Vilja ná í fjársjóðskistu í póstherbergi Minden Garðar Örn Úlfarsson skrifar 14. júlí 2017 06:15 Skipinu Seabed Constructor, sem leigt var til fjársjóðsleitarinnar í Minden í apríl, var vísað til hafnar í Reykjavík í sama mánuði. Fréttablaðið/Eyþór Óskað er eftir starfsleyfi frá Umhverfisstofnun til að opna flak þýska flutningaskipsins Minden og ná þaðan verðmætum. Þetta kom fram í Fiskifréttum í gær. Breska fyrirtækið Advanced Marine Services Limited (AMS) sækir um leyfið með atbeina Lex lögmannsstofu. AMS hóf í apríl síðastliðnum að bjástra við Minden þar sem flak þess liggur á 2.242 metra dýpi um 120 mílur suðaustur af Íslandi. Skipinu sem AMS leigði til verksins, Seabed Constructor, var hins vegar stuggað í land af Landhelgisgæslunni 9. apríl. Breska félagið telur sig ekki þurfa heimild til að hirða verðmæti úr Minden að sögn Agnars Braga Bragasonar, sérfræðings hjá Umhverfisstofnun. Þangað barst þó áðurnefnd umsókn um starfsleyfi 27. apríl. Agnar segir að ákvarða þurfi slíkt leyfi út frá hugsanlegri mengunarhættu af aðgerðinni sem skilgreind sé sem niðurrif skips. „AMS hefur fundið kassa sem er í svokölluðu póstherbergi (e. mailroom) undir efsta þilfari skipsins í skut þess. Kassinn er 100x45x45 cm að stærð og því aðeins stærri heldur en ferðataska. Hefur AMS þegar komist inn í herbergið og er kassinn sem AMS telur að geti geymt verðmæti upp við styrktan vegg sem snýr að stafni skipsins,“ segir í umsókn Lex lögmanna fyrir hönd breska félagsins. Fram kemur að reiknað sé með að aðgerðin taki innan við þrjá sólarhringa. „Umbjóðandi okkar telur að engin hætta sé á mengun vegna aðgerða hans. Um sé að ræða mjög einfalda og fljótvirka aðgerð sem felur í sér að skera í vegg sem síðar verður beygður frá kassa sem umbjóðandi okkar telur að geti innihaldið verðmæti,“ segir í umsókninni. Nánar um innihald kassans segist AMS telja að þar geti verið „verðmætir málmar“. Engar áreiðanlegar upplýsingar eru um hvað leynist nákvæmlega í Minden sem áhöfn þýska skipsins sökkti sjálf 24. september 1939 til að hindra að það félli í hendur Breta. Miðað við að tilkostnaðurinn er sagður „gríðarlegur“ í umsókn fyrirtækisins og sagður hlaupa á milljónum á hverjum sólarhring blasir þó við að AMS telur þar vera umtalsverð auðævi. Komi verðmæti í ljós verði þau flutt til starfsstöðvar AMS í Bretlandi. Þarlend lög um björgunarlaun muni gilda ef eigandi gefur sig fram. Eignarhald á Minden er óljóst. „Það er eitt af þeim atriðum sem við vonumst til að fá betri mynd af áður en málið þróast lengra,“ segir Agnar. Breska fyrirtækið haldi því fram að enginn eigi skipið þar sem það sé yfirgefið á hafsbotni og að fylgt verði alþjóðlegum reglum um björgun verðmæta. „Vonandi varpa umsagnirnar, þá meðal annars frá utanríkisráðuneytinu, ljósi á hvort þeir séu sammála þessari túlkun.“ Umsagnarfrestur rennur út í dag og Agnar segir að umsagnir hafi þegar borist frá tveimur aðilum. Ef málið fari á það stig að gefa eigi út starfsleyfi þurfi málið í opinbera auglýsingu. Tengdar fréttir Fór úr lögsögunni án þess að taka með sér verðmæti úr Minden Landhelgisgæslan hefur hætt afskiptum af fjársjóðsleitarskipinu Seabed Constructor og skipið er farið úr efnahagslögsögunni án þess að taka með sér verðmæti úr flaki þýska skipsins Minden. Óvíst er hvenær það snýr aftur en það getur ekki hafið leit að nýju án leyfis Umhverfisstofnunar. 15. apríl 2017 12:14 Sækja um að hefja aftur leit í flaki Minden Í skriflegu svari Umhverfisstofnunar kemur fram að starfsleyfisumsóknin barst stofnuninni 27. apríl síðastliðinn, rétt rúmri viku eftir að Seabed Construct sigldi úr höfn. 13. júlí 2017 11:02 Forleikurinn að hernámi Íslands Hópar manna fara ránshendi um heimshöfin og gera sér skipsflök að féþúfu. Vera rannsóknarskipsins Seabed Constructor á íslensku hafsvæði og tilraun áhafnarinnar til að hirða verðmæti úr þýska skipinu Minden tengist stórviðburðum í sögu Íslands. 29. apríl 2017 09:00 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Óskað er eftir starfsleyfi frá Umhverfisstofnun til að opna flak þýska flutningaskipsins Minden og ná þaðan verðmætum. Þetta kom fram í Fiskifréttum í gær. Breska fyrirtækið Advanced Marine Services Limited (AMS) sækir um leyfið með atbeina Lex lögmannsstofu. AMS hóf í apríl síðastliðnum að bjástra við Minden þar sem flak þess liggur á 2.242 metra dýpi um 120 mílur suðaustur af Íslandi. Skipinu sem AMS leigði til verksins, Seabed Constructor, var hins vegar stuggað í land af Landhelgisgæslunni 9. apríl. Breska félagið telur sig ekki þurfa heimild til að hirða verðmæti úr Minden að sögn Agnars Braga Bragasonar, sérfræðings hjá Umhverfisstofnun. Þangað barst þó áðurnefnd umsókn um starfsleyfi 27. apríl. Agnar segir að ákvarða þurfi slíkt leyfi út frá hugsanlegri mengunarhættu af aðgerðinni sem skilgreind sé sem niðurrif skips. „AMS hefur fundið kassa sem er í svokölluðu póstherbergi (e. mailroom) undir efsta þilfari skipsins í skut þess. Kassinn er 100x45x45 cm að stærð og því aðeins stærri heldur en ferðataska. Hefur AMS þegar komist inn í herbergið og er kassinn sem AMS telur að geti geymt verðmæti upp við styrktan vegg sem snýr að stafni skipsins,“ segir í umsókn Lex lögmanna fyrir hönd breska félagsins. Fram kemur að reiknað sé með að aðgerðin taki innan við þrjá sólarhringa. „Umbjóðandi okkar telur að engin hætta sé á mengun vegna aðgerða hans. Um sé að ræða mjög einfalda og fljótvirka aðgerð sem felur í sér að skera í vegg sem síðar verður beygður frá kassa sem umbjóðandi okkar telur að geti innihaldið verðmæti,“ segir í umsókninni. Nánar um innihald kassans segist AMS telja að þar geti verið „verðmætir málmar“. Engar áreiðanlegar upplýsingar eru um hvað leynist nákvæmlega í Minden sem áhöfn þýska skipsins sökkti sjálf 24. september 1939 til að hindra að það félli í hendur Breta. Miðað við að tilkostnaðurinn er sagður „gríðarlegur“ í umsókn fyrirtækisins og sagður hlaupa á milljónum á hverjum sólarhring blasir þó við að AMS telur þar vera umtalsverð auðævi. Komi verðmæti í ljós verði þau flutt til starfsstöðvar AMS í Bretlandi. Þarlend lög um björgunarlaun muni gilda ef eigandi gefur sig fram. Eignarhald á Minden er óljóst. „Það er eitt af þeim atriðum sem við vonumst til að fá betri mynd af áður en málið þróast lengra,“ segir Agnar. Breska fyrirtækið haldi því fram að enginn eigi skipið þar sem það sé yfirgefið á hafsbotni og að fylgt verði alþjóðlegum reglum um björgun verðmæta. „Vonandi varpa umsagnirnar, þá meðal annars frá utanríkisráðuneytinu, ljósi á hvort þeir séu sammála þessari túlkun.“ Umsagnarfrestur rennur út í dag og Agnar segir að umsagnir hafi þegar borist frá tveimur aðilum. Ef málið fari á það stig að gefa eigi út starfsleyfi þurfi málið í opinbera auglýsingu.
Tengdar fréttir Fór úr lögsögunni án þess að taka með sér verðmæti úr Minden Landhelgisgæslan hefur hætt afskiptum af fjársjóðsleitarskipinu Seabed Constructor og skipið er farið úr efnahagslögsögunni án þess að taka með sér verðmæti úr flaki þýska skipsins Minden. Óvíst er hvenær það snýr aftur en það getur ekki hafið leit að nýju án leyfis Umhverfisstofnunar. 15. apríl 2017 12:14 Sækja um að hefja aftur leit í flaki Minden Í skriflegu svari Umhverfisstofnunar kemur fram að starfsleyfisumsóknin barst stofnuninni 27. apríl síðastliðinn, rétt rúmri viku eftir að Seabed Construct sigldi úr höfn. 13. júlí 2017 11:02 Forleikurinn að hernámi Íslands Hópar manna fara ránshendi um heimshöfin og gera sér skipsflök að féþúfu. Vera rannsóknarskipsins Seabed Constructor á íslensku hafsvæði og tilraun áhafnarinnar til að hirða verðmæti úr þýska skipinu Minden tengist stórviðburðum í sögu Íslands. 29. apríl 2017 09:00 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Fór úr lögsögunni án þess að taka með sér verðmæti úr Minden Landhelgisgæslan hefur hætt afskiptum af fjársjóðsleitarskipinu Seabed Constructor og skipið er farið úr efnahagslögsögunni án þess að taka með sér verðmæti úr flaki þýska skipsins Minden. Óvíst er hvenær það snýr aftur en það getur ekki hafið leit að nýju án leyfis Umhverfisstofnunar. 15. apríl 2017 12:14
Sækja um að hefja aftur leit í flaki Minden Í skriflegu svari Umhverfisstofnunar kemur fram að starfsleyfisumsóknin barst stofnuninni 27. apríl síðastliðinn, rétt rúmri viku eftir að Seabed Construct sigldi úr höfn. 13. júlí 2017 11:02
Forleikurinn að hernámi Íslands Hópar manna fara ránshendi um heimshöfin og gera sér skipsflök að féþúfu. Vera rannsóknarskipsins Seabed Constructor á íslensku hafsvæði og tilraun áhafnarinnar til að hirða verðmæti úr þýska skipinu Minden tengist stórviðburðum í sögu Íslands. 29. apríl 2017 09:00