Rándýrt að greinast með krabbamein Guðný Hrönn skrifar 1. apríl 2017 11:30 Hulda Hjálmarsdóttir er formaður félagsins Krafts. Vísir/Ernir Formaður Krafts, Hulda Hjálmarsdóttir, fagnar umræðunni sem myndaðist í vikunni þegar Ástrós Rut Sigurðardóttir birti myndband þar sem hún ræddi mikinn kostnað sem fylgir því að glíma við krabbamein á Íslandi. Myndband sem Ástrós, varaformaður Krafts, félags ungs fólks sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur, setti inn á Facebook í vikunni fór sem eldur um sinu á netinu. Í myndbandinu greindi Ástrós frá því að henni væri misboðið vegna þess gríðarlega lækniskostnaðar sem hún og maður hennar, Bjarki Már Sigvaldason, hafa þurft að greiða vegna veikinda Bjarka. Hulda segir margt fólk sem greinst hefur með krabbamein vera í fjárhagsvandræðum vegna mikils lækniskostnaðar. Henni þykir Ástrós afar hugrökk að stíga fram og vekja athygli á því að þetta er raunveruleiki margra. „Ástrós og Bjarki eru ekkert einsdæmi, ég get alveg fullyrt það, og myndbandið er náttúrlega búið að hreyfa rosalega mikið við fólki,“ segir Hulda.Sjá einnig: Einlægt ákall Ástrósar: „Það er verið að misnota fársjúkan mann“ „Þetta var algjörlega að hennar frumkvæði, að setja þetta myndband inn. Við vorum einmitt á stjórnarfundi í gær og Ástrós var bara fyrir utan Krabbameinsfélagið að taka upp þetta vídeó. Svo kemur hún inn á stjórnarfund og segir okkur ekki neitt. Við vissum ekkert fyrr en eftir fundinn, þegar við sáum myndbandið. Þetta kom svo innilega frá hennar hjarta. Henni bara misbauð og hún sýnir rosalega mikið hugrekki með því að stíga fram og þora að tala um þetta.“ Hulda hefur orðið vör við að margt ungt fólk er í fjárhagsvanda vegna veikinda sinna. „Já, fólk hefur verið að leita til Krafts og óska eftir styrk úr neyðarsjóðnum okkar sem var stofnaður í illri neyð árið 2014 fyrir ungt fólk sem hefur lent í fjárhagsvanda vegna veikinda. Þannig að já, við verðum vör við að þetta sé raunveruleiki hjá mörgum, og allt okkar fólk hefur einhverja svona sögu að segja.“ Hulda segir sjóðinn standa í um fimm milljónum núna. „Þetta er ekkert stór upphæð en þetta er upphæð sem getur hjálpað fólki mikið í þessum sporum. Sérstaklega fólki hefur verið veikt til lengri tíma eins og Bjarki. Hann er 100% öryrki en hann er samt enn þá að greiða,“ útskýrir Hulda en þess má geta að Bjarki greindist með ristilkrabbamein í árslok 2012.Ástandið öðruvísi fyrir 15 árum Hulda greindist sjálf með krabbamein þegar hún var 15 ára, fyrir 15 árum, og þá var ástandið öðruvísi. „Já, ég var einmitt að spyrja pabba að því. Það var undantekning ef foreldrar mínir þurftu að taka upp veskið. En síðan þá hefur greiðsluþátttaka sjúklinga aukist til muna,“ segir Hulda. „Við vitum alveg að það er mjög dýrt að reka heilbrigðisþjónustu en það þarf að setja eitthvert hámark á hvað fólk á að þurfa að borga. Í nágrannalöndum okkar er sett þak á kostnað sem sjúklingar greiða, það er mismunandi eftir löndum en t.d. í Danmörku er þakið 16.500 krónur.“ „Nú liggur fyrir frumvarp um kostnaðarþátttöku sjúklinga þess efnis að það eigi að setja ákveðið þak. Þannig að það lítur nú allt út fyrir að þetta verði betra,“ segir Hulda sem er bjartsýn. Hún skorar á stjórnvöld að bregðast við vandanum. „Þetta er náttúrulega búið að vera ótrúlega lengi í umræðunni. Nú er bara kominn tími til að standa við þau loforð sem hafa verið gefin í sambandi við betra heilbrigðiskerfi.“ Tengdar fréttir Einlægt ákall Ástrósar: „Það er verið að misnota fársjúkan mann“ Myndband Ástrósar Rutar Sigurðardóttur hefur vakið mikla athygli í kvöld 30. mars 2017 19:30 Þjóðin í áfalli eftir ákall Ástrósar: „Ógeðslegt samfélag sem níðist á sínum minnstu bræðrum“ Ástrós Rut Sigurðardóttir vakti gríðarlega athygli í íslenskum miðlum og á Facebook í gær en hún birti myndband sem snerti greinilega við landanum. 31. mars 2017 10:45 Mest lesið Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Lífið Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Lífið Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Tónlist Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Lífið Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Lífið Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur Menning Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Lífið Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Jól „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Lífið Fleiri fréttir Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Annar bakaradrengur kominn í heiminn Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Edrú í eitt ár Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Sjá meira
Formaður Krafts, Hulda Hjálmarsdóttir, fagnar umræðunni sem myndaðist í vikunni þegar Ástrós Rut Sigurðardóttir birti myndband þar sem hún ræddi mikinn kostnað sem fylgir því að glíma við krabbamein á Íslandi. Myndband sem Ástrós, varaformaður Krafts, félags ungs fólks sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur, setti inn á Facebook í vikunni fór sem eldur um sinu á netinu. Í myndbandinu greindi Ástrós frá því að henni væri misboðið vegna þess gríðarlega lækniskostnaðar sem hún og maður hennar, Bjarki Már Sigvaldason, hafa þurft að greiða vegna veikinda Bjarka. Hulda segir margt fólk sem greinst hefur með krabbamein vera í fjárhagsvandræðum vegna mikils lækniskostnaðar. Henni þykir Ástrós afar hugrökk að stíga fram og vekja athygli á því að þetta er raunveruleiki margra. „Ástrós og Bjarki eru ekkert einsdæmi, ég get alveg fullyrt það, og myndbandið er náttúrlega búið að hreyfa rosalega mikið við fólki,“ segir Hulda.Sjá einnig: Einlægt ákall Ástrósar: „Það er verið að misnota fársjúkan mann“ „Þetta var algjörlega að hennar frumkvæði, að setja þetta myndband inn. Við vorum einmitt á stjórnarfundi í gær og Ástrós var bara fyrir utan Krabbameinsfélagið að taka upp þetta vídeó. Svo kemur hún inn á stjórnarfund og segir okkur ekki neitt. Við vissum ekkert fyrr en eftir fundinn, þegar við sáum myndbandið. Þetta kom svo innilega frá hennar hjarta. Henni bara misbauð og hún sýnir rosalega mikið hugrekki með því að stíga fram og þora að tala um þetta.“ Hulda hefur orðið vör við að margt ungt fólk er í fjárhagsvanda vegna veikinda sinna. „Já, fólk hefur verið að leita til Krafts og óska eftir styrk úr neyðarsjóðnum okkar sem var stofnaður í illri neyð árið 2014 fyrir ungt fólk sem hefur lent í fjárhagsvanda vegna veikinda. Þannig að já, við verðum vör við að þetta sé raunveruleiki hjá mörgum, og allt okkar fólk hefur einhverja svona sögu að segja.“ Hulda segir sjóðinn standa í um fimm milljónum núna. „Þetta er ekkert stór upphæð en þetta er upphæð sem getur hjálpað fólki mikið í þessum sporum. Sérstaklega fólki hefur verið veikt til lengri tíma eins og Bjarki. Hann er 100% öryrki en hann er samt enn þá að greiða,“ útskýrir Hulda en þess má geta að Bjarki greindist með ristilkrabbamein í árslok 2012.Ástandið öðruvísi fyrir 15 árum Hulda greindist sjálf með krabbamein þegar hún var 15 ára, fyrir 15 árum, og þá var ástandið öðruvísi. „Já, ég var einmitt að spyrja pabba að því. Það var undantekning ef foreldrar mínir þurftu að taka upp veskið. En síðan þá hefur greiðsluþátttaka sjúklinga aukist til muna,“ segir Hulda. „Við vitum alveg að það er mjög dýrt að reka heilbrigðisþjónustu en það þarf að setja eitthvert hámark á hvað fólk á að þurfa að borga. Í nágrannalöndum okkar er sett þak á kostnað sem sjúklingar greiða, það er mismunandi eftir löndum en t.d. í Danmörku er þakið 16.500 krónur.“ „Nú liggur fyrir frumvarp um kostnaðarþátttöku sjúklinga þess efnis að það eigi að setja ákveðið þak. Þannig að það lítur nú allt út fyrir að þetta verði betra,“ segir Hulda sem er bjartsýn. Hún skorar á stjórnvöld að bregðast við vandanum. „Þetta er náttúrulega búið að vera ótrúlega lengi í umræðunni. Nú er bara kominn tími til að standa við þau loforð sem hafa verið gefin í sambandi við betra heilbrigðiskerfi.“
Tengdar fréttir Einlægt ákall Ástrósar: „Það er verið að misnota fársjúkan mann“ Myndband Ástrósar Rutar Sigurðardóttur hefur vakið mikla athygli í kvöld 30. mars 2017 19:30 Þjóðin í áfalli eftir ákall Ástrósar: „Ógeðslegt samfélag sem níðist á sínum minnstu bræðrum“ Ástrós Rut Sigurðardóttir vakti gríðarlega athygli í íslenskum miðlum og á Facebook í gær en hún birti myndband sem snerti greinilega við landanum. 31. mars 2017 10:45 Mest lesið Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Lífið Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Lífið Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Tónlist Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Lífið Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Lífið Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur Menning Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Lífið Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Jól „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Lífið Fleiri fréttir Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Annar bakaradrengur kominn í heiminn Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Edrú í eitt ár Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Sjá meira
Einlægt ákall Ástrósar: „Það er verið að misnota fársjúkan mann“ Myndband Ástrósar Rutar Sigurðardóttur hefur vakið mikla athygli í kvöld 30. mars 2017 19:30
Þjóðin í áfalli eftir ákall Ástrósar: „Ógeðslegt samfélag sem níðist á sínum minnstu bræðrum“ Ástrós Rut Sigurðardóttir vakti gríðarlega athygli í íslenskum miðlum og á Facebook í gær en hún birti myndband sem snerti greinilega við landanum. 31. mars 2017 10:45