Sean „Diddy“ Combs hæst launaði skemmtikrafturinn í ár Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 12. júní 2017 22:20 Velgengni hans má rekja til tónleikaferðalags sem hann fór í um Bandaríkin. Einnig gerði hann auglýsingasamning fyrir vodkafyrirtæki. Þar að auki framleiðir hann sína eigin fatalínu. Vísir/Getty Forbes hefur gefið út lista yfir hundrað hæst launuðustu skemmtikrafta heims. BBC greinir frá.Efstur á lista er rapparinn Sean „Diddy “ Combs með 130 milljónir bandaríkjadala eða þrettán milljarða íslenskra króna. Hann færist jafnframt upp um 21 eitt sæti á listanum, frá því í fyrra. Velgengni hans má rekja til tónleikaferðalags sem hann fór í um Bandaríkin. Einnig gerði hann auglýsingasamning fyrir vodkafyrirtæki. Þar að auki framleiðir hann sína eigin fatalínu. Beyonce er í öðru sæti með 105 milljónir bandaríkjadala og J.K. Rowling er í því þriðja með 95 milljónir bandaríkjadala. Þær eru jafnframt einu konurnar sem eru í topp tíu sætunum. Kvenkyns skemmtikraftar skipa einungis 16 prósent listans. Yngst á listanum er Kylie Jenner en þetta er í fyrsta sinn sem hún kemst á listann fræga. Hún er í 59 sæti og er yngst á listanum. Tekjur hennar koma aðallega frá raunveruleikaþættinum Keeping Up with the Kardashians sem hafa verið vinsælir undanfarin ár en einnig hefur hún hagnast á snyrtivörum í hennar nafni sem og fatalínu. Helmingur þeirra sem ná á topp tíu listann eru tónlistarmenn og Christiano Ronaldo og Le Bron James eru einu íþróttamennirnir.Topp tíu listann má sjá hér að neðan:Sean "Diddy" Combs, tónlistarmaður- 13 milljarðar Beyonce Knowles, tónlistarkona- 10 milljarðarJK Rowling, rithöfundur- 9,5 milljarðarDrake, tónlistarmaður- 9,4 milljarðarCristiano ROnaldo, fótboltamaður 9,3 milljarðarThe Weeknd, tónlistarmaður 9,2 milljarðarHoward Stern, fjölmiðlamaður 9 milljarðarColdplay, hljómsveit 8,8 milljarðarJames Patterson, rithöfundur 8,7 milljarðarLeBron James, íþróttamaður 8,6 milljarðar Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Forbes hefur gefið út lista yfir hundrað hæst launuðustu skemmtikrafta heims. BBC greinir frá.Efstur á lista er rapparinn Sean „Diddy “ Combs með 130 milljónir bandaríkjadala eða þrettán milljarða íslenskra króna. Hann færist jafnframt upp um 21 eitt sæti á listanum, frá því í fyrra. Velgengni hans má rekja til tónleikaferðalags sem hann fór í um Bandaríkin. Einnig gerði hann auglýsingasamning fyrir vodkafyrirtæki. Þar að auki framleiðir hann sína eigin fatalínu. Beyonce er í öðru sæti með 105 milljónir bandaríkjadala og J.K. Rowling er í því þriðja með 95 milljónir bandaríkjadala. Þær eru jafnframt einu konurnar sem eru í topp tíu sætunum. Kvenkyns skemmtikraftar skipa einungis 16 prósent listans. Yngst á listanum er Kylie Jenner en þetta er í fyrsta sinn sem hún kemst á listann fræga. Hún er í 59 sæti og er yngst á listanum. Tekjur hennar koma aðallega frá raunveruleikaþættinum Keeping Up with the Kardashians sem hafa verið vinsælir undanfarin ár en einnig hefur hún hagnast á snyrtivörum í hennar nafni sem og fatalínu. Helmingur þeirra sem ná á topp tíu listann eru tónlistarmenn og Christiano Ronaldo og Le Bron James eru einu íþróttamennirnir.Topp tíu listann má sjá hér að neðan:Sean "Diddy" Combs, tónlistarmaður- 13 milljarðar Beyonce Knowles, tónlistarkona- 10 milljarðarJK Rowling, rithöfundur- 9,5 milljarðarDrake, tónlistarmaður- 9,4 milljarðarCristiano ROnaldo, fótboltamaður 9,3 milljarðarThe Weeknd, tónlistarmaður 9,2 milljarðarHoward Stern, fjölmiðlamaður 9 milljarðarColdplay, hljómsveit 8,8 milljarðarJames Patterson, rithöfundur 8,7 milljarðarLeBron James, íþróttamaður 8,6 milljarðar
Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira