Trump stefnt fyrir dómstólum vegna spillingar Kjartan Kjartansson skrifar 12. júní 2017 13:37 Donald Trump kemur út úr hóteli sem hann á í Washington-borg. Erlendir ríkiserindrekar eru sagðir skipta við hótelið til að mynda tengsl við forsetann. Vísir/EPA Dómsmálaráðherrar Maryland-ríkis og Columbia-svæðis í Bandaríkjunum ætla að stefna Donald Trump forseta fyrir dómstólum. Þeir saka forsetann um að rjúfa embættiseið sinn að stjórnarskráinni með því að þiggja milljónir dollara í greiðslur frá erlendum ríkisstjórnum frá því að hann tók við völdum. Forsaga málsins er sú að Trump kaus að eiga áfram fyrirtæki sín þegar hann tók við sem forseti í janúar. Synir hans tveir hafa séð um rekstur fyrirtækjanna. Dómsmálaráðherrarnir tveir, sem báðir eru demókratar, saka Trump um að hafa brotið loforð um að halda embættisfærslum sínum og viðskiptahagsmunum aðskildum.Telja fyrirtæki forsetans mega hagnast á erlendum aðilumWashington Post segir að í stefnunni segi að Trump hafi gerst sekur um fordæmalaus brot gegn stjórnarskránni og grafið undan bandarísku stjórnkerfi. Samþykki alríkisdómari að stefnan eigi rétt á sér gætu dómsmálaráðherrarnir krafist skattaskýrslna forsetans sem hann hefur fram að þessu staðfastlega neitað að gera opinberar. Grein stjórnarskrárinnar sem ráðherrarnir tveir telja Trump hafa brotið fjallar um hagnað af greiðslum frá erlendum og innlendum aðilum. Samkvæmt henni er embættismönnum bannað að hagnast á gjöfum eða greiðslum frá erlendum ríkjum. Telja þeir að Trump brjóti gegn þessu ákvæði með að eiga fyrirtæki áfram sem fái greiðslur frá erlendum ríkjum. Erindrekar erlendra ríkja eru sagðir hafa leitast við að skipta við hótel og önnur fyrirtæki í eigu Trump frá því áður en hann tók við embætti forseta til þess að afla sér tengsla og velþóknun hans. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna lagði nýlega fram greinargerð í öðru sambærilegu máli sem höfðað var í janúar. Þar heldur ráðuneytið því fram að það sé ekki ólöglegt fyrir fyrirtæki í eigu Trump að hagnast á viðskiptum við erlenda aðila á meðan hann er forseti. Donald Trump Mest lesið Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Blátt bann við erlendum fjárframlögum Erlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Erlent „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Innlent Hvað gengur Trump til með tollum? Erlent Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Innlent Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Innlent Fleiri fréttir Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Sjá meira
Dómsmálaráðherrar Maryland-ríkis og Columbia-svæðis í Bandaríkjunum ætla að stefna Donald Trump forseta fyrir dómstólum. Þeir saka forsetann um að rjúfa embættiseið sinn að stjórnarskráinni með því að þiggja milljónir dollara í greiðslur frá erlendum ríkisstjórnum frá því að hann tók við völdum. Forsaga málsins er sú að Trump kaus að eiga áfram fyrirtæki sín þegar hann tók við sem forseti í janúar. Synir hans tveir hafa séð um rekstur fyrirtækjanna. Dómsmálaráðherrarnir tveir, sem báðir eru demókratar, saka Trump um að hafa brotið loforð um að halda embættisfærslum sínum og viðskiptahagsmunum aðskildum.Telja fyrirtæki forsetans mega hagnast á erlendum aðilumWashington Post segir að í stefnunni segi að Trump hafi gerst sekur um fordæmalaus brot gegn stjórnarskránni og grafið undan bandarísku stjórnkerfi. Samþykki alríkisdómari að stefnan eigi rétt á sér gætu dómsmálaráðherrarnir krafist skattaskýrslna forsetans sem hann hefur fram að þessu staðfastlega neitað að gera opinberar. Grein stjórnarskrárinnar sem ráðherrarnir tveir telja Trump hafa brotið fjallar um hagnað af greiðslum frá erlendum og innlendum aðilum. Samkvæmt henni er embættismönnum bannað að hagnast á gjöfum eða greiðslum frá erlendum ríkjum. Telja þeir að Trump brjóti gegn þessu ákvæði með að eiga fyrirtæki áfram sem fái greiðslur frá erlendum ríkjum. Erindrekar erlendra ríkja eru sagðir hafa leitast við að skipta við hótel og önnur fyrirtæki í eigu Trump frá því áður en hann tók við embætti forseta til þess að afla sér tengsla og velþóknun hans. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna lagði nýlega fram greinargerð í öðru sambærilegu máli sem höfðað var í janúar. Þar heldur ráðuneytið því fram að það sé ekki ólöglegt fyrir fyrirtæki í eigu Trump að hagnast á viðskiptum við erlenda aðila á meðan hann er forseti.
Donald Trump Mest lesið Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Blátt bann við erlendum fjárframlögum Erlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Erlent „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Innlent Hvað gengur Trump til með tollum? Erlent Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Innlent Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Innlent Fleiri fréttir Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Sjá meira