Unnið sitt verk Hörður Ægisson skrifar 14. júlí 2017 07:00 Frá því að haftaáætlun stjórnvalda var kynnt í júní 2015 hefur raungengi krónunnar hækkað um liðlega 35 prósent á aðeins tveimur árum. Slík styrking á jafn skömmum tíma er fordæmalaus. Þrátt fyrir að krónan hafi gefið eitthvað eftir á síðustu vikum þá er raungengið enn í hæstu hæðum. Ekkert bendir til annars en að gengishækkunin hafi til þessa verið í samræmi við undirliggjandi efnahagsaðstæður – mikill og viðvarandi viðskiptaafgangur hefur enda skilað Íslandi í hóp þeirra ríkja sem eru lánveitendur við útlönd. Ævintýralegur uppgangur í ferðaþjónustu hefur átt sinn þátt í að skapa þessar aðstæður. Þeim vexti hefur fylgt verulegt gjaldeyrisinnstreymi sem hefur orsakað styrkingu krónunnar. Meira kemur samt til. Það er einföldun að halda því fram að það sé aðeins fjölgun ferðamanna sem hafi þrýst upp genginu heldur skiptir í þeim efnum ekki síður máli sá gríðarmikli afgangur sem hefur verið á fjármagnsjöfnuði frá því í ársbyrjun 2015. Þar spilar meðal annars inn í innflæði fjármagns vegna fjárfestinga í skráðum félögum, hækkandi lánshæfiseinkunn ríkisins sem hefur ýtt undir erlendar lántökur banka og fyrirtækja og ekki hvað síst áður óþekktur áhugi erlendra fjárfesta á kaupum á íslenskum fyrirtækjum í hinum ýmsu atvinnugreinum. Ólíklegt er að þessi þróun muni snúast við á næstunni. Ýmis merki eru nú samt um að sterkt gengi krónunnar sé farið að hægja á vextinum í ferðaþjónustu. Fyrirséð er að sum fyrirtæki, sem hafa spennt bogann of hátt í fjárfestingum, þurfi að leita leiða til hagræðingar vegna erfiðara rekstrarumhverfis. Þannig má öllum vera ljóst að þessi staða – og þó fyrr hefði verið – kallar á verulega samþjöppun. Tækifæri til þess er svo sannarlega fyrir hendi. Fjöldi fyrirtækja í ferðaþjónustu, meðal annars bílaleiga og rútufyrirtækja, hefur margfaldast á síðustu árum. Rekstur þeirra allra stendur að óbreyttu ekki undir sér. Þá sætir það furðu að ekki hafi fleiri fyrirtæki sem starfa við ferðaþjónustu kosið að skuldsetja sig í erlendri mynt – og um leið spara sér fjármagnskostnað – í stað þess að vera með lán að langstærstum hluta í krónum. Vitað er að framboð af erlendu lánsfjármagni hjá bönkunum er meira en eftirspurnin um þessar mundir. Afkoma flestra ferðaþjónustufyrirtækja er háð sveiflum í gengi krónunnar gagnvart erlendum gjaldmiðlum og því einungis eðlilegt og skynsamt að fjármagnsskipan þeirra taki mið af því. Hætt er við því að sum fyrirtæki þurfi að fást við neikvæðar afleiðingar þess að hafa verið með gengislán með öfugum formerkjum á komandi misserum. Það er oft til vinsælda fallið, enda einföld útskýring, að gera krónuna að blóraböggli þegar skórinn kreppir að í útflutningsgreinum landsins. Þetta sjáum við nú í máli forsvarsmanna ferðaþjónustunnar. Þótt styrking krónunnar sé farin að bíta í afkomu þessarar nýju gjaldeyrisskapandi atvinnugreinar þá er það staðreynd að gengishækkunin hefur gegnt lykilhlutverki í aðlögun þjóðarbúsins að þeim búhnykk sem vöxtur hennar hefur valdið á undanförnum árum. Að öðrum kosti væri meira ójafnvægi í hagkerfinu, aukin verðbólga og hærri vextir. Seðlabankastjóri hefur af þessum sökum sagt að krónan sé búin að vinna sitt verk. „Að viðhalda jafnvægi í þjóðarbúskapnum þrátt fyrir þennan mikla vöxt, sem er nánast ósjálfbær, með því að hægja á honum.“ Hann hefur vitaskuld rétt fyrir sér.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu, Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hörður Ægisson Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun
Frá því að haftaáætlun stjórnvalda var kynnt í júní 2015 hefur raungengi krónunnar hækkað um liðlega 35 prósent á aðeins tveimur árum. Slík styrking á jafn skömmum tíma er fordæmalaus. Þrátt fyrir að krónan hafi gefið eitthvað eftir á síðustu vikum þá er raungengið enn í hæstu hæðum. Ekkert bendir til annars en að gengishækkunin hafi til þessa verið í samræmi við undirliggjandi efnahagsaðstæður – mikill og viðvarandi viðskiptaafgangur hefur enda skilað Íslandi í hóp þeirra ríkja sem eru lánveitendur við útlönd. Ævintýralegur uppgangur í ferðaþjónustu hefur átt sinn þátt í að skapa þessar aðstæður. Þeim vexti hefur fylgt verulegt gjaldeyrisinnstreymi sem hefur orsakað styrkingu krónunnar. Meira kemur samt til. Það er einföldun að halda því fram að það sé aðeins fjölgun ferðamanna sem hafi þrýst upp genginu heldur skiptir í þeim efnum ekki síður máli sá gríðarmikli afgangur sem hefur verið á fjármagnsjöfnuði frá því í ársbyrjun 2015. Þar spilar meðal annars inn í innflæði fjármagns vegna fjárfestinga í skráðum félögum, hækkandi lánshæfiseinkunn ríkisins sem hefur ýtt undir erlendar lántökur banka og fyrirtækja og ekki hvað síst áður óþekktur áhugi erlendra fjárfesta á kaupum á íslenskum fyrirtækjum í hinum ýmsu atvinnugreinum. Ólíklegt er að þessi þróun muni snúast við á næstunni. Ýmis merki eru nú samt um að sterkt gengi krónunnar sé farið að hægja á vextinum í ferðaþjónustu. Fyrirséð er að sum fyrirtæki, sem hafa spennt bogann of hátt í fjárfestingum, þurfi að leita leiða til hagræðingar vegna erfiðara rekstrarumhverfis. Þannig má öllum vera ljóst að þessi staða – og þó fyrr hefði verið – kallar á verulega samþjöppun. Tækifæri til þess er svo sannarlega fyrir hendi. Fjöldi fyrirtækja í ferðaþjónustu, meðal annars bílaleiga og rútufyrirtækja, hefur margfaldast á síðustu árum. Rekstur þeirra allra stendur að óbreyttu ekki undir sér. Þá sætir það furðu að ekki hafi fleiri fyrirtæki sem starfa við ferðaþjónustu kosið að skuldsetja sig í erlendri mynt – og um leið spara sér fjármagnskostnað – í stað þess að vera með lán að langstærstum hluta í krónum. Vitað er að framboð af erlendu lánsfjármagni hjá bönkunum er meira en eftirspurnin um þessar mundir. Afkoma flestra ferðaþjónustufyrirtækja er háð sveiflum í gengi krónunnar gagnvart erlendum gjaldmiðlum og því einungis eðlilegt og skynsamt að fjármagnsskipan þeirra taki mið af því. Hætt er við því að sum fyrirtæki þurfi að fást við neikvæðar afleiðingar þess að hafa verið með gengislán með öfugum formerkjum á komandi misserum. Það er oft til vinsælda fallið, enda einföld útskýring, að gera krónuna að blóraböggli þegar skórinn kreppir að í útflutningsgreinum landsins. Þetta sjáum við nú í máli forsvarsmanna ferðaþjónustunnar. Þótt styrking krónunnar sé farin að bíta í afkomu þessarar nýju gjaldeyrisskapandi atvinnugreinar þá er það staðreynd að gengishækkunin hefur gegnt lykilhlutverki í aðlögun þjóðarbúsins að þeim búhnykk sem vöxtur hennar hefur valdið á undanförnum árum. Að öðrum kosti væri meira ójafnvægi í hagkerfinu, aukin verðbólga og hærri vextir. Seðlabankastjóri hefur af þessum sökum sagt að krónan sé búin að vinna sitt verk. „Að viðhalda jafnvægi í þjóðarbúskapnum þrátt fyrir þennan mikla vöxt, sem er nánast ósjálfbær, með því að hægja á honum.“ Hann hefur vitaskuld rétt fyrir sér.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu,
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun