Innlent

Börnin í sirkus á sumrin

Sunna Sæmundsdóttir skrifar
Börnin hafa misjafna hluti fyrir stafni á sumrin þegar skólarnir eru lokaðir. Hundruð barna nýta tímann í að læra sirkuslistir og virðast mörg þeirra hafa hug á að ganga í sirkus í framtíðinni.

Ef marka má áhugann hjá börnunum og aðsóknina á sumarnámskeið Sirkuss Íslands mætti halda að næsta undirstöðuatvinnugrein þjóðarinnar sé í smíðum. Námskeiðið hefur verið haldið í níu ár og vaxa vinsældirnar með hverju ári. Í sumar sækja hundruð barna vikulangt námskeiðið. Í lok hvers námskeið sýna börnin listir sínar.

„Þau fá að velja sér sérgrein. Eins og kannski loftfimleika, djöggl, jafnvægi eða annað. Vinsælast er silkið, það er loftfimleikarnir. Það eru margir sem koma út af því," segir Daníel Hauksson, sirkuslistamaður.

Sirkus Íslands stendur fyrir æskusirkusinum en hópurinn hefur verið starfrækur frá árinu 2007 og eignaðist sitt eigið sirkustjald eftir hópfjármögnun fyrir þremur árum síðan.

Tjaldið stendur nú á Klambratúni þar sem bæði er hægt að sækja fullorðins- og barnasýningar. Þá stendur sirkusinn einnig fyrir sérhæfðari námskeiðum á veturna.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×