Góður andi á tökustað Stranger Things Guðný Hrönn skrifar 20. nóvember 2017 09:45 Á tökustað. Þar var mikið stuð að sögn Gabrielle. Það eru eflaust margir landsmenn sem kannast við leikkonuna, snjóbrettakonuna og fyrirsætuna Gabrielle Maiden sem fer með hlutverk Mick í annarri seríu Stranger Things. Gabrielle varði töluverðum tíma á Íslandi á sínum tíma og birtist meðal annars í auglýsingum Nikita og KEA-skyrs. Hún er nú að gera það gott í Hollywood.Gabrielle leikur Mick í annarri seríu Stranger Things.Spurð út í hvernig hún landaði hlutverki í Stranger Things, þáttunum sem tröllríða öllu um þessar mundir, segir Gabrielle: „Ég gerði áheyrnarprófsmyndband. Og þegar umboðsmaðurinn minn hafði svo samband og sagði mér að ég ætti fund þá fríkaði ég út vegna spennu,“ segir Gabrielle sem var aðdáandi Stranger Things áður en hún sóttist eftir hlutverki í annarri seríu. Svo beið Gabrielle í tvær vikur eftir svari.„Þetta voru tvær stressandi vikur,“ segir hún og hlær. „Ég gargaði og datt í gólfið, án djóks,“ segir hún spurð út í hvernig hún hafði brugðist við þegar hún komst að því að hún hafði fengið hlutverkið. Gabrielle segir tökur hafa gengið vel og sérstaklega góða stemningu hafa ríkt á tökustaðnum. „Allt leikaraliðið og starfsfólk tók ofurvel á móti manni.“ Frábær tími á ÍslandiAðspurð um tímann sem hún varði á Íslandi og hvað það hafi verið sem dró hana hingað segir hún: „Ég stundaði snjóbretti og sat fyrir hjá Nikita frá árunum 2008 til 2014, og þetta voru frábær ár. Ég lærði mikið á þessum tíma og af ferðalögum mínum með þeim um heiminn. Ég er svo þakklát fyrir að hafa fengið að verja svona miklum tíma á Íslandi,“ segir Gabrielle sem flakkaði á milli landa á þessum tíma og stoppaði reglulega á Íslandi.Gabrielle Maiden á frumsýningu SMILF í október, klædd í Rebecca Minkoff.NORDICPHOTOS/GETTY„Með tímanum leið mér eins og heima hjá mér hérna. Ég varð ástfangin af tungumálinu, menningunni og þessum mikla sköpunarkrafti. Ég ákvað að taka mér smá hlé frá snjóbrettaferlinum og rannsaka þennan áfangastað betur,“ útskýrir Gabrielle. Hún segir þetta hafa verið eina af bestu ákvörðunum lífs síns.En hvað er hún að gera þessa dagana og hvað er framundan? „Ég er núna að leika í gamanþáttunum SMILF. Ég leik Reginu, hún er svolítið stíf, laganemi í Harvard sem óskar þess að systir hennar fari að taka skynsamlegar ákvarðanir í lífinu eins og hún sjálf. Og núna er ég komin aftur til Los Angeles og nýt lífsins með fjölskyldu og vinum og held áfram að fara í áheyrnarprufur.“ Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Fleiri fréttir Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Sjá meira
Það eru eflaust margir landsmenn sem kannast við leikkonuna, snjóbrettakonuna og fyrirsætuna Gabrielle Maiden sem fer með hlutverk Mick í annarri seríu Stranger Things. Gabrielle varði töluverðum tíma á Íslandi á sínum tíma og birtist meðal annars í auglýsingum Nikita og KEA-skyrs. Hún er nú að gera það gott í Hollywood.Gabrielle leikur Mick í annarri seríu Stranger Things.Spurð út í hvernig hún landaði hlutverki í Stranger Things, þáttunum sem tröllríða öllu um þessar mundir, segir Gabrielle: „Ég gerði áheyrnarprófsmyndband. Og þegar umboðsmaðurinn minn hafði svo samband og sagði mér að ég ætti fund þá fríkaði ég út vegna spennu,“ segir Gabrielle sem var aðdáandi Stranger Things áður en hún sóttist eftir hlutverki í annarri seríu. Svo beið Gabrielle í tvær vikur eftir svari.„Þetta voru tvær stressandi vikur,“ segir hún og hlær. „Ég gargaði og datt í gólfið, án djóks,“ segir hún spurð út í hvernig hún hafði brugðist við þegar hún komst að því að hún hafði fengið hlutverkið. Gabrielle segir tökur hafa gengið vel og sérstaklega góða stemningu hafa ríkt á tökustaðnum. „Allt leikaraliðið og starfsfólk tók ofurvel á móti manni.“ Frábær tími á ÍslandiAðspurð um tímann sem hún varði á Íslandi og hvað það hafi verið sem dró hana hingað segir hún: „Ég stundaði snjóbretti og sat fyrir hjá Nikita frá árunum 2008 til 2014, og þetta voru frábær ár. Ég lærði mikið á þessum tíma og af ferðalögum mínum með þeim um heiminn. Ég er svo þakklát fyrir að hafa fengið að verja svona miklum tíma á Íslandi,“ segir Gabrielle sem flakkaði á milli landa á þessum tíma og stoppaði reglulega á Íslandi.Gabrielle Maiden á frumsýningu SMILF í október, klædd í Rebecca Minkoff.NORDICPHOTOS/GETTY„Með tímanum leið mér eins og heima hjá mér hérna. Ég varð ástfangin af tungumálinu, menningunni og þessum mikla sköpunarkrafti. Ég ákvað að taka mér smá hlé frá snjóbrettaferlinum og rannsaka þennan áfangastað betur,“ útskýrir Gabrielle. Hún segir þetta hafa verið eina af bestu ákvörðunum lífs síns.En hvað er hún að gera þessa dagana og hvað er framundan? „Ég er núna að leika í gamanþáttunum SMILF. Ég leik Reginu, hún er svolítið stíf, laganemi í Harvard sem óskar þess að systir hennar fari að taka skynsamlegar ákvarðanir í lífinu eins og hún sjálf. Og núna er ég komin aftur til Los Angeles og nýt lífsins með fjölskyldu og vinum og held áfram að fara í áheyrnarprufur.“
Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Fleiri fréttir Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Sjá meira