Orkuveitan kaupir aftur skemmdar höfuðstöðvar Kjartan Kjartansson skrifar 20. nóvember 2017 18:18 Vesturhúsið með rakaskemmdunum er vinstra megin við glerhýsið á myndinni. Vísir/Vilhelm Gengið hefur verið frá kaupum Orkuveitu Reykjavíkur á höfuðstöðvum sínum við Bæjarháls af fasteignafélaginu Fossi. Foss keypti húsin árið 2013 og hefur Orkuveitan leigt þau síðan. Með í kaupunum er vesturhús höfuðstöðvanna sem er stórskemmt af völdum raka. Í tilkynningu frá Orkuveitu Reykjavíkur kemur fram að fyrirtækið og eigendur húsanna hafi saman leitað bestu lausna eftir að skemmdirnar komu í ljós. Vesturhúsið hafi staðið autt um nokkurra mánaða skeið. Það hafi verið OR sem óskaði eftir viðræðum við Foss um lausn á vandanum. Niðurstaða viðræðna varð sú að OR kaupir allt hlutafé fasteignafélagsins á 1,4 milljarða króna og tekur yfir lán sem á félaginu hvíla sem nema 4,1 milljarði. OR hyggst endurfjármagna þau með útgáfu skuldabréfa. Gert var ráð fyrir útgjöldum vegna þessa í fjárhagsáætlun OR sem var samþykkt í stjórn 20. Október. „OR mun eftir sem áður standa vörð um hagsmuni fyrirtækisins gagnvart þeim sem að húsbyggingunni komu með tilliti til hugsanlegra bóta,” segir í tilkynningunni. Nokkrir lífeyrissjóðir og fjárfestingarsjóðir stofnuðu Foss á sínum tíma. OR seldi húsin til félagsins fyrir 5,1 milljarð króna árið 2013 í tengslum við Planið, áætlun um að leysa úr vanda fyrirtækisins. Á þeim tíma þurfti OR að greiða tugi milljarða króna af lánum og skorti lausafé. Í tilkynningunni segir að söluandvirðið hafi verið lagt í varasjóð á sínum tíma. Vaxtatekjur OR af því sé rúmlega 330 milljónum umfram leigugreiðslurnar til Foss. Tengdar fréttir Tjón vegna rakaskemmda í höfuðstöðvum Orkuveitunnar nemur milljörðum króna Vesturhúsið er illa farið af rakaskemmdum og mjög dýrt að gera við það. 25. ágúst 2017 15:45 Orkuveitan greiðir milljónir á mánuði í leigu á auðu rými Orkuveita Reykjavíkur greiðir um 3,4 milljónir króna á mánuði í leigu fyrir þá fermetra sem standa nú auðir og ónotaðir vegna rakaskemmda í vesturhúsi höfuðstöðva fyrirtækisins. 9. október 2017 06:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Gengið hefur verið frá kaupum Orkuveitu Reykjavíkur á höfuðstöðvum sínum við Bæjarháls af fasteignafélaginu Fossi. Foss keypti húsin árið 2013 og hefur Orkuveitan leigt þau síðan. Með í kaupunum er vesturhús höfuðstöðvanna sem er stórskemmt af völdum raka. Í tilkynningu frá Orkuveitu Reykjavíkur kemur fram að fyrirtækið og eigendur húsanna hafi saman leitað bestu lausna eftir að skemmdirnar komu í ljós. Vesturhúsið hafi staðið autt um nokkurra mánaða skeið. Það hafi verið OR sem óskaði eftir viðræðum við Foss um lausn á vandanum. Niðurstaða viðræðna varð sú að OR kaupir allt hlutafé fasteignafélagsins á 1,4 milljarða króna og tekur yfir lán sem á félaginu hvíla sem nema 4,1 milljarði. OR hyggst endurfjármagna þau með útgáfu skuldabréfa. Gert var ráð fyrir útgjöldum vegna þessa í fjárhagsáætlun OR sem var samþykkt í stjórn 20. Október. „OR mun eftir sem áður standa vörð um hagsmuni fyrirtækisins gagnvart þeim sem að húsbyggingunni komu með tilliti til hugsanlegra bóta,” segir í tilkynningunni. Nokkrir lífeyrissjóðir og fjárfestingarsjóðir stofnuðu Foss á sínum tíma. OR seldi húsin til félagsins fyrir 5,1 milljarð króna árið 2013 í tengslum við Planið, áætlun um að leysa úr vanda fyrirtækisins. Á þeim tíma þurfti OR að greiða tugi milljarða króna af lánum og skorti lausafé. Í tilkynningunni segir að söluandvirðið hafi verið lagt í varasjóð á sínum tíma. Vaxtatekjur OR af því sé rúmlega 330 milljónum umfram leigugreiðslurnar til Foss.
Tengdar fréttir Tjón vegna rakaskemmda í höfuðstöðvum Orkuveitunnar nemur milljörðum króna Vesturhúsið er illa farið af rakaskemmdum og mjög dýrt að gera við það. 25. ágúst 2017 15:45 Orkuveitan greiðir milljónir á mánuði í leigu á auðu rými Orkuveita Reykjavíkur greiðir um 3,4 milljónir króna á mánuði í leigu fyrir þá fermetra sem standa nú auðir og ónotaðir vegna rakaskemmda í vesturhúsi höfuðstöðva fyrirtækisins. 9. október 2017 06:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Tjón vegna rakaskemmda í höfuðstöðvum Orkuveitunnar nemur milljörðum króna Vesturhúsið er illa farið af rakaskemmdum og mjög dýrt að gera við það. 25. ágúst 2017 15:45
Orkuveitan greiðir milljónir á mánuði í leigu á auðu rými Orkuveita Reykjavíkur greiðir um 3,4 milljónir króna á mánuði í leigu fyrir þá fermetra sem standa nú auðir og ónotaðir vegna rakaskemmda í vesturhúsi höfuðstöðva fyrirtækisins. 9. október 2017 06:00