„Líf að færast í þennan risa sem er búinn að sofa í á þriðja hundrað ár“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. nóvember 2017 20:20 Öræfajökull minnir á sig þessa dagana en hann næst stærsta virka eldfjall Evrópu á eftir Etnu á Sikiley. vísir/gunnþóra Víðir Reynisson, verkefnastjóri almannavarna á Suðurlandi, segir jarðhræringar í Öræfajökli síðustu daga sýna að líf sé að færast í þetta næst stærsta virka eldfjall Evrópu. Hann segir verstu sviðsmyndina vera stórgos eins og varð í jöklinum árið 1362 en í umfjöllun um Öræfajökul á Stjörnufræðivefnum segir meðal annars frá því að byggðin næst jöklinum, Litla-Hérað, eyddist í því gosi. Víðir ræddi um stöðuna varðandi Öræfajökul í Reykjavík síðdegis í dag. „Það er enn óvissustig í gildi. Við erum að reyna að skilja betur hvað er að gerast, það er þessi skjálftavirkni hefur verið dálítið undanfarið, svo þessi lykt [innsk. blm. brennisteinslykt við Kvíá sem rennur úr jöklinum], aukið rennsli í Kvíá og svo sigketillinn. Þetta allt sýnir okkur að það er líf að færast í þennan risa sem er búinn að sofa í á þriðja hundrað ár,“ segir Víðir en Öræfajökull gaus seinast árið 1727, og var það þá í annað skiptið sem eldgos varð í jöklinum síðan land byggðist.Allt kerfið sett upp á tærnar Víðir segir að það hafi þótt full ástæða til að setja á óvissustig en það þýði í raun það að verið sé að auka samráð milli aðila, auka eftirlit og „setja allt kerfið upp á tærnar,“ eins og hann orðar það. Það hefur því verið fundað stíft hjá Almannavörnum í dag auk þess sem vísindamenn reyna nú að komast að því hvað olli því að sigketillinn myndaðist í miðri öskju jökulsins. Meðal annars er verið að vinna úr sýnum sem tekin voru úr jöklinum um helgina. „Jarðefnafræðingar eru að vinna í því og það eru ekki komnar niðurstöður,“ sagði Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur, í samtali við Þórhildi Þorkelsdóttur í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hann kvaðst aðspurður vonast til þess að þær komi á morgun.“ „Þetta er dálítið flókið ferli og ýmislegt sem þarf að gera til þess að reyna að ná sem áreiðanlegustum niðurstöðum sem gefa eins áreiðanlegar vísbendingar og hægt er að fá.“Öræfajökull hefur gosið tvisvar síðan land byggðist, árið 1362 og 1727.vísir/garðarFerli sem gæti tekið vikur, mánuði eða jafnvel mörg ár Mjög skammur tími getur liðið, eða aðeins um tuttugu mínútur, frá því að hlaup hefst undan jöklinum, og þar til það nær byggð. Um helgina og í dag hefur verið unnið að viðbragðsáætlun ef gýs með tilheyrandi flóðahættu en fyrir liggur nýlegt hættumat fyrir svæðið og verður rýmingaráætlunin byggð á því. „Þetta gæti verið langt ferli, það getur líka hætt og sofnað. Svo gæti þetta verið vikur, mánuðir, ár jafnvel. Eyjafjallajökull tók sextán ár frá því hann fór fyrst að láta á sér kræla og þar til hann gaus. Tíminn verður að leiða þetta í ljós. Aðalatriðið er að vera viðbúinn því að þetta geti gerst og öll plön séu í lagi,“ sagði Magnús Tumi. Að sögn Víðis eru um 2000 manns á svæðinu yfir daginn og á kvöldin á þessum árstíma og 800 manns á nóttunni en 120 manns eru skráðir heimilis á svæðinu. Mikið er hins vegar um erlenda ferðamenn og margfaldast þessi fjöldi yfir sumartímann.Öskufallið tugir sentímetra Undirbúningur almannavarna miðast við verstu sviðsmyndina, gos í líkingu við það sem varð árið 1362, eins og áður segir. „Það var gríðarlega öflugt gos og sennilega með stærri gosum á sögulegum tíma. Því fylgdu gríðarlega aurflóð niður hlíðarnar og svo ofboðslegt öskufall og miklu meira en það sem við höfum séð,“ segir Víðir og bendir á gosið í Eyjafjallajökli 2010 og í Grímsvötnum 2011 til að setja hlutina í samhengi. „Ég veit ekki hvað margir muna eftir myndum sem sýndi skyggni á Kirkjubæjarklaustri í Grímsvatnagosinu 2011 þar sem menn sáu varla handa sinna skil. Öskufallið þá var einn sentímeter en við erum að tala um tugi sentímetra í Öræfunum,“ segir Víðir. Halda átti íbúafund í Öræfum annað kvöld en honum hefur verið frestað vegna slæmrar veðurspár. Verður ákveðið á morgun hvenær fundurinn verður. Regína Hreinsdóttir, þjóðgarðsvörður í Vatnajökulsþjóðgarði, segir íbúa á svæðinu halda ró sinni. Starfsfólk þjóðgarðsins sé viðbúið ef eitthvað frekar fer að gerast í fjallinu. „Það er náttúrulega mikil saga sem þetta fjall ber þannig að maður tekur það alveg alvarlega þegar það fer að ræskja sig,“ sagði Regína í samtali við Jóhann K. Jóhannsson í fréttum Stöðvar 2. Tengdar fréttir Öræfajökull að vakna aftur til lífs: „Verðum að fylgjast vel með“ Magnús Tumi fór yfir helstu tíðindi af Öræfajökli. 20. nóvember 2017 11:23 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sjá meira
Víðir Reynisson, verkefnastjóri almannavarna á Suðurlandi, segir jarðhræringar í Öræfajökli síðustu daga sýna að líf sé að færast í þetta næst stærsta virka eldfjall Evrópu. Hann segir verstu sviðsmyndina vera stórgos eins og varð í jöklinum árið 1362 en í umfjöllun um Öræfajökul á Stjörnufræðivefnum segir meðal annars frá því að byggðin næst jöklinum, Litla-Hérað, eyddist í því gosi. Víðir ræddi um stöðuna varðandi Öræfajökul í Reykjavík síðdegis í dag. „Það er enn óvissustig í gildi. Við erum að reyna að skilja betur hvað er að gerast, það er þessi skjálftavirkni hefur verið dálítið undanfarið, svo þessi lykt [innsk. blm. brennisteinslykt við Kvíá sem rennur úr jöklinum], aukið rennsli í Kvíá og svo sigketillinn. Þetta allt sýnir okkur að það er líf að færast í þennan risa sem er búinn að sofa í á þriðja hundrað ár,“ segir Víðir en Öræfajökull gaus seinast árið 1727, og var það þá í annað skiptið sem eldgos varð í jöklinum síðan land byggðist.Allt kerfið sett upp á tærnar Víðir segir að það hafi þótt full ástæða til að setja á óvissustig en það þýði í raun það að verið sé að auka samráð milli aðila, auka eftirlit og „setja allt kerfið upp á tærnar,“ eins og hann orðar það. Það hefur því verið fundað stíft hjá Almannavörnum í dag auk þess sem vísindamenn reyna nú að komast að því hvað olli því að sigketillinn myndaðist í miðri öskju jökulsins. Meðal annars er verið að vinna úr sýnum sem tekin voru úr jöklinum um helgina. „Jarðefnafræðingar eru að vinna í því og það eru ekki komnar niðurstöður,“ sagði Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur, í samtali við Þórhildi Þorkelsdóttur í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hann kvaðst aðspurður vonast til þess að þær komi á morgun.“ „Þetta er dálítið flókið ferli og ýmislegt sem þarf að gera til þess að reyna að ná sem áreiðanlegustum niðurstöðum sem gefa eins áreiðanlegar vísbendingar og hægt er að fá.“Öræfajökull hefur gosið tvisvar síðan land byggðist, árið 1362 og 1727.vísir/garðarFerli sem gæti tekið vikur, mánuði eða jafnvel mörg ár Mjög skammur tími getur liðið, eða aðeins um tuttugu mínútur, frá því að hlaup hefst undan jöklinum, og þar til það nær byggð. Um helgina og í dag hefur verið unnið að viðbragðsáætlun ef gýs með tilheyrandi flóðahættu en fyrir liggur nýlegt hættumat fyrir svæðið og verður rýmingaráætlunin byggð á því. „Þetta gæti verið langt ferli, það getur líka hætt og sofnað. Svo gæti þetta verið vikur, mánuðir, ár jafnvel. Eyjafjallajökull tók sextán ár frá því hann fór fyrst að láta á sér kræla og þar til hann gaus. Tíminn verður að leiða þetta í ljós. Aðalatriðið er að vera viðbúinn því að þetta geti gerst og öll plön séu í lagi,“ sagði Magnús Tumi. Að sögn Víðis eru um 2000 manns á svæðinu yfir daginn og á kvöldin á þessum árstíma og 800 manns á nóttunni en 120 manns eru skráðir heimilis á svæðinu. Mikið er hins vegar um erlenda ferðamenn og margfaldast þessi fjöldi yfir sumartímann.Öskufallið tugir sentímetra Undirbúningur almannavarna miðast við verstu sviðsmyndina, gos í líkingu við það sem varð árið 1362, eins og áður segir. „Það var gríðarlega öflugt gos og sennilega með stærri gosum á sögulegum tíma. Því fylgdu gríðarlega aurflóð niður hlíðarnar og svo ofboðslegt öskufall og miklu meira en það sem við höfum séð,“ segir Víðir og bendir á gosið í Eyjafjallajökli 2010 og í Grímsvötnum 2011 til að setja hlutina í samhengi. „Ég veit ekki hvað margir muna eftir myndum sem sýndi skyggni á Kirkjubæjarklaustri í Grímsvatnagosinu 2011 þar sem menn sáu varla handa sinna skil. Öskufallið þá var einn sentímeter en við erum að tala um tugi sentímetra í Öræfunum,“ segir Víðir. Halda átti íbúafund í Öræfum annað kvöld en honum hefur verið frestað vegna slæmrar veðurspár. Verður ákveðið á morgun hvenær fundurinn verður. Regína Hreinsdóttir, þjóðgarðsvörður í Vatnajökulsþjóðgarði, segir íbúa á svæðinu halda ró sinni. Starfsfólk þjóðgarðsins sé viðbúið ef eitthvað frekar fer að gerast í fjallinu. „Það er náttúrulega mikil saga sem þetta fjall ber þannig að maður tekur það alveg alvarlega þegar það fer að ræskja sig,“ sagði Regína í samtali við Jóhann K. Jóhannsson í fréttum Stöðvar 2.
Tengdar fréttir Öræfajökull að vakna aftur til lífs: „Verðum að fylgjast vel með“ Magnús Tumi fór yfir helstu tíðindi af Öræfajökli. 20. nóvember 2017 11:23 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sjá meira
Öræfajökull að vakna aftur til lífs: „Verðum að fylgjast vel með“ Magnús Tumi fór yfir helstu tíðindi af Öræfajökli. 20. nóvember 2017 11:23