D'Onta Foreman er nýliði og var að eiga sinn besta leik á tímabilinu en það er ljóst að leikirnir verða ekki fleiri hjá honum á þessu tímabili. Foreman hleypur ekki aftur inn á völlinn í NFL fyrr en í fyrsta lagi haustið 2018.
Ástæðan er að hann meiddist illa um leið og hann gulltryggði Texans liðinu sigurinn í leiknum í gær. Foreman skoraði þá snertimark eftir flott 34 jarda hlaup en virtist slíta hásin rétt áður en hann komst inn í endamarkið.
Það er varla hægt að ímynda sér hvernig honum leið á þeirri stundu og hvað þá þegar alvarleiki meiðslanna kom í ljós.
WATCH: D'Onta Foreman tore his Achilles while scoring TD, out for season
READ: https://t.co/lnO2d6dfSY#Texanspic.twitter.com/2xDHXqDQa3
— The Texans Wire (@TheTexansWire) November 19, 2017
Foreman talaði sjálfur um að þetta var verið súrsætur dagur en hér fyrir neðan má sjá þetta atvik.
#Texans Foreman for a 34-yard touchdown pic.twitter.com/3XR1ZAsD17
— Dov Kleiman (@NFL_DovKleiman) November 19, 2017
Stuðningsmenn Houston Texans hljóta að halda að einhver sé á móti þeim því fyrr í vetur missti liðið einnig annan frábæran nýliða í alvarleg meiðsli en það var leikstjórnandann Deshaun Watson. Hann sleit krossband á æfingu þegar spekingar voru farnir að tala um hann sem einn besta leikstjórnanda NFL-deildarinnar.
.@D33_foreman will NOT be stopped. It's a @houstontexans TOUCHDOWN! #Texanspic.twitter.com/YLt3bxtoTO
— NFL (@NFL) November 19, 2017
— Houston Texans (@HoustonTexans) November 19, 2017