Morrissey tekur til varna fyrir Spacey og Weinstein Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 20. nóvember 2017 12:17 Breski tónlistarmaðurinn Morrissey segir að skilgreiningar á áreitni og kynferðisofbeldi séu orðnar of víðar. Breski tónlistarmaðurinn Morrissey segir að skilgreiningar á áreitni og kynferðisofbeldi séu orðnar of víðar. Hann segir að ásakanir á hendur leikaranum Kevin Spacey séu óverðskuldaðar og að það sé „fáránlegt“ að Spacey hafi verið klipptur út úr óútkominni kvikmynd. „Allir sem hafa nokkurn tímann sagt „ég fíla þig“ eru allt í einu kærðir fyrir kynferðislega áreitni,“ sagði Morrissey í viðtali við þýska dagblaðið Der Spiegel. Morrissey, sem gerði garðinn frægan með hljómsveitinni The Smiths, hóf viðtalið á því að segja að honum fyndist nauðganir ógeðslegar og að allar líkamlegar árásir væru viðbjóður. „Ég hata nauðgun, en í mörgum tilfellum lítur maður á aðstæðum og hugsar að sá sem er talinn vera þolandi hafi bara orðið fyrir vonbrigðum,“ sagði Morrissey. Alltaf meðvitaður um aðstæður Hann tók sem dæmi ásakanir leikarans Anthony Rapp, sem segir að Kevin Spacey hafi áreitt hann í partýi þegar Rapp var 14 ára gamall. Rapp sagði í samtali við Buzzfeed Rapp sagði að Spacey, sem þá var 26 ára gamall, hefði lagst ofan á hann í partýi í íbúð Spacey árið 1986 og að hann hafi reynt að draga hann á tálar. Morrissey segir að saga Rapp sé ekki trúverðugleg. „Ég veit ekki með þig, en ég var aldrei í svona aðstæðum í minni æsku,“ segir hann. „Aldrei. Ég var alltaf meðvitaður um hvað gæti gerst. Þegar þú ert inni í svefnherbergi einhvers þá hlýtur þú að vera meðvitaður um hvað gæti gerst.“ Efast um frásagnir fimmtíu kvenna Morrissey sagðist einnig efast um sögur þeirra tuga kvenna sem hafa sakað kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein um kynferðisofbeldi. „Fólk veit nákvæmlega hvað er í gangi,“ sagði Morrissey aðspurður um að Weinstein hafi boðið leikkonum upp á hótelherbergi. „Þær spila með“ „Eftir á líður þeim vandræðalega eða skammast sín. Þá snúa þær þessu við og segja „Ég varð fyrir árás, ég var hissa. En ef allt fór vel og ef þetta hefði bætt feril þeirra hefðu þær aldrei sagt neitt,“ segir Morrissey. Minnst 50 konur hafa sakað Weinstein um kynferðislega áreitni, kynferðisofbeldi, nauðgun og misnotkun. Atvikin áttu sér stað á fjörutíu ára tímabili. Morrissey bætti við að margir frægir tónlistarmenn hefðu sofið hjá aðdáendum sem væru undir samræðisaldri. „Í gegnum sögu tónlistar og rokksins hafa verið tónlistarmenn sem sváfu með grúppíum,“ sagði hann en tók fram að hann væri ekki einn af þeim. „Ef þú lítur yfir söguna þá eru nær allir sekir um að sofa hjá fólki undir lögaldri. Af hverju ætti ekki að henda öllum í fangelsi strax?“ MeToo Mál Harvey Weinstein Mál Kevin Spacey Bandaríkin Bretland Tengdar fréttir Ridley Scott lætur Kevin Spacey fjúka Breski kvikmyndaleikstjórinn Ridley Scott ætlar að skipta bandaríska leikaranum Kevin Spacey út fyrir annan leikara í nýjustu kvikmynd sinni, All the Money in the World, en aðeins er rúmur mánuður í að myndin verði frumsýnd. 9. nóvember 2017 09:05 Sigurjón: „Þeir eiga ekki séns í bransanum lengur“ Kvikmyndaframleiðandinn Sigurjón Sighvatsson segir Kevin Spacey og Harvey Weinstein eigi ekki afturkvæmt í Hollywood eftir þær ásakanir sem settar hafa verið fram á hendur þeim. 17. nóvember 2017 11:38 Weinstein útbjó leynilista til að koma í veg fyrir ásakanir Breska dagblaðið The Observer hefur komist yfir leynilegan lista Harwey Weinstein sem hann setti saman til þess að átta sig á því hverjir vissu um ásakanir um kynferðislega áreitni eða ofbeldi af hans hálfu. 18. nóvember 2017 23:46 585 sænskar leikkonur stíga fram: „Við þegjum ekki lengur“ 585 sænskar leikkonur hafa skrifað opið bréf þar sem þær lýsa reynslu sinni af kynferðislegu ofbeldi og áreitni af hálfu yfirmanna sinna og kollega. 10. nóvember 2017 15:10 Tuttugu starfsmenn Old Vic saka Spacey um ósæmilega hegðun Yfirmönnum Old Vic leikhússins í London hafa borist tuttugu vitnisburðir vegna ósæmilegrar hegðunar af hálfu Kevin Spacey er hann starfaði sem listrænn stjórnandi leikhússins. 16. nóvember 2017 13:00 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Fleiri fréttir Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Sjá meira
Breski tónlistarmaðurinn Morrissey segir að skilgreiningar á áreitni og kynferðisofbeldi séu orðnar of víðar. Hann segir að ásakanir á hendur leikaranum Kevin Spacey séu óverðskuldaðar og að það sé „fáránlegt“ að Spacey hafi verið klipptur út úr óútkominni kvikmynd. „Allir sem hafa nokkurn tímann sagt „ég fíla þig“ eru allt í einu kærðir fyrir kynferðislega áreitni,“ sagði Morrissey í viðtali við þýska dagblaðið Der Spiegel. Morrissey, sem gerði garðinn frægan með hljómsveitinni The Smiths, hóf viðtalið á því að segja að honum fyndist nauðganir ógeðslegar og að allar líkamlegar árásir væru viðbjóður. „Ég hata nauðgun, en í mörgum tilfellum lítur maður á aðstæðum og hugsar að sá sem er talinn vera þolandi hafi bara orðið fyrir vonbrigðum,“ sagði Morrissey. Alltaf meðvitaður um aðstæður Hann tók sem dæmi ásakanir leikarans Anthony Rapp, sem segir að Kevin Spacey hafi áreitt hann í partýi þegar Rapp var 14 ára gamall. Rapp sagði í samtali við Buzzfeed Rapp sagði að Spacey, sem þá var 26 ára gamall, hefði lagst ofan á hann í partýi í íbúð Spacey árið 1986 og að hann hafi reynt að draga hann á tálar. Morrissey segir að saga Rapp sé ekki trúverðugleg. „Ég veit ekki með þig, en ég var aldrei í svona aðstæðum í minni æsku,“ segir hann. „Aldrei. Ég var alltaf meðvitaður um hvað gæti gerst. Þegar þú ert inni í svefnherbergi einhvers þá hlýtur þú að vera meðvitaður um hvað gæti gerst.“ Efast um frásagnir fimmtíu kvenna Morrissey sagðist einnig efast um sögur þeirra tuga kvenna sem hafa sakað kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein um kynferðisofbeldi. „Fólk veit nákvæmlega hvað er í gangi,“ sagði Morrissey aðspurður um að Weinstein hafi boðið leikkonum upp á hótelherbergi. „Þær spila með“ „Eftir á líður þeim vandræðalega eða skammast sín. Þá snúa þær þessu við og segja „Ég varð fyrir árás, ég var hissa. En ef allt fór vel og ef þetta hefði bætt feril þeirra hefðu þær aldrei sagt neitt,“ segir Morrissey. Minnst 50 konur hafa sakað Weinstein um kynferðislega áreitni, kynferðisofbeldi, nauðgun og misnotkun. Atvikin áttu sér stað á fjörutíu ára tímabili. Morrissey bætti við að margir frægir tónlistarmenn hefðu sofið hjá aðdáendum sem væru undir samræðisaldri. „Í gegnum sögu tónlistar og rokksins hafa verið tónlistarmenn sem sváfu með grúppíum,“ sagði hann en tók fram að hann væri ekki einn af þeim. „Ef þú lítur yfir söguna þá eru nær allir sekir um að sofa hjá fólki undir lögaldri. Af hverju ætti ekki að henda öllum í fangelsi strax?“
MeToo Mál Harvey Weinstein Mál Kevin Spacey Bandaríkin Bretland Tengdar fréttir Ridley Scott lætur Kevin Spacey fjúka Breski kvikmyndaleikstjórinn Ridley Scott ætlar að skipta bandaríska leikaranum Kevin Spacey út fyrir annan leikara í nýjustu kvikmynd sinni, All the Money in the World, en aðeins er rúmur mánuður í að myndin verði frumsýnd. 9. nóvember 2017 09:05 Sigurjón: „Þeir eiga ekki séns í bransanum lengur“ Kvikmyndaframleiðandinn Sigurjón Sighvatsson segir Kevin Spacey og Harvey Weinstein eigi ekki afturkvæmt í Hollywood eftir þær ásakanir sem settar hafa verið fram á hendur þeim. 17. nóvember 2017 11:38 Weinstein útbjó leynilista til að koma í veg fyrir ásakanir Breska dagblaðið The Observer hefur komist yfir leynilegan lista Harwey Weinstein sem hann setti saman til þess að átta sig á því hverjir vissu um ásakanir um kynferðislega áreitni eða ofbeldi af hans hálfu. 18. nóvember 2017 23:46 585 sænskar leikkonur stíga fram: „Við þegjum ekki lengur“ 585 sænskar leikkonur hafa skrifað opið bréf þar sem þær lýsa reynslu sinni af kynferðislegu ofbeldi og áreitni af hálfu yfirmanna sinna og kollega. 10. nóvember 2017 15:10 Tuttugu starfsmenn Old Vic saka Spacey um ósæmilega hegðun Yfirmönnum Old Vic leikhússins í London hafa borist tuttugu vitnisburðir vegna ósæmilegrar hegðunar af hálfu Kevin Spacey er hann starfaði sem listrænn stjórnandi leikhússins. 16. nóvember 2017 13:00 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Fleiri fréttir Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Sjá meira
Ridley Scott lætur Kevin Spacey fjúka Breski kvikmyndaleikstjórinn Ridley Scott ætlar að skipta bandaríska leikaranum Kevin Spacey út fyrir annan leikara í nýjustu kvikmynd sinni, All the Money in the World, en aðeins er rúmur mánuður í að myndin verði frumsýnd. 9. nóvember 2017 09:05
Sigurjón: „Þeir eiga ekki séns í bransanum lengur“ Kvikmyndaframleiðandinn Sigurjón Sighvatsson segir Kevin Spacey og Harvey Weinstein eigi ekki afturkvæmt í Hollywood eftir þær ásakanir sem settar hafa verið fram á hendur þeim. 17. nóvember 2017 11:38
Weinstein útbjó leynilista til að koma í veg fyrir ásakanir Breska dagblaðið The Observer hefur komist yfir leynilegan lista Harwey Weinstein sem hann setti saman til þess að átta sig á því hverjir vissu um ásakanir um kynferðislega áreitni eða ofbeldi af hans hálfu. 18. nóvember 2017 23:46
585 sænskar leikkonur stíga fram: „Við þegjum ekki lengur“ 585 sænskar leikkonur hafa skrifað opið bréf þar sem þær lýsa reynslu sinni af kynferðislegu ofbeldi og áreitni af hálfu yfirmanna sinna og kollega. 10. nóvember 2017 15:10
Tuttugu starfsmenn Old Vic saka Spacey um ósæmilega hegðun Yfirmönnum Old Vic leikhússins í London hafa borist tuttugu vitnisburðir vegna ósæmilegrar hegðunar af hálfu Kevin Spacey er hann starfaði sem listrænn stjórnandi leikhússins. 16. nóvember 2017 13:00