Tækifæri felist í styttingu grunnskólanáms Daníel Freyr Birkisson skrifar 20. nóvember 2017 13:32 Samtök atvinnulífsins telja að verðmæti geti falist í því að stytta grunnskólanám Vísir/Vilhelm Samtök atvinnulífsins segja að það kunni að felast ákveðin tækifæri í því að stytta grunnskólanám um eitt ár. SA bendir á að gæðum hafi hrakað í skólastarfi. Það megi sjá á árangri íslenskra nemenda í PISA prófunum, en árangur hefur versnað í þeim undanfarin ár, einkum í stærðfræði og lestri. Til viðbótar standa íslenskir grunnskólar frammi fyrir fyrirsjáanlegum skorti á kennurum, auk þess sem töluvert ójafnvægi er á milli kyns og fræðilegs bakgrunns þeirra sem nýlega eru útskrifaðir. Íslenskir nemendur fá að jafnaði færri skóladaga á ársgrundvelli heldur en nágrannaþjóðir okkar á Norðurlöndunum. Í heildina litið jafnast þetta út og dagarnir eru um það bil jafn margir undir lok náms, þar sem að náminu hér á landi er lokið á lengri tíma. Efnahags- og framfarastofnunin OECD bendir á að misjafnt sé hversu margar klukkustundur fari í grunnskólanám hjá ríkjum en segir um leið að fjöldi kennslustunda skipti ekki höfuðmáli. Gæði náms og nýting á tíma séu það sem líta þurfi til. Það er mat SA að tími sé kominn á að skoða styttingu grunnskólanáms af alvöru, en samtökin lögðu þessa hugmynd einnig til árið 2002, samhliða tillögu um styttingu framhaldsskóla sem nú er komin í gegn.Fræjum styttingar sáð Með því að færa rafræn könnunarpróf úr 10. bekk niður í 9. bekk segir SA að búið sé að sá fræjum styttingar. Þessi breyting var gerð á kjörtímabilinu 2013-2016 með breytingu á aðalnámskrá grunnskólanna. Þar segir að ekkert sé því til fyrirstöðu að nemandi í 9. bekk geti innritast í framhaldsskóla sé hann búinn að ná góðum tökum á efni 10. bekkjar. Aukning hefur orðið á milli ára í þessum efnum, þar sem nemendur úr 9. bekk sleppa 10. bekk og innrita sig beint í framhaldsskóla í meira mæli. Stytting myndi milda áhrif kennaraskorts, enda kalla færri nemendur á færri kennara. Auk þess mætti gera ráð fyrir auknu fjármagni, að því gefnu að fjárframlög til grunnskóla yrðu ekki lækkuð. Hækkunin, samkvæmt SA, myndi nema tæplega 184 þúsund krónum á hvern nemanda og væri auðvelt að nýta slíkt til þess að bæta gæði náms og skólastarfs. Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Viðskipti innlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Sjá meira
Samtök atvinnulífsins segja að það kunni að felast ákveðin tækifæri í því að stytta grunnskólanám um eitt ár. SA bendir á að gæðum hafi hrakað í skólastarfi. Það megi sjá á árangri íslenskra nemenda í PISA prófunum, en árangur hefur versnað í þeim undanfarin ár, einkum í stærðfræði og lestri. Til viðbótar standa íslenskir grunnskólar frammi fyrir fyrirsjáanlegum skorti á kennurum, auk þess sem töluvert ójafnvægi er á milli kyns og fræðilegs bakgrunns þeirra sem nýlega eru útskrifaðir. Íslenskir nemendur fá að jafnaði færri skóladaga á ársgrundvelli heldur en nágrannaþjóðir okkar á Norðurlöndunum. Í heildina litið jafnast þetta út og dagarnir eru um það bil jafn margir undir lok náms, þar sem að náminu hér á landi er lokið á lengri tíma. Efnahags- og framfarastofnunin OECD bendir á að misjafnt sé hversu margar klukkustundur fari í grunnskólanám hjá ríkjum en segir um leið að fjöldi kennslustunda skipti ekki höfuðmáli. Gæði náms og nýting á tíma séu það sem líta þurfi til. Það er mat SA að tími sé kominn á að skoða styttingu grunnskólanáms af alvöru, en samtökin lögðu þessa hugmynd einnig til árið 2002, samhliða tillögu um styttingu framhaldsskóla sem nú er komin í gegn.Fræjum styttingar sáð Með því að færa rafræn könnunarpróf úr 10. bekk niður í 9. bekk segir SA að búið sé að sá fræjum styttingar. Þessi breyting var gerð á kjörtímabilinu 2013-2016 með breytingu á aðalnámskrá grunnskólanna. Þar segir að ekkert sé því til fyrirstöðu að nemandi í 9. bekk geti innritast í framhaldsskóla sé hann búinn að ná góðum tökum á efni 10. bekkjar. Aukning hefur orðið á milli ára í þessum efnum, þar sem nemendur úr 9. bekk sleppa 10. bekk og innrita sig beint í framhaldsskóla í meira mæli. Stytting myndi milda áhrif kennaraskorts, enda kalla færri nemendur á færri kennara. Auk þess mætti gera ráð fyrir auknu fjármagni, að því gefnu að fjárframlög til grunnskóla yrðu ekki lækkuð. Hækkunin, samkvæmt SA, myndi nema tæplega 184 þúsund krónum á hvern nemanda og væri auðvelt að nýta slíkt til þess að bæta gæði náms og skólastarfs.
Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Viðskipti innlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Sjá meira