Hryðjuverkaógnin ekki tilefni fundar þjóðaröryggisráðs Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. júní 2017 20:13 Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, á sæti í þjóðaröryggisráði. vísir/stefán Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, segir að á meðal þess sem rætt var á fundi þjóðaröryggisráðs í dag hafi verið hryðjuverkaógnin. Hún hafi hins vegar hvorki verið tilefni fundarins né ástæðan fyrir fundarstaðnum; fundurinn hefði verið haldinn á sama stað og með sömu dagskrá þrátt fyrir að hryðjuverk hefðu ekki verið framin í Bretlandi fyrir skömmu síðan. Mikill viðbúnaður var vegna fundarins sem fram fór á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli, fyrrum umráðasvæði bandaríska varnarliðsins á Miðnesheiði. Gættu bæði lögreglumenn og Landhelgisgæslan öryggis á svæðinu. Aðspurður hvers vegna þessi viðbúnaður hafi verið segir Guðlaugur: „Þegar þjóðaröryggisráðið fundar þá er æskilegt að það sé ekki hægt að hlera húsnæðið. Þjóðaröryggisráð er náttúrulega þjóðaröryggisráð og við erum kannski svolítið ný í þessu Íslendingar og höfum ekki haft þetta með þessum hætti áður. Þetta er þó þekkt í öllum löndum og eitt af því sem við vorum að ræða voru til dæmis netöryggismál. Þegar verið er að ræða slíkt þá er eðlilegt að það sé þannig að það fari ekki víðar.“„Hlutverk stjórnvalda er að gæta öryggis almennings“ Guðlaugur svarar því ekki hvort aukinn viðbúnaður í Colour Run á laugardaginn og á landsleiknum í gær hafi verið ræddur á fundinum og vísar í fréttatilkynningu sem send var eftir fundinn um efni hans. Athygli hefur vakið að vopnaðir sérsveitarmenn voru bæði að störfum í Colour Run og á landsleiknum. „Sérsveitin er alltaf vopnuð og þá hafa verkefni hennar aukist, ekki bara á undanförnum dögum eða vikum heldur á undanförnum misserum, og lögreglan metur stöðuna hverju sinni. Þannig að þetta er engin stefnubreyting. Þá er lögreglan alltaf vel á verði, ekki bara núna heldur líka áður og verður það auðvitað í framtíðinni,“ segir Guðlaugur.Hvað finnst þér sjálfum um að það séu vopnaðir sérsveitarmenn á viðburðum eins og Colour Run og landsleiknum þar sem eru börn? „Hlutverk stjórnvalda er að gæta öryggis almennings og við þekkjum öll þróunina í kringum okkur. Sem betur höfum við ekki séð neitt slíkt hér en samt sem áður eigum við alltaf að vera á verði og nýta okkur bestu upplýsingar sem eru til staðar hverju sinni og ég treysti lögreglunni fullkomlega til að gera það.“ Tengdar fréttir Fundur þjóðaröryggisráðs stóð í tæpa fjóra tíma Fundi þjóðaröryggisráðs lauk nú á sjötta tímanum en ráðið kom saman til fundar klukkan tvö í dag á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli, fyrrum umráðasvæði bandaríska varnarliðsins á Miðnesheiði. 12. júní 2017 18:17 Fyllsta öryggis gætt á fundi þjóðaröryggisráðs Hitafundur á Miðnesheiði enn yfirstandandi. 12. júní 2017 16:46 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, segir að á meðal þess sem rætt var á fundi þjóðaröryggisráðs í dag hafi verið hryðjuverkaógnin. Hún hafi hins vegar hvorki verið tilefni fundarins né ástæðan fyrir fundarstaðnum; fundurinn hefði verið haldinn á sama stað og með sömu dagskrá þrátt fyrir að hryðjuverk hefðu ekki verið framin í Bretlandi fyrir skömmu síðan. Mikill viðbúnaður var vegna fundarins sem fram fór á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli, fyrrum umráðasvæði bandaríska varnarliðsins á Miðnesheiði. Gættu bæði lögreglumenn og Landhelgisgæslan öryggis á svæðinu. Aðspurður hvers vegna þessi viðbúnaður hafi verið segir Guðlaugur: „Þegar þjóðaröryggisráðið fundar þá er æskilegt að það sé ekki hægt að hlera húsnæðið. Þjóðaröryggisráð er náttúrulega þjóðaröryggisráð og við erum kannski svolítið ný í þessu Íslendingar og höfum ekki haft þetta með þessum hætti áður. Þetta er þó þekkt í öllum löndum og eitt af því sem við vorum að ræða voru til dæmis netöryggismál. Þegar verið er að ræða slíkt þá er eðlilegt að það sé þannig að það fari ekki víðar.“„Hlutverk stjórnvalda er að gæta öryggis almennings“ Guðlaugur svarar því ekki hvort aukinn viðbúnaður í Colour Run á laugardaginn og á landsleiknum í gær hafi verið ræddur á fundinum og vísar í fréttatilkynningu sem send var eftir fundinn um efni hans. Athygli hefur vakið að vopnaðir sérsveitarmenn voru bæði að störfum í Colour Run og á landsleiknum. „Sérsveitin er alltaf vopnuð og þá hafa verkefni hennar aukist, ekki bara á undanförnum dögum eða vikum heldur á undanförnum misserum, og lögreglan metur stöðuna hverju sinni. Þannig að þetta er engin stefnubreyting. Þá er lögreglan alltaf vel á verði, ekki bara núna heldur líka áður og verður það auðvitað í framtíðinni,“ segir Guðlaugur.Hvað finnst þér sjálfum um að það séu vopnaðir sérsveitarmenn á viðburðum eins og Colour Run og landsleiknum þar sem eru börn? „Hlutverk stjórnvalda er að gæta öryggis almennings og við þekkjum öll þróunina í kringum okkur. Sem betur höfum við ekki séð neitt slíkt hér en samt sem áður eigum við alltaf að vera á verði og nýta okkur bestu upplýsingar sem eru til staðar hverju sinni og ég treysti lögreglunni fullkomlega til að gera það.“
Tengdar fréttir Fundur þjóðaröryggisráðs stóð í tæpa fjóra tíma Fundi þjóðaröryggisráðs lauk nú á sjötta tímanum en ráðið kom saman til fundar klukkan tvö í dag á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli, fyrrum umráðasvæði bandaríska varnarliðsins á Miðnesheiði. 12. júní 2017 18:17 Fyllsta öryggis gætt á fundi þjóðaröryggisráðs Hitafundur á Miðnesheiði enn yfirstandandi. 12. júní 2017 16:46 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Sjá meira
Fundur þjóðaröryggisráðs stóð í tæpa fjóra tíma Fundi þjóðaröryggisráðs lauk nú á sjötta tímanum en ráðið kom saman til fundar klukkan tvö í dag á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli, fyrrum umráðasvæði bandaríska varnarliðsins á Miðnesheiði. 12. júní 2017 18:17
Fyllsta öryggis gætt á fundi þjóðaröryggisráðs Hitafundur á Miðnesheiði enn yfirstandandi. 12. júní 2017 16:46