Velta eykst í ferðaþjónustu en minnkar í sjávarútvegi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. júlí 2017 10:53 Umsvif einkennandi greina ferðaþjónustu hafa aukist undanfarin ár sem skýra það að veltan eykst milli ára. Vísir/Eyþór Velta jókst í flestum einkennandi greinum ferðaþjónustu á tímabilinu maí 2016 til apríl 2017 miðað við síðustu tólf mánuði þar áður. Þetta kemur fram í nýjum tölum Hagstofunnar en þar kemur meðal annars fram að velta í flokknum „rekstur gististaða og veitingarekstur“ jókst um 25,9 prósent. Á sama tíma jókst velta í bílaleigu um 25,2 prósent og er velta í bílaleigu nú orðin svipuð veltu í landbúnaði eins og Vísir greindi frá í gær. Ef síðan er miðað við heilt ár og nýjustu tölur, þá dróst velta í sjávarútvegi saman um 15,7 prósent á tímabilinu maí 2016 til apríl 2017 en síðustu tólf mánuði þar á undan. Á sama tíma lækkaði velta í heildverslun með fisk um 14,4 prósent.Gengi krónunnar og verkfall sjómanna hafa áhrif Að því er fram kemur á vef Hagstofunnar má skýra lækkunina með því að gengi íslensku krónunnar hefur hækkað miðað við gjaldmiðla í helstu útflutningslöndum okkar og svo nýafstöðnu verkfalli sjómanna. Hvað varðar ferðaþjónustuna verður að hafa í huga að í ársbyrjun 2016 tóku gildi breytingar á lögum um virðisaukaskatt sem gerðu nokkrar atvinnugreinar virðisaukaskattskyldar sem áður voru undanþegnar. „Þar ber helst að nefna farþegaflutninga aðra en áætlunarflutninga (undir bálki H) og þjónustu ferðaskrifstofa (undir bálki N). Þetta er að hluta til skýringin á mikilli aukningu á virðisaukaskattskyldri veltu í þessum greinum, en einnig hafa umsvif þessara atvinnugreina aukist mikið undanfarin ár. Þar sem þjónusta ferðaskrifstofa og ferðaskipuleggjenda er tiltölulega nýorðin virðisaukaskattskyld er ekki enn hægt að bera saman tölur á ársgrundvelli, en velta í þeirri atvinnugrein var 23,3% hærri í mars og apríl 2017 en sömu mánuði árið áður,“ segir á vef Hagstofunnar en nánar má lesa um málið þar. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Bílaleigubransinn vex landbúnaði yfir höfuð Velta í bílaleigubransanum stefnir í 54 milljarða. 13. júlí 2017 13:23 Mest lesið Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira
Velta jókst í flestum einkennandi greinum ferðaþjónustu á tímabilinu maí 2016 til apríl 2017 miðað við síðustu tólf mánuði þar áður. Þetta kemur fram í nýjum tölum Hagstofunnar en þar kemur meðal annars fram að velta í flokknum „rekstur gististaða og veitingarekstur“ jókst um 25,9 prósent. Á sama tíma jókst velta í bílaleigu um 25,2 prósent og er velta í bílaleigu nú orðin svipuð veltu í landbúnaði eins og Vísir greindi frá í gær. Ef síðan er miðað við heilt ár og nýjustu tölur, þá dróst velta í sjávarútvegi saman um 15,7 prósent á tímabilinu maí 2016 til apríl 2017 en síðustu tólf mánuði þar á undan. Á sama tíma lækkaði velta í heildverslun með fisk um 14,4 prósent.Gengi krónunnar og verkfall sjómanna hafa áhrif Að því er fram kemur á vef Hagstofunnar má skýra lækkunina með því að gengi íslensku krónunnar hefur hækkað miðað við gjaldmiðla í helstu útflutningslöndum okkar og svo nýafstöðnu verkfalli sjómanna. Hvað varðar ferðaþjónustuna verður að hafa í huga að í ársbyrjun 2016 tóku gildi breytingar á lögum um virðisaukaskatt sem gerðu nokkrar atvinnugreinar virðisaukaskattskyldar sem áður voru undanþegnar. „Þar ber helst að nefna farþegaflutninga aðra en áætlunarflutninga (undir bálki H) og þjónustu ferðaskrifstofa (undir bálki N). Þetta er að hluta til skýringin á mikilli aukningu á virðisaukaskattskyldri veltu í þessum greinum, en einnig hafa umsvif þessara atvinnugreina aukist mikið undanfarin ár. Þar sem þjónusta ferðaskrifstofa og ferðaskipuleggjenda er tiltölulega nýorðin virðisaukaskattskyld er ekki enn hægt að bera saman tölur á ársgrundvelli, en velta í þeirri atvinnugrein var 23,3% hærri í mars og apríl 2017 en sömu mánuði árið áður,“ segir á vef Hagstofunnar en nánar má lesa um málið þar.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Bílaleigubransinn vex landbúnaði yfir höfuð Velta í bílaleigubransanum stefnir í 54 milljarða. 13. júlí 2017 13:23 Mest lesið Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira
Bílaleigubransinn vex landbúnaði yfir höfuð Velta í bílaleigubransanum stefnir í 54 milljarða. 13. júlí 2017 13:23