Samgönguráðherra telur nauðsynlegt að auka frjálsræði í leigubílaakstri Heimir Már Pétursson skrifar 14. júlí 2017 19:41 Formaður Frama, félags leigubílstjóra leggst gegn áformum samgönguráðherra um að gefa út eitt hundrað ný leyfi fyrir leigubíla og segir enga þörf á fjölgun leigubíla. Samgönguráðherra segir hins vegar að fjölga þurfi leyfunum vegna álags og segir að frekara frjálsræði í leigubílaakstri hljóti að verða skoðað í framtíðinni. Í dag eru 589 leigubílaleyfi í umferð á Íslandi. Í drögum að reglugerð Jóns Gunnarssonar samgönguráðherra er gert ráð fyrir að þeim verði fjölgað um 90 á höfuðborgarsvæðinu og Reykjanesi og um tíu samanlagt á Akureyri og í Árborg. „Það er alveg ljóst að þjónustan hefur á ákveðnum álagstímum sérstaklega um helgar verið óásættanleg í miðborginni. Leyfum hefur ekki verið fjölgað á undanförnum árum til dæmis í neinu samræmi við til dæmis aukningu á ferðamannastraumi og öðru,“ segir Jón. En leyfum hafi nánast ekkert fjölgað frá því reglugerð var breytt árið 2003. Nú sé verið að skoða breytt umhverfi í þessum efnum. „Og í mínum huga munum við þurfa einhvern veginn að opna þetta kerfi meira en verið hefur. Við þurfum að vera í samræmi við þróun samfélagsins í þeim efnum,“ segir samgönguráðherra. Þótt hér séu ríkar kröfur gerðar til þeirra sem stundi leigubílaakstur vill ráðherrann skoða ferkari breytingar í frjálsræðisátt þótt Uber sé kannski ekki í myndinni í bráð. „Hvaða fyrirkomulag sem það verður held ég að það sé óumflyjanlegt hjá okkur að við munum sjá breytingar á þessu umhverfi. Það er slæmt að þróunin sé að gerast með þeim hætti að það séu hér einhverjar fésbókarsíður sem eru farnar að sinna þessu hlutverki. Við þurfum að ná utan um það með einhverjum lagaramma þannig að hér sé þá verið að fylgja þeim grundvallarreglum sem við setjum,“ segir Jón. Ástgeir Þorsteinsson formaður Frama félags leigubílstjóra segir enga þörf á fjölgun leyfa. Bílstjórar bíði í allt að 45 mínútur eftir næsta verkefni. Hann vill ekki meina að leigubílar á Íslandi séu dýrir og því hafi eftirspurn eftir þeim ekki vaxið með auknum fólksfjölda og ferðamannastraumi. „Nei, bílar eru náttúrlega ekki ódýrir hérna í fyrsta lagi. Eldsneyti er alls ekki ódýrt. Bara sem dæmi þá er leigubílstjóri að borga einhvers staðar í kringum 350 hundruð til 400 þúsund krónur á ári í tryggingar af bíl. Það er kostnaður, það er fullt af kostnaði sem fylgir þessu,“ segir Ástgeir Þorsteinsson. Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fleiri fréttir Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Sjá meira
Formaður Frama, félags leigubílstjóra leggst gegn áformum samgönguráðherra um að gefa út eitt hundrað ný leyfi fyrir leigubíla og segir enga þörf á fjölgun leigubíla. Samgönguráðherra segir hins vegar að fjölga þurfi leyfunum vegna álags og segir að frekara frjálsræði í leigubílaakstri hljóti að verða skoðað í framtíðinni. Í dag eru 589 leigubílaleyfi í umferð á Íslandi. Í drögum að reglugerð Jóns Gunnarssonar samgönguráðherra er gert ráð fyrir að þeim verði fjölgað um 90 á höfuðborgarsvæðinu og Reykjanesi og um tíu samanlagt á Akureyri og í Árborg. „Það er alveg ljóst að þjónustan hefur á ákveðnum álagstímum sérstaklega um helgar verið óásættanleg í miðborginni. Leyfum hefur ekki verið fjölgað á undanförnum árum til dæmis í neinu samræmi við til dæmis aukningu á ferðamannastraumi og öðru,“ segir Jón. En leyfum hafi nánast ekkert fjölgað frá því reglugerð var breytt árið 2003. Nú sé verið að skoða breytt umhverfi í þessum efnum. „Og í mínum huga munum við þurfa einhvern veginn að opna þetta kerfi meira en verið hefur. Við þurfum að vera í samræmi við þróun samfélagsins í þeim efnum,“ segir samgönguráðherra. Þótt hér séu ríkar kröfur gerðar til þeirra sem stundi leigubílaakstur vill ráðherrann skoða ferkari breytingar í frjálsræðisátt þótt Uber sé kannski ekki í myndinni í bráð. „Hvaða fyrirkomulag sem það verður held ég að það sé óumflyjanlegt hjá okkur að við munum sjá breytingar á þessu umhverfi. Það er slæmt að þróunin sé að gerast með þeim hætti að það séu hér einhverjar fésbókarsíður sem eru farnar að sinna þessu hlutverki. Við þurfum að ná utan um það með einhverjum lagaramma þannig að hér sé þá verið að fylgja þeim grundvallarreglum sem við setjum,“ segir Jón. Ástgeir Þorsteinsson formaður Frama félags leigubílstjóra segir enga þörf á fjölgun leyfa. Bílstjórar bíði í allt að 45 mínútur eftir næsta verkefni. Hann vill ekki meina að leigubílar á Íslandi séu dýrir og því hafi eftirspurn eftir þeim ekki vaxið með auknum fólksfjölda og ferðamannastraumi. „Nei, bílar eru náttúrlega ekki ódýrir hérna í fyrsta lagi. Eldsneyti er alls ekki ódýrt. Bara sem dæmi þá er leigubílstjóri að borga einhvers staðar í kringum 350 hundruð til 400 þúsund krónur á ári í tryggingar af bíl. Það er kostnaður, það er fullt af kostnaði sem fylgir þessu,“ segir Ástgeir Þorsteinsson.
Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fleiri fréttir Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Sjá meira