Reginn kaupir turninn við Höfðatorg Daníel Freyr Birkisson skrifar 20. nóvember 2017 09:45 Fasteignafélagið FAST-1 keypti turninn við Höfðatorg af Íslandsbanka árið 2013. Vísir/GVA Fasteignafélagið Reginn hf. skrifaði í gær undir samning um einkaviðræður og helstu skilmála vegna fyrirhugaðra kaupa á öllu hlutafé dótturfélaganna Fast-1, HTO og Fast-2. Fyrirhuguð kaup miðast við að heildarvirði félaganna sé um 23,2 milljarðar króna. Meðal eigna þeirra eru Katrínartún 2 (turninn við Höfðatorg) og Borgartún 8-16. Aðrar eignir félagsins eru Skúlagata 21, Vegmúli 3 og Skútuvogur 1. Markaðurinn, fylgirit Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál, greindi frá því í lok ágúst að Fast-1 væri að undirbúa sölu á öllum eignum samstæðunnar og að fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka yrði ráðgjafi seljenda í söluferlinu. Ef að kaupunum verður er áætlað að EBITDA Regins hækki um 1,24 milljarða á ársgrundvelli og að eignasafn stækki um 14 prósent miðað við fermetra. Reginn mun gefa út nýtt hlutafé að markaðsvirði 5,8 milljarða króna á meðalgengi hlutabréfa Regins undangengis mánaðar fyrir undirritun kaupsamnings auk þess sem viðskiptin verða fjármögnuð með útgáfu á nýjum skuldabréfaflokki undir útgáfuramma Regins. Takmörkun verður á viðskiptum með 2/3 af hlutum sem gefnir verða út vegna viðskiptanna, í annars vegar 2 mánuði og hins vegar 4 mánuði. Fast-1 fengi því afhent ný hlutabréf í Regin sem næmi um 13 prósenta eignarhlut í fasteignafélaginu. Meðal stærstu hluthafa Fast-1 eru Gildi lífeyrissjóður, Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins og Lífeyrissjóður verzlunarmanna, en hlutur þeirra er um 20 prósent hver. Auk þess eru Festa lífeyrissjóður með um 10 prósent hlut og Almenni lífeyrissjóðurinn tæplega 7 prósent. Með skiptunum verður eignasafn Regins hf. 366 þúsund fermetrar en eignir ofangreindra félaga telja 44 þúsund fermetra ásamt bílakjallara með 600 bílastæðum. Fjárfestingastefna Regins felur í sér að auka hlut félagsins í hágæða atvinnuhúsnæði á sterkum markaðssvæðum. Viðskiptin eru m.a. háð skilyrðum um að samkomulag náist um endanlegan kaupsamning, niðurstöðu áreiðanleikakannana, samþykki hluthafafundar fyrir aukningu hlutafjár, samþykki stjórnar fyrir útgáfu skuldabréfaflokks og samþykki Samkeppniseftirlitsins. Gangi viðskiptin eftir er gert ráð fyrir að þeim ljúki á 2. ársfjórðungi 2018. Tengdar fréttir Lífeyrissjóðir að selja turninn við Höfðatorg Fasteignafélag í eigu lífeyrissjóða undirbýr nú sölu á öllum eignum félagsins sem eru metnar á um 22 milljarða króna. Langsamlega stærsta eignin er turninn við Höfðatorg. Fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka hefur umsjón með söluferlinu. 30. ágúst 2017 07:30 Mest lesið ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Fasteignafélagið Reginn hf. skrifaði í gær undir samning um einkaviðræður og helstu skilmála vegna fyrirhugaðra kaupa á öllu hlutafé dótturfélaganna Fast-1, HTO og Fast-2. Fyrirhuguð kaup miðast við að heildarvirði félaganna sé um 23,2 milljarðar króna. Meðal eigna þeirra eru Katrínartún 2 (turninn við Höfðatorg) og Borgartún 8-16. Aðrar eignir félagsins eru Skúlagata 21, Vegmúli 3 og Skútuvogur 1. Markaðurinn, fylgirit Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál, greindi frá því í lok ágúst að Fast-1 væri að undirbúa sölu á öllum eignum samstæðunnar og að fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka yrði ráðgjafi seljenda í söluferlinu. Ef að kaupunum verður er áætlað að EBITDA Regins hækki um 1,24 milljarða á ársgrundvelli og að eignasafn stækki um 14 prósent miðað við fermetra. Reginn mun gefa út nýtt hlutafé að markaðsvirði 5,8 milljarða króna á meðalgengi hlutabréfa Regins undangengis mánaðar fyrir undirritun kaupsamnings auk þess sem viðskiptin verða fjármögnuð með útgáfu á nýjum skuldabréfaflokki undir útgáfuramma Regins. Takmörkun verður á viðskiptum með 2/3 af hlutum sem gefnir verða út vegna viðskiptanna, í annars vegar 2 mánuði og hins vegar 4 mánuði. Fast-1 fengi því afhent ný hlutabréf í Regin sem næmi um 13 prósenta eignarhlut í fasteignafélaginu. Meðal stærstu hluthafa Fast-1 eru Gildi lífeyrissjóður, Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins og Lífeyrissjóður verzlunarmanna, en hlutur þeirra er um 20 prósent hver. Auk þess eru Festa lífeyrissjóður með um 10 prósent hlut og Almenni lífeyrissjóðurinn tæplega 7 prósent. Með skiptunum verður eignasafn Regins hf. 366 þúsund fermetrar en eignir ofangreindra félaga telja 44 þúsund fermetra ásamt bílakjallara með 600 bílastæðum. Fjárfestingastefna Regins felur í sér að auka hlut félagsins í hágæða atvinnuhúsnæði á sterkum markaðssvæðum. Viðskiptin eru m.a. háð skilyrðum um að samkomulag náist um endanlegan kaupsamning, niðurstöðu áreiðanleikakannana, samþykki hluthafafundar fyrir aukningu hlutafjár, samþykki stjórnar fyrir útgáfu skuldabréfaflokks og samþykki Samkeppniseftirlitsins. Gangi viðskiptin eftir er gert ráð fyrir að þeim ljúki á 2. ársfjórðungi 2018.
Tengdar fréttir Lífeyrissjóðir að selja turninn við Höfðatorg Fasteignafélag í eigu lífeyrissjóða undirbýr nú sölu á öllum eignum félagsins sem eru metnar á um 22 milljarða króna. Langsamlega stærsta eignin er turninn við Höfðatorg. Fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka hefur umsjón með söluferlinu. 30. ágúst 2017 07:30 Mest lesið ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Lífeyrissjóðir að selja turninn við Höfðatorg Fasteignafélag í eigu lífeyrissjóða undirbýr nú sölu á öllum eignum félagsins sem eru metnar á um 22 milljarða króna. Langsamlega stærsta eignin er turninn við Höfðatorg. Fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka hefur umsjón með söluferlinu. 30. ágúst 2017 07:30