Stóraukin útgjöld en krafa um aðhald Sveinn Arnarson skrifar 1. apríl 2017 07:00 Fjármálaáætlun er nú lögð fram í annað sinn. Vísir/Anton Brink Auka á útgjöld til heilbrigðismála um fimmtung samkvæmt nýrri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til ársins 2022 sem lögð var fyrir Alþingi í gær. Reisa á nýtt þjóðarsjúkrahús, breyta og minnka greiðsluþátttöku sjúklinga, auka sálfræðiþjónustu og stytta biðlista. „Markmið með fjármálaáætluninni eru í grunninn fjögur,“ sagði Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, þegar hann kynnti áætlunina í ráðuneyti sínu. „Vega þarf á móti þenslu í hagkerfinu á sama tíma og stuðla þarf að sátt á vinnumarkaði. Taka á gengisstyrkingu krónunnar og jafnframt efla opinbera þjónustu og styrkja innviði samfélagsins.“Stærstu útgjaldaliðir verða til heilbrigðismála og velferðarmála en gert er ráð fyrir að raunvöxtur útgjalda til heilbrigðismála verði 22 prósent. Á sama tíma verða greiðslur til foreldra í fæðingaroflofi hækkaðar og bótakerfi öryrkja endurskoðað með það að markmiði að auka útgjöld og aðstoða við atvinnuleit. Á tímabilinu munu heildarútgjöld fara úr 788 milljörðum króna árið 2018 í 857 milljarða króna árið 2022. Í áætluninni er einnig gert ráð fyrir breytingum á tekjum ríkissjóðs. Ferðaþjónustan mun fara úr neðri þrepi virðisaukaskatts í almennt þrep um mitt næsta ár. Á sama tíma verður horft til þess að lækka tryggingagjald sem mun gagnast litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Einnig verða skattar á losun gróðurhúsalofttegunda tvöfaldaðir. Hættumerki eru hins vegar í fjármálum hins opinbera. Efnahagsleg þensla, gengisstyrking og þung vaxtabyrði ríkisins valda því að fjármálastefna gerir ráð fyrir meiri afgangi en samþykkt var síðastliðið sumar. Þessir þrír kraftar kalla því á mikið aðhald í rekstri ríkissjóðs. Fjármálaráðherra sagði í kynningu sinni mikilvægt að ríkissjóður stæði vel að vígi ef og þegar næst kreppir að til að geta spýtt í lófana. Langtímamarkmið ríkisins er að skuldir A-hluta ríkissjóðs verði í lok gildistíma áætlunarinnar þær sömu að hlutfalli og árið 2006.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Ný fjármálaáætlun: Einfaldara skattkerfi og aukin útgjöld til heilbrigðis-og menntamála Benedikt Jóhannesson, fjármála-og efnahagsráðherra, kynnti fjármálaáætlun hins opinbera til næstu fimm ára, það er frá 2018 til 2022, á blaðamannafundi í fjármálaráðuneytinu í morgun. 31. mars 2017 10:13 „Ferðaþjónustan hefur slitið barnskónum“ Flestar greinar ferðaþjónustunnar munu fara upp í efra þrep virðisaukaskatts um áramótin. 31. mars 2017 15:00 Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni Í kvöldfréttum okkar förum við ítarlega yfir það helsta í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára. 31. mars 2017 18:15 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Auka á útgjöld til heilbrigðismála um fimmtung samkvæmt nýrri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til ársins 2022 sem lögð var fyrir Alþingi í gær. Reisa á nýtt þjóðarsjúkrahús, breyta og minnka greiðsluþátttöku sjúklinga, auka sálfræðiþjónustu og stytta biðlista. „Markmið með fjármálaáætluninni eru í grunninn fjögur,“ sagði Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, þegar hann kynnti áætlunina í ráðuneyti sínu. „Vega þarf á móti þenslu í hagkerfinu á sama tíma og stuðla þarf að sátt á vinnumarkaði. Taka á gengisstyrkingu krónunnar og jafnframt efla opinbera þjónustu og styrkja innviði samfélagsins.“Stærstu útgjaldaliðir verða til heilbrigðismála og velferðarmála en gert er ráð fyrir að raunvöxtur útgjalda til heilbrigðismála verði 22 prósent. Á sama tíma verða greiðslur til foreldra í fæðingaroflofi hækkaðar og bótakerfi öryrkja endurskoðað með það að markmiði að auka útgjöld og aðstoða við atvinnuleit. Á tímabilinu munu heildarútgjöld fara úr 788 milljörðum króna árið 2018 í 857 milljarða króna árið 2022. Í áætluninni er einnig gert ráð fyrir breytingum á tekjum ríkissjóðs. Ferðaþjónustan mun fara úr neðri þrepi virðisaukaskatts í almennt þrep um mitt næsta ár. Á sama tíma verður horft til þess að lækka tryggingagjald sem mun gagnast litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Einnig verða skattar á losun gróðurhúsalofttegunda tvöfaldaðir. Hættumerki eru hins vegar í fjármálum hins opinbera. Efnahagsleg þensla, gengisstyrking og þung vaxtabyrði ríkisins valda því að fjármálastefna gerir ráð fyrir meiri afgangi en samþykkt var síðastliðið sumar. Þessir þrír kraftar kalla því á mikið aðhald í rekstri ríkissjóðs. Fjármálaráðherra sagði í kynningu sinni mikilvægt að ríkissjóður stæði vel að vígi ef og þegar næst kreppir að til að geta spýtt í lófana. Langtímamarkmið ríkisins er að skuldir A-hluta ríkissjóðs verði í lok gildistíma áætlunarinnar þær sömu að hlutfalli og árið 2006.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Tengdar fréttir Ný fjármálaáætlun: Einfaldara skattkerfi og aukin útgjöld til heilbrigðis-og menntamála Benedikt Jóhannesson, fjármála-og efnahagsráðherra, kynnti fjármálaáætlun hins opinbera til næstu fimm ára, það er frá 2018 til 2022, á blaðamannafundi í fjármálaráðuneytinu í morgun. 31. mars 2017 10:13 „Ferðaþjónustan hefur slitið barnskónum“ Flestar greinar ferðaþjónustunnar munu fara upp í efra þrep virðisaukaskatts um áramótin. 31. mars 2017 15:00 Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni Í kvöldfréttum okkar förum við ítarlega yfir það helsta í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára. 31. mars 2017 18:15 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Ný fjármálaáætlun: Einfaldara skattkerfi og aukin útgjöld til heilbrigðis-og menntamála Benedikt Jóhannesson, fjármála-og efnahagsráðherra, kynnti fjármálaáætlun hins opinbera til næstu fimm ára, það er frá 2018 til 2022, á blaðamannafundi í fjármálaráðuneytinu í morgun. 31. mars 2017 10:13
„Ferðaþjónustan hefur slitið barnskónum“ Flestar greinar ferðaþjónustunnar munu fara upp í efra þrep virðisaukaskatts um áramótin. 31. mars 2017 15:00
Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni Í kvöldfréttum okkar förum við ítarlega yfir það helsta í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára. 31. mars 2017 18:15