Umfjöllun, viðtöl og myndir: Þór Þorl. - Valur 78-68 | Þristaregn í Þorlákshöfn Sindri Freyr Ágústsson skrifar 20. nóvember 2017 22:00 Halldór Garðar Hermannsson í leiknum í kvöld Vísir/Andri Marinó Það var lítið skorað í Þorlákshöfn í kvöld þegar Þór tók á móti Val, en heimamenn náðu þó að skora meira. Bæði lið áttu erfitt með að hitta allan leikinn og klúðru margir opnum auðveldum skotum. Valsarar byrju leikinn betur og leiddu eftir fyrsta leikhluta með fimm stigum 20-15. Heimamenn náðu síðan að taka yfirhöndina og náðu að halda út þrátt fyrir að Valsarar bönkuðu oft á dyrnar en 78-68 sigur heimamanna var staðreyndin.Afhverju vann Þór? Heimamenn voru baráttuglaðir í kvöld og sýndu þeir það aðalega í varnarleiknum. Þeir gerðu allt sem þeir gátu til að stöðva gestina og það tókst vel hjá þeim, enduðu að fá bara 68 stig á sig sem er virkilega gott. Frábær innkoma af bekknum frá Davíð Arnari reyndist mikilvæg fyrir þá. Hann setti þrjá þrista í röð seint í þriðja leikhluta þegar mest reyndi á. Það myndast alltaf gríðarleg stemmning bæði í stúkuni og í liðinu þegar kóngurinn hittir vel! Þórsarar héldu boltanum virkilega vel og töpuðu aðeins fjórum boltum sem reyndist þeim mjög mikilvægt.Hverjir stóðu upp úr? Hjá heimamönnum átti nýjasti lekimaður þeirra fínan leik en DJ Balentine endaði með 23 stig og var að búa til fullt af færum fyrir liðsfélaga sína. Góð frammistaða hjá honum og það verður spennandi að fylgjast með því hvort að hann geti fylgt þessu eftir. Ólafur Helgi (15 stig og 10 fráköst), Davíð Arnar (14 stig) og Emil Karel (14 stig) áttu allir líka mjög fínan leik. Hjá gestunum voru það þeir Austin Bracey og Urald King sem enduðu atkvæða mestir fyrir þá. Austin Bracey endaði með 23 stig eftir frábæran seinni hálfleik. Urald King náði að koma 21 stigi á töfluna og hirti 16 fráköst. Alvöru trölla tvenna hjá honum en hún dugði ekki til sigurs í þetta skiptið.Hvað gerist næst? Þórsarar fara í langt ferðalag í næstu umferð þegar þeir heimsækja Hött á Egilsstöðum, það verður áhugaverður leikur því bæði lið í botnbaráttu eins og staðan er núna. Valsarar mæta hinu Þórs liði deildarinnar í næstu umferð þegar Þór Akureyri mætir í Valshöllin og það verður gaman að sjá hvort nýliðanir komast aftur á sigurbraut.Þór Þ.-Valur 78-68 (15-20, 22-9, 18-21, 23-18) Þór Þ.: DJ Balentine II 23, Ólafur Helgi Jónsson 15/10 fráköst, Davíð Arnar Ágústsson 14, Emil Karel Einarsson 14/6 fráköst, Adam Eiður Ásgeirsson 5, Jesse Pellot-Rosa 3/4 fráköst, Óli Ragnar Alexandersson 2/4 fráköst, Halldór Garðar Hermannsson 2/9 fráköst/6 stoðsendingar, Magnús Breki Þórðason 0, Þorsteinn Már Ragnarsson 0, Styrmir Snær Þrastarson 0, Benedikt Þorvaldur G. Hjarðar 0.Valur: Austin Magnus Bracey 23/4 fráköst, Urald King 21/16 fráköst, Sigurður Dagur Sturluson 8/7 fráköst, Benedikt Blöndal 5, Birgir Björn Pétursson 4/5 fráköst, Illugi Steingrímsson 3/6 fráköst, Gunnar Ingi Harðarson 2/4 fráköst, Oddur Birnir Pétursson 2, Elías Kristjánsson 0, Bergur Ástráðsson 0, Gunnar Andri Viðarsson 0, Sigurður Páll Stefánsson 0. Andri Marínó Karlsson, ljósmyndari Vísis, var í Þorlákshöfn í kvöld og tók myndirnar í fréttinni. vísir/andri marínóEmil: Búið að vera erfitt hjá okkur Emil Karel, fyrirliði Þórs var glaður eftir sigurinn í kvöld. „Ég er mjög sáttur, þetta er virkilega góð tilfinning að vinna loksins aftur. Þetta er búið að vera erfitt hjá okkur að ná að sigra en það tókst í kvöld.“ „Hugarfarið var lykillinn að sigrinum í kvöld. Við tókum okkur til um helgina, hugsuðum okkar gang og tókum gott spjall. Við ákvöðum þar að gera bara betur og mér fannst bara allir standa sig frábærlega í kvöld,“ sagði Emil um hvað var það sem var mikilvægast í leik þeirra í kvöld.vísir/andri marínóÁgúst: Þeir eru með gott lið Ágúst Björgvinsson, þjálfari Vals vissi alveg fyrir leik að þetta yrði erfiður leikur. „Við vissum alveg að Þórsara myndu koma brjálaðir inn í þennan leik enda komnir með bakið upp við vegg og ekki byrjað tímabilið vel. Þeir eru með gott lið, þeir sýndu það í fyrra og við mættum bara liði sem var grimmara en við í kvöld.“ „Við þurfum að spila næsta leik eins og við spiluðum í byrjun seinni hálfleiks, þar sýndum við okkar rétta andlit,“ sagði Ágúst um hvað þeir þurftu að gera í næst leik til að sigra hann.vísir/andri marínóEinar Árni: Kóngurinn stóð vaktina fyrir okkur Einar Árni, þjálfari Þórs var virkilega sáttur eftir leikinn. „Það er ekki annað hægt enn að vera sáttur. Nálguninn á þennan leik var einföld á því leytinu til að við ætluðum bara að mæta með allt annað hugarfar og vildum sjá meiri vinnusemi frá síðasta leik. Tíu stiga sigur eða einhvað annað það skiptir ekki máli við vildum bara sigur.“ „Það sem var vesen hjá okkur í kvöld var að við vorum að missa opin þriggja stiga skot en þau munu koma ég er alveg viss um það. Kóngurinn (Davíð Arnar Ágústsson) stóð vaktina fyrir okkur fyrir utan, aðrir leikmenn voru ekki að hitta mjög vel,“ sagði Einar Árni um hittnina hjá hans mönnum í kvöld. Dominos-deild karla
Það var lítið skorað í Þorlákshöfn í kvöld þegar Þór tók á móti Val, en heimamenn náðu þó að skora meira. Bæði lið áttu erfitt með að hitta allan leikinn og klúðru margir opnum auðveldum skotum. Valsarar byrju leikinn betur og leiddu eftir fyrsta leikhluta með fimm stigum 20-15. Heimamenn náðu síðan að taka yfirhöndina og náðu að halda út þrátt fyrir að Valsarar bönkuðu oft á dyrnar en 78-68 sigur heimamanna var staðreyndin.Afhverju vann Þór? Heimamenn voru baráttuglaðir í kvöld og sýndu þeir það aðalega í varnarleiknum. Þeir gerðu allt sem þeir gátu til að stöðva gestina og það tókst vel hjá þeim, enduðu að fá bara 68 stig á sig sem er virkilega gott. Frábær innkoma af bekknum frá Davíð Arnari reyndist mikilvæg fyrir þá. Hann setti þrjá þrista í röð seint í þriðja leikhluta þegar mest reyndi á. Það myndast alltaf gríðarleg stemmning bæði í stúkuni og í liðinu þegar kóngurinn hittir vel! Þórsarar héldu boltanum virkilega vel og töpuðu aðeins fjórum boltum sem reyndist þeim mjög mikilvægt.Hverjir stóðu upp úr? Hjá heimamönnum átti nýjasti lekimaður þeirra fínan leik en DJ Balentine endaði með 23 stig og var að búa til fullt af færum fyrir liðsfélaga sína. Góð frammistaða hjá honum og það verður spennandi að fylgjast með því hvort að hann geti fylgt þessu eftir. Ólafur Helgi (15 stig og 10 fráköst), Davíð Arnar (14 stig) og Emil Karel (14 stig) áttu allir líka mjög fínan leik. Hjá gestunum voru það þeir Austin Bracey og Urald King sem enduðu atkvæða mestir fyrir þá. Austin Bracey endaði með 23 stig eftir frábæran seinni hálfleik. Urald King náði að koma 21 stigi á töfluna og hirti 16 fráköst. Alvöru trölla tvenna hjá honum en hún dugði ekki til sigurs í þetta skiptið.Hvað gerist næst? Þórsarar fara í langt ferðalag í næstu umferð þegar þeir heimsækja Hött á Egilsstöðum, það verður áhugaverður leikur því bæði lið í botnbaráttu eins og staðan er núna. Valsarar mæta hinu Þórs liði deildarinnar í næstu umferð þegar Þór Akureyri mætir í Valshöllin og það verður gaman að sjá hvort nýliðanir komast aftur á sigurbraut.Þór Þ.-Valur 78-68 (15-20, 22-9, 18-21, 23-18) Þór Þ.: DJ Balentine II 23, Ólafur Helgi Jónsson 15/10 fráköst, Davíð Arnar Ágústsson 14, Emil Karel Einarsson 14/6 fráköst, Adam Eiður Ásgeirsson 5, Jesse Pellot-Rosa 3/4 fráköst, Óli Ragnar Alexandersson 2/4 fráköst, Halldór Garðar Hermannsson 2/9 fráköst/6 stoðsendingar, Magnús Breki Þórðason 0, Þorsteinn Már Ragnarsson 0, Styrmir Snær Þrastarson 0, Benedikt Þorvaldur G. Hjarðar 0.Valur: Austin Magnus Bracey 23/4 fráköst, Urald King 21/16 fráköst, Sigurður Dagur Sturluson 8/7 fráköst, Benedikt Blöndal 5, Birgir Björn Pétursson 4/5 fráköst, Illugi Steingrímsson 3/6 fráköst, Gunnar Ingi Harðarson 2/4 fráköst, Oddur Birnir Pétursson 2, Elías Kristjánsson 0, Bergur Ástráðsson 0, Gunnar Andri Viðarsson 0, Sigurður Páll Stefánsson 0. Andri Marínó Karlsson, ljósmyndari Vísis, var í Þorlákshöfn í kvöld og tók myndirnar í fréttinni. vísir/andri marínóEmil: Búið að vera erfitt hjá okkur Emil Karel, fyrirliði Þórs var glaður eftir sigurinn í kvöld. „Ég er mjög sáttur, þetta er virkilega góð tilfinning að vinna loksins aftur. Þetta er búið að vera erfitt hjá okkur að ná að sigra en það tókst í kvöld.“ „Hugarfarið var lykillinn að sigrinum í kvöld. Við tókum okkur til um helgina, hugsuðum okkar gang og tókum gott spjall. Við ákvöðum þar að gera bara betur og mér fannst bara allir standa sig frábærlega í kvöld,“ sagði Emil um hvað var það sem var mikilvægast í leik þeirra í kvöld.vísir/andri marínóÁgúst: Þeir eru með gott lið Ágúst Björgvinsson, þjálfari Vals vissi alveg fyrir leik að þetta yrði erfiður leikur. „Við vissum alveg að Þórsara myndu koma brjálaðir inn í þennan leik enda komnir með bakið upp við vegg og ekki byrjað tímabilið vel. Þeir eru með gott lið, þeir sýndu það í fyrra og við mættum bara liði sem var grimmara en við í kvöld.“ „Við þurfum að spila næsta leik eins og við spiluðum í byrjun seinni hálfleiks, þar sýndum við okkar rétta andlit,“ sagði Ágúst um hvað þeir þurftu að gera í næst leik til að sigra hann.vísir/andri marínóEinar Árni: Kóngurinn stóð vaktina fyrir okkur Einar Árni, þjálfari Þórs var virkilega sáttur eftir leikinn. „Það er ekki annað hægt enn að vera sáttur. Nálguninn á þennan leik var einföld á því leytinu til að við ætluðum bara að mæta með allt annað hugarfar og vildum sjá meiri vinnusemi frá síðasta leik. Tíu stiga sigur eða einhvað annað það skiptir ekki máli við vildum bara sigur.“ „Það sem var vesen hjá okkur í kvöld var að við vorum að missa opin þriggja stiga skot en þau munu koma ég er alveg viss um það. Kóngurinn (Davíð Arnar Ágústsson) stóð vaktina fyrir okkur fyrir utan, aðrir leikmenn voru ekki að hitta mjög vel,“ sagði Einar Árni um hittnina hjá hans mönnum í kvöld.