 90 m2 og á heimilinu búa fimm, að verða sex manns. „Stofan hefur ekki alltaf verið svona. Við þurftum að minnka stofuna um helming til að allir krakkar fengju sérherbergi. Það er því búið að endurraða helling. Það tók smá á að raða fallega í þetta litla rými en ég er virkilega ánægð með útkomuna og finnst það alls ekki síðra en fyrir breytingar. Það er held ég bara hollt að stokka upp annað slagið og fríska upp á hjá sér. Maður á það til að festast í gömlum hárgreiðslum og heimilisstíl en lífið er miklu skemmtilegra þegar maður stokkar upp og sér hlutina frá öðru sjónarhorni.“ 5 ráð Ingibjargar til að gera rými notaleg Fallegir púðar og værðarvoð bjóða manni svo fallega upp í sófa til sín.Kertaljós tekur blíðlega utan um mann þegar dimma tekur og haustlægðirnar berja á gluggann fyrir utan.Plöntur gefa ferskan blæ og súrefni í öll rými, stór og smá. Fallegar myndir og veggspjöld gefa persónulegan blæ og fylla rými sem eru tómleg eða hrá.Svo er nauðsynlegt að taka til í hrúgunum sem eiga til að safnast hjá manni og setja hlutina á réttan stað.
Hús og heimili Mest lesið Þetta er ástæðan afhverju þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Sjá meira