Búist er við að stuðningsmenn rússneska stjórnarandstöðuleiðtogans Alexei Navalny muni hópast út á götur Moskvuborgar í dag þar sem til stendur að mótmæla fjármálasvikum og spillingu.
Mótmælagangan er ólögleg en ekki fékkst leyfi til að halda gönguna í miðborginni.
Þrátt fyrir það hefur Navalny boðað stuðningsmenn sína í gönguna og hefur saksóknari í Rússlandi varað við því að lögregla muni bregðast hart við.
Síðast þegar stuðningsmenn Navalny mótmæltu ríkisstjórninni voru hundruð manna handtekin, meðal annars Navalny sem var dæmdur til fangelsisvistar fyrir þátt sinn.
Búist við fjölmennum mótmælum í Moskvu

Tengdar fréttir

Allt að 1000 mótmælendur handteknir í Rússlandi í dag
Rússneska lögreglan hefur í dag handtekið allt að þúsund mótmælendur sem komu saman um allt land til að mótmæla spillingu í rússneska stjórnkerfinu.

Navalny dæmdur til fangelsisvistar
Dómstóll í Rússlandi dæmdi í dag leiðtoga stjórnarandstöðunnar í Rússlandi í fangelsi fyrir þátt sinn í mótmælum helgarinnar.

Rússlandsstjórn sakar stjórnarandstæðinga um lögbrot og að hvetja til ofbeldis
Mikil mótmæli brutust út í rússneskum borgum í gær þar sem forsætisráðherranum Dmitri Medvedev var mótmælt en hann er sakaður um spillingu.