Viðskipti innlent

Litla fiskbúðin oftast með lægsta verðið

Atli Ísleifsson skrifar
Litla fiskbúðin var með lægsta verðið í ellefu tilvikum af 25.
Litla fiskbúðin var með lægsta verðið í ellefu tilvikum af 25. Vísir/gva
Litla fiskbúðin Helluhrauni í Hafnafirði var oftast með lægsta verðið þegar verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð á fiskafurðum 8. júní síðastliðinn. Búðin var með lægsta verðið í ellefu tilvikum af 25.

Kjöt og fiskur í Bergstaðarstræti var oftast með hæsta verðið í könnuninni eða í níu tilvikum af 25. Fiskbúðin Hafberg, Hafið í Skipholti, Fiskikóngurinn Sogavegi og Fiskbúðin Vegamót neituðu fulltrúum verðlagseftirlitsins að framkvæma verðkönnun í fiskbúðum sínum. 

Í tilkynningu frá Verðlagseftirliti ASÍ segir að mesta úrval fiskafurða hafi verið hjá Fiskikónginum Höfðabakka sem bauð upp á allar 25 tegundirnar sem skoðaðar voru.

„Ef litið er til hefðbundinna fiskbúða þá var minnsta úrvalið í Gallerý fiski Nethyl en þar voru 16 tegundir af 25 fáanlegar, en minna úrval var í öðrum verslunum með fiskborð.

150% verðmunur á stórlúðu

Munur á hæsta og lægsta verði í könnuninni var frá 25% upp í 150%, en í flestum tilvikum reyndist munurinn á bilinu 40%-60%. Mestur verðmunur reyndist á Stórlúðu í sneiðum sem var ódýrust 1.395 kr/kg í Fiskbúðinni Trönuhrauni en dýrust 3.490 kr/kg hjá Hafinu fiskverslun Spöng sem er 2.095 kr. verðmunur eða 150%. Minnstur verðmunur var á frosnum Humar, A gæðum, sem var ódýrastur á 7.900 kr./kg. Í fiskbúð Hólmgerirs en dýrastur á 9.900 kr./kg. hjá Fiskikónginum Höfðabakka og Fiskbúðinni Mos, sem er 2.000 kr. verðmunur eða 25%. 

 

Mikill verðmunur á Ýsuhakki

Ýsuhakk var ódýrast á 990 kr./kg. hjá Litlu Fiskbúðinni en dýrast á 2.290 kr./kg. hjá Kjöt og fiski sem er 131% verðmunur. Nætursöluð ýsuflök voru ódýrust á 1.490 kr./kg. í Litlu Fiskbúðinni en dýrust á 2.170 kr./kg. hjá Fiskbúðinni Sundlaugarvegi sem er verðmunur upp á 680 kr. eða 46%,“ segir í tilkynningunni.

Nánar má lesa um könnunina í frétt á vef ASÍ.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×