Loka vegum vegna veðurs Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. nóvember 2017 22:24 Vindaspá Veðurstofu Íslands á miðnætti í kvöld. veðurstofa íslands Vegagerðin hefur lokað Siglufjarðarvegi sem og veginum um Ólafsfjarðarmúla vegna snjóflóða. Verða vegirnir ekki skoðaðir fyrr en í birtingu í fyrramálið að því er segir í tilkynningu á vef Vegagerðarinnar. Samkvæmt vegkorti á vef Vegagerðarinnar er einnig búið að loka veginum um Þverárfjall og þá verður veginum um Súðavíkurhlíð lokað á miðnætti og verður hann ekki skoðaður fyrr en í birtingu á morgun. „Það er smálægð skammt norður af Tjörnesi og það er hvasst vestan við hana, sem er frá Tröllaskaganum og vestur á Vestfirði en aftur á móti ekki hvasst í Þingeyjarsýslu. Þeir eru í einhvers konar svikalogni frá þessari smálægð en þetta gerist stundum í norðanátt, það að það koma svona smá hnútar með henni og þá lægir stundum á afmörkuðu svæði en herðir á annars staðar í staðinn,“ segir Teitur Arason, vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Það er því hvassviðri eða stormur og áköf snjókoma á Norðvesturlandi og yfir á Vestfirði en að sögn Teits verður norðanáttin ríkjandi í þessari viku. „Það er svona misjafnlega hvöss norðanátt en þó alltaf þannig að hún verður verulega til trafala. Spáin gerir ráð fyrir því að þetta fari svona að ganga niður á laugardaginn,“ segir Teitur. Það sé því hvassviðri og snjókoma í kortunum norðanlands og þá gætu landsmenn sunnan heiða einnig fundið fyrir norðanáttum í öflugum vindstrengjum.Veðurhorfur á landinu samkvæmt vef Veðurstofu Íslands:Norðan 13-23 í kvöld, hvassast NV-til, en mun hægari á A-verðu landinu. Snjókoma á Vestfjörðum og Norðurlandi, annars víða él.Norðaustan 15-23 með snjókomu og síðar éljum á morgun, en úrkomulítið á SV-lands. Dregur úr vindi norðan heiða síðdegis. Frost 0 til 7 stig.Á miðvikudag:Norðan og norðaustan 13-18 m/s, en 18-23 á Suðausturlandi síðdegis og einnig á stöku stað við fjöll suðvestanlands. Snjókoma eða él norðan- og austanlands, en þurrt sunnan heiða. Frost 0 til 6 stig.Á fimmtudag og föstudag:Norðan hvassviðri eða stormur. Snjókoma eða él, en úrkomulaust um sunnanvert landið. Áfram frost um allt land.Á laugardag:Allhvöss eða hvöss norðanátt í fyrstu með éljum á Norður- og Austurlandi, en bjartviðri sunnan heiða. Fer að lægja eftir hádegi, fyrst vestantil á landinu. Frost 0 til 7 stig.Færð og aðstæður á vegum:Það er hálka eða hálkublettir á flestum vegum á Suðurlandi.Hálka eða snjóþekja er á flestum leiðum á Vesturlandi og eitthvað um éljagang. Snjóþekja og mjög mikil skafrenningur er á Holtavörðuheiði og slæmt ferðaveður. Á Vestfjörðum og á Norðurlandi fer færð og veður versnandi. Hálka eða snjóþekja og éljagagnur eða skafrenningur á flestum leiðum á láglendi en þæfingur eða þungfært og skafreningur á fjallvegum og ekkert ferðaveður.Búast má við að færð spillist fljótlega eftir að þjónustu líkur á Norðurlandi og Vestfjörðum.Á Austur- og Suðausturlandi er víða hálka eða snjóþekja en greiðfært frá Norðfirði suður að Höfn. Veður Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Sjá meira
Vegagerðin hefur lokað Siglufjarðarvegi sem og veginum um Ólafsfjarðarmúla vegna snjóflóða. Verða vegirnir ekki skoðaðir fyrr en í birtingu í fyrramálið að því er segir í tilkynningu á vef Vegagerðarinnar. Samkvæmt vegkorti á vef Vegagerðarinnar er einnig búið að loka veginum um Þverárfjall og þá verður veginum um Súðavíkurhlíð lokað á miðnætti og verður hann ekki skoðaður fyrr en í birtingu á morgun. „Það er smálægð skammt norður af Tjörnesi og það er hvasst vestan við hana, sem er frá Tröllaskaganum og vestur á Vestfirði en aftur á móti ekki hvasst í Þingeyjarsýslu. Þeir eru í einhvers konar svikalogni frá þessari smálægð en þetta gerist stundum í norðanátt, það að það koma svona smá hnútar með henni og þá lægir stundum á afmörkuðu svæði en herðir á annars staðar í staðinn,“ segir Teitur Arason, vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Það er því hvassviðri eða stormur og áköf snjókoma á Norðvesturlandi og yfir á Vestfirði en að sögn Teits verður norðanáttin ríkjandi í þessari viku. „Það er svona misjafnlega hvöss norðanátt en þó alltaf þannig að hún verður verulega til trafala. Spáin gerir ráð fyrir því að þetta fari svona að ganga niður á laugardaginn,“ segir Teitur. Það sé því hvassviðri og snjókoma í kortunum norðanlands og þá gætu landsmenn sunnan heiða einnig fundið fyrir norðanáttum í öflugum vindstrengjum.Veðurhorfur á landinu samkvæmt vef Veðurstofu Íslands:Norðan 13-23 í kvöld, hvassast NV-til, en mun hægari á A-verðu landinu. Snjókoma á Vestfjörðum og Norðurlandi, annars víða él.Norðaustan 15-23 með snjókomu og síðar éljum á morgun, en úrkomulítið á SV-lands. Dregur úr vindi norðan heiða síðdegis. Frost 0 til 7 stig.Á miðvikudag:Norðan og norðaustan 13-18 m/s, en 18-23 á Suðausturlandi síðdegis og einnig á stöku stað við fjöll suðvestanlands. Snjókoma eða él norðan- og austanlands, en þurrt sunnan heiða. Frost 0 til 6 stig.Á fimmtudag og föstudag:Norðan hvassviðri eða stormur. Snjókoma eða él, en úrkomulaust um sunnanvert landið. Áfram frost um allt land.Á laugardag:Allhvöss eða hvöss norðanátt í fyrstu með éljum á Norður- og Austurlandi, en bjartviðri sunnan heiða. Fer að lægja eftir hádegi, fyrst vestantil á landinu. Frost 0 til 7 stig.Færð og aðstæður á vegum:Það er hálka eða hálkublettir á flestum vegum á Suðurlandi.Hálka eða snjóþekja er á flestum leiðum á Vesturlandi og eitthvað um éljagang. Snjóþekja og mjög mikil skafrenningur er á Holtavörðuheiði og slæmt ferðaveður. Á Vestfjörðum og á Norðurlandi fer færð og veður versnandi. Hálka eða snjóþekja og éljagagnur eða skafrenningur á flestum leiðum á láglendi en þæfingur eða þungfært og skafreningur á fjallvegum og ekkert ferðaveður.Búast má við að færð spillist fljótlega eftir að þjónustu líkur á Norðurlandi og Vestfjörðum.Á Austur- og Suðausturlandi er víða hálka eða snjóþekja en greiðfært frá Norðfirði suður að Höfn.
Veður Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Sjá meira