Innlent

Í beinni: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Heimir Már Pétursson skrifar
Í fréttum okkar klukkan hálf sjö heyrum við útskýringar Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur sjávarútvegsráðherra á ákvörðun hennar að hækka veiðigjöld á næsta fiskveiðiári um sex milljarða króna, sem vægast sagt hefur farið öfugt ofan í talsmenn útgerða í landinu.

Þá hefur samgönguráðherra ákveðið að fjölga leigubílaleyfum í landinu um hundrað við litla hrifningu formanns Frama félagas leigubílstjóra og ráðherrann vill skoða enn frekara frjálsræði í leigubílaakstri.

Við heyrum í íslenskri fréttakonu sem dvalið hefur í herbúðum NATO í Afganistan undanfarna mánuði og sjáum forsetana  Donald Trump og Emmanuel Macron í góðum gír í París. Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar tvö klukkan hálf sjö.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×