Kallar eftir róttækum breytingum á efnahag Suður-Afríku Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 1. apríl 2017 20:22 Malusi Gigaba, nýr fjármálaráðherra Suður-Afríku. Vísir/Getty Nýr fjármálaráðherra Suður-Afríku, Malusi Gigaba, segir að landið verði að „umbylta með róttækum hætti“ efnahag sínum. BBC greinir frá. Hann segir jafnframt að ríkissjóður landsins hafi í of langan tíma verið starfræktur fyrir „stór fyrirtæki, einkahagsmuni og alþjóðlega fjárfesta.“ „Þetta er ríkisstjórn fólksins,“ lét Gigaba hafa eftir sér á sínum fyrsta blaðamannafundi en hann tók við störfum á föstudag eftir að forseti landsins, Jacob Zuma, rak forvera hans í starfi, Pravin Gordhan. Gengi gjaldmiðils Suður-Afríku tók dýfu þegar fregnir bárust af ákvörðun forsetans og féll gengið niður um fimm prósent. Talið er að hinn nýi fjármálaráðherra vilji auka útgjöld ríkissjóðs, líkt og forseti landsins hafði kallað eftir, en forveri hans, Gordhan, hafði áður sett sig upp á móti slíkum áformum og vegna þess fengið reisupassann. „Eignarhald á auði er í höndum of fárra í landinu eins og staðan er núna.“ Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Nýr fjármálaráðherra Suður-Afríku, Malusi Gigaba, segir að landið verði að „umbylta með róttækum hætti“ efnahag sínum. BBC greinir frá. Hann segir jafnframt að ríkissjóður landsins hafi í of langan tíma verið starfræktur fyrir „stór fyrirtæki, einkahagsmuni og alþjóðlega fjárfesta.“ „Þetta er ríkisstjórn fólksins,“ lét Gigaba hafa eftir sér á sínum fyrsta blaðamannafundi en hann tók við störfum á föstudag eftir að forseti landsins, Jacob Zuma, rak forvera hans í starfi, Pravin Gordhan. Gengi gjaldmiðils Suður-Afríku tók dýfu þegar fregnir bárust af ákvörðun forsetans og féll gengið niður um fimm prósent. Talið er að hinn nýi fjármálaráðherra vilji auka útgjöld ríkissjóðs, líkt og forseti landsins hafði kallað eftir, en forveri hans, Gordhan, hafði áður sett sig upp á móti slíkum áformum og vegna þess fengið reisupassann. „Eignarhald á auði er í höndum of fárra í landinu eins og staðan er núna.“
Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira