Fótbolti

Stelpurnar kvaddar með stæl | Myndir

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Stelpunum okkar var vel fagnað í Leifsstöð.
Stelpunum okkar var vel fagnað í Leifsstöð. vísir/stefán
Stelpurnar okkar í íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta flugu til Hollands í dag þar sem þær taka þátt á EM.

Íslenski hópurinn var kvaddur með stæl í Leifstöð en myndband af kveðjuathöfninni má sjá með því að smella hér.

Áður en stelpurnar fóru út í vél horfðu þær m.a. á magnað myndband þar sem fjölskyldur og vinir þeirra og ýmsir þjóðþekktir einstaklingar sendu þeim kveðjur og óskir um gott gengi í Hollandi.

Stefán Karlsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Leifsstöð í dag og tók myndirnar sem má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttir

Meira hvatning en pressa

Fanndís Friðriksdóttir er á leiðinni á sitt þriðja EM. Hún var aðeins nítján ára þegar hún var fyrst með á EM í Finnlandi fyrir átta árum og segir hlutverk sitt í liðinu hafa breyst mikið síðan. "Ég hefði alveg verið til í að hafa svona sýnilegar fyrirmyndir þegar ég var lítil,“ segir Fanndís um alla athyglina sem stelpurnar fá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×