Innlent

Gæsluvél til Sikileyjar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar. Fréttablaðið/Vilhelm
TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar. Fréttablaðið/Vilhelm
TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar, hélt nú í morgun áleiðis til Sikileyjar en næstu vikurnar sinnir vélin og áhöfn hennar landamæraeftirliti á Miðjarðarhafi fyrir Landamæra- og strandgæslustofnun Evrópu, Frontex. Í fréttatilkynningu segir að ráðgert sé að flugvélin verði á Ítalíu þar til í lok ágúst.

Verkefnið er liður í Triton-áætlun Frontex sem hófst í árslok 2014. Markmið áætlunarinnar er meðal annars leit og björgun flótta- og farandfólks sem leggur á sig hættulegt ferðalag frá Afríku og Mið-Austurlöndum til Ítalíu. Yfirvöld á Ítalíu bera ábyrgð á framkvæmd áætlunarinnar en alls taka 25 aðildarríki Schengen-samstarfsins þátt í henni með því að leggja til starfsfólk og búnað, þar á meðal Ísland. – jhh




Fleiri fréttir

Sjá meira


×