Hryðjuverkaógnin ekki tilefni fundar þjóðaröryggisráðs Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. júní 2017 20:13 Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, á sæti í þjóðaröryggisráði. vísir/stefán Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, segir að á meðal þess sem rætt var á fundi þjóðaröryggisráðs í dag hafi verið hryðjuverkaógnin. Hún hafi hins vegar hvorki verið tilefni fundarins né ástæðan fyrir fundarstaðnum; fundurinn hefði verið haldinn á sama stað og með sömu dagskrá þrátt fyrir að hryðjuverk hefðu ekki verið framin í Bretlandi fyrir skömmu síðan. Mikill viðbúnaður var vegna fundarins sem fram fór á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli, fyrrum umráðasvæði bandaríska varnarliðsins á Miðnesheiði. Gættu bæði lögreglumenn og Landhelgisgæslan öryggis á svæðinu. Aðspurður hvers vegna þessi viðbúnaður hafi verið segir Guðlaugur: „Þegar þjóðaröryggisráðið fundar þá er æskilegt að það sé ekki hægt að hlera húsnæðið. Þjóðaröryggisráð er náttúrulega þjóðaröryggisráð og við erum kannski svolítið ný í þessu Íslendingar og höfum ekki haft þetta með þessum hætti áður. Þetta er þó þekkt í öllum löndum og eitt af því sem við vorum að ræða voru til dæmis netöryggismál. Þegar verið er að ræða slíkt þá er eðlilegt að það sé þannig að það fari ekki víðar.“„Hlutverk stjórnvalda er að gæta öryggis almennings“ Guðlaugur svarar því ekki hvort aukinn viðbúnaður í Colour Run á laugardaginn og á landsleiknum í gær hafi verið ræddur á fundinum og vísar í fréttatilkynningu sem send var eftir fundinn um efni hans. Athygli hefur vakið að vopnaðir sérsveitarmenn voru bæði að störfum í Colour Run og á landsleiknum. „Sérsveitin er alltaf vopnuð og þá hafa verkefni hennar aukist, ekki bara á undanförnum dögum eða vikum heldur á undanförnum misserum, og lögreglan metur stöðuna hverju sinni. Þannig að þetta er engin stefnubreyting. Þá er lögreglan alltaf vel á verði, ekki bara núna heldur líka áður og verður það auðvitað í framtíðinni,“ segir Guðlaugur.Hvað finnst þér sjálfum um að það séu vopnaðir sérsveitarmenn á viðburðum eins og Colour Run og landsleiknum þar sem eru börn? „Hlutverk stjórnvalda er að gæta öryggis almennings og við þekkjum öll þróunina í kringum okkur. Sem betur höfum við ekki séð neitt slíkt hér en samt sem áður eigum við alltaf að vera á verði og nýta okkur bestu upplýsingar sem eru til staðar hverju sinni og ég treysti lögreglunni fullkomlega til að gera það.“ Tengdar fréttir Fundur þjóðaröryggisráðs stóð í tæpa fjóra tíma Fundi þjóðaröryggisráðs lauk nú á sjötta tímanum en ráðið kom saman til fundar klukkan tvö í dag á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli, fyrrum umráðasvæði bandaríska varnarliðsins á Miðnesheiði. 12. júní 2017 18:17 Fyllsta öryggis gætt á fundi þjóðaröryggisráðs Hitafundur á Miðnesheiði enn yfirstandandi. 12. júní 2017 16:46 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, segir að á meðal þess sem rætt var á fundi þjóðaröryggisráðs í dag hafi verið hryðjuverkaógnin. Hún hafi hins vegar hvorki verið tilefni fundarins né ástæðan fyrir fundarstaðnum; fundurinn hefði verið haldinn á sama stað og með sömu dagskrá þrátt fyrir að hryðjuverk hefðu ekki verið framin í Bretlandi fyrir skömmu síðan. Mikill viðbúnaður var vegna fundarins sem fram fór á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli, fyrrum umráðasvæði bandaríska varnarliðsins á Miðnesheiði. Gættu bæði lögreglumenn og Landhelgisgæslan öryggis á svæðinu. Aðspurður hvers vegna þessi viðbúnaður hafi verið segir Guðlaugur: „Þegar þjóðaröryggisráðið fundar þá er æskilegt að það sé ekki hægt að hlera húsnæðið. Þjóðaröryggisráð er náttúrulega þjóðaröryggisráð og við erum kannski svolítið ný í þessu Íslendingar og höfum ekki haft þetta með þessum hætti áður. Þetta er þó þekkt í öllum löndum og eitt af því sem við vorum að ræða voru til dæmis netöryggismál. Þegar verið er að ræða slíkt þá er eðlilegt að það sé þannig að það fari ekki víðar.“„Hlutverk stjórnvalda er að gæta öryggis almennings“ Guðlaugur svarar því ekki hvort aukinn viðbúnaður í Colour Run á laugardaginn og á landsleiknum í gær hafi verið ræddur á fundinum og vísar í fréttatilkynningu sem send var eftir fundinn um efni hans. Athygli hefur vakið að vopnaðir sérsveitarmenn voru bæði að störfum í Colour Run og á landsleiknum. „Sérsveitin er alltaf vopnuð og þá hafa verkefni hennar aukist, ekki bara á undanförnum dögum eða vikum heldur á undanförnum misserum, og lögreglan metur stöðuna hverju sinni. Þannig að þetta er engin stefnubreyting. Þá er lögreglan alltaf vel á verði, ekki bara núna heldur líka áður og verður það auðvitað í framtíðinni,“ segir Guðlaugur.Hvað finnst þér sjálfum um að það séu vopnaðir sérsveitarmenn á viðburðum eins og Colour Run og landsleiknum þar sem eru börn? „Hlutverk stjórnvalda er að gæta öryggis almennings og við þekkjum öll þróunina í kringum okkur. Sem betur höfum við ekki séð neitt slíkt hér en samt sem áður eigum við alltaf að vera á verði og nýta okkur bestu upplýsingar sem eru til staðar hverju sinni og ég treysti lögreglunni fullkomlega til að gera það.“
Tengdar fréttir Fundur þjóðaröryggisráðs stóð í tæpa fjóra tíma Fundi þjóðaröryggisráðs lauk nú á sjötta tímanum en ráðið kom saman til fundar klukkan tvö í dag á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli, fyrrum umráðasvæði bandaríska varnarliðsins á Miðnesheiði. 12. júní 2017 18:17 Fyllsta öryggis gætt á fundi þjóðaröryggisráðs Hitafundur á Miðnesheiði enn yfirstandandi. 12. júní 2017 16:46 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Sjá meira
Fundur þjóðaröryggisráðs stóð í tæpa fjóra tíma Fundi þjóðaröryggisráðs lauk nú á sjötta tímanum en ráðið kom saman til fundar klukkan tvö í dag á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli, fyrrum umráðasvæði bandaríska varnarliðsins á Miðnesheiði. 12. júní 2017 18:17
Fyllsta öryggis gætt á fundi þjóðaröryggisráðs Hitafundur á Miðnesheiði enn yfirstandandi. 12. júní 2017 16:46