Brynjar: Geri það sem ég er bestur í Anton Ingi Leifsson skrifar 3. september 2017 13:27 Brynjar í leiknum í dag. vísir/ernir Brynjar Þór Björnsson, skytta íslenska landsliðsins í körfubolta, segir að liðið verði að ná að spila meira en bara tuttugu mínútur góðar til að eiga séns í eins gott lið og Frakkar eru. „Fyrri hálfleikurinn var flottur. Góður kraftur í öllu, mikill hraði og vorum að sækja á þá á fyrstu tempóinu sem gerði það að verkum að við vorum að fá opin skot sem við vorum að setja,” sagði Brynjar Þór í samtali við Óskar Ófeig Jónsson, blaðamann 365 miðla, í höllinni í Helsinki í dag. „Hittnin var betri, stemningin var meiri og róteringin var aðeins hraðari fyrir vikið. Mér fannst gaman að horfa á þetta í fyrri hálfleik, en eins og í síðustu tveimur leikjum er þriðji leikhlutinn algjörlega að drepa okkur.” „Við þurfum að ná að minnsta kosti 30 mínútur til að eiga séns í þessi lið,” sagði Brynjar sem kom annan daginn í röð inn á og setti niður þrist: „Ég reyni alltaf að minna á mig þegar ég kem inn á og geri það sem ég er bestur í; að skjóta körfuna. Það er gaman að fá þetta tækifæri til að spila fyrir framan víkingaklappið og Íslendingana.” Íslenska liðið er mun lægra en það franska og þá sást bersýnilega í leiknum í dag þar sem Frakkarnir oft á tíðum hlupu bara yfir okkar menn. „Ég fékk ali-up troðslu i andlitið og Pavel og Hlynur að berjast við menn sem eru 130 kíló. Þetta eru valin nöfn í allar stöður; Euro-League og NBA-leikmenn út í eitt. Það segir sig sjálft að þeir eru betri í körfubolta en við.” „Þeir eru miklu stærri og lengri en við og maður er bara tittur þarna inn á. Það verður að segjast bara alveg eins og er,” en hvað tekur núna við? „Núna er að fara bara í ísbað og reyna jafna sig sem mest. Auðvitað verða lappirnar þreyttar og það má ekki gleyma því að flestir leikmennirnir eru tveimur árum eldri en í Berlín 2015 - sérstaklega lykilmennirnir.” „Það reynir á sjúkraþjálfarateymið og að vera klárir. Einnig er það andlegi þátturinn; að hafa trú á verkefninu. Við gefumst ekki upp og þá gerast góðir hlutir,” en hvað gerir landsliðið á morgun saman í tilefni frídags? „Við njótum þess að vera saman. Það er alltaf gaman þótt það sé frídagur eða ekki. Við skemmtum okkur vel saman,” sagði Brynjar að lokum. EM 2017 í Finnlandi Tengdar fréttir Pavel: Aldrei hægt að ásaka þetta lið um vilja- og baráttuleysi Pavel Ermolinskij, einn lykilmanna íslenska landsliðsins í körfubolta, segir að það sé ekki hægt að saka íslenska liðið um vilja- og baráttuleysi. 3. september 2017 13:16 Umfjöllun: Ísland - Frakkland 79-115 | Jón Arnór góður en enn á ný hrun í seinni hálfleik Íslenska körfuboltalandsliðið tapaði í dag sínum þriðja leik í röð á Evrópumótinu í Helsinki. Liðið varð enn á ný að sætta sig við stórtap, nú 36 stiga tap á móti Frökkum, 115-79, en það var þó yfir aðeins meiru að gleðjast en á móti Póllandi í gær sérstaklega í fínum fyrri hálfleik. 3. september 2017 12:15 Twitter: Eitt stykki þristur truflaði ekki víkingaklappið Íslenska karlalandsliðið í körfubolta hefur spilað vel í fyrri hálfleik gegn stórliði Frakklands á EM í körfubolta, en liðið hefur leikið frábærlega í fyrri hálfleik. 3. september 2017 11:31 Tryggvi: Eins og venjulega taka lið fram úr okkur í 3. leikhluta Tryggvi Snær Hlinason spilaði 15 mínútur í tapinu fyrir Frökkum á EM í körfubolta í dag. Bárðdælingurinn skoraði fimm stig og tók fjögur fráköst í leiknum. 3. september 2017 13:17 Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Fleiri fréttir Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ Sjá meira
Brynjar Þór Björnsson, skytta íslenska landsliðsins í körfubolta, segir að liðið verði að ná að spila meira en bara tuttugu mínútur góðar til að eiga séns í eins gott lið og Frakkar eru. „Fyrri hálfleikurinn var flottur. Góður kraftur í öllu, mikill hraði og vorum að sækja á þá á fyrstu tempóinu sem gerði það að verkum að við vorum að fá opin skot sem við vorum að setja,” sagði Brynjar Þór í samtali við Óskar Ófeig Jónsson, blaðamann 365 miðla, í höllinni í Helsinki í dag. „Hittnin var betri, stemningin var meiri og róteringin var aðeins hraðari fyrir vikið. Mér fannst gaman að horfa á þetta í fyrri hálfleik, en eins og í síðustu tveimur leikjum er þriðji leikhlutinn algjörlega að drepa okkur.” „Við þurfum að ná að minnsta kosti 30 mínútur til að eiga séns í þessi lið,” sagði Brynjar sem kom annan daginn í röð inn á og setti niður þrist: „Ég reyni alltaf að minna á mig þegar ég kem inn á og geri það sem ég er bestur í; að skjóta körfuna. Það er gaman að fá þetta tækifæri til að spila fyrir framan víkingaklappið og Íslendingana.” Íslenska liðið er mun lægra en það franska og þá sást bersýnilega í leiknum í dag þar sem Frakkarnir oft á tíðum hlupu bara yfir okkar menn. „Ég fékk ali-up troðslu i andlitið og Pavel og Hlynur að berjast við menn sem eru 130 kíló. Þetta eru valin nöfn í allar stöður; Euro-League og NBA-leikmenn út í eitt. Það segir sig sjálft að þeir eru betri í körfubolta en við.” „Þeir eru miklu stærri og lengri en við og maður er bara tittur þarna inn á. Það verður að segjast bara alveg eins og er,” en hvað tekur núna við? „Núna er að fara bara í ísbað og reyna jafna sig sem mest. Auðvitað verða lappirnar þreyttar og það má ekki gleyma því að flestir leikmennirnir eru tveimur árum eldri en í Berlín 2015 - sérstaklega lykilmennirnir.” „Það reynir á sjúkraþjálfarateymið og að vera klárir. Einnig er það andlegi þátturinn; að hafa trú á verkefninu. Við gefumst ekki upp og þá gerast góðir hlutir,” en hvað gerir landsliðið á morgun saman í tilefni frídags? „Við njótum þess að vera saman. Það er alltaf gaman þótt það sé frídagur eða ekki. Við skemmtum okkur vel saman,” sagði Brynjar að lokum.
EM 2017 í Finnlandi Tengdar fréttir Pavel: Aldrei hægt að ásaka þetta lið um vilja- og baráttuleysi Pavel Ermolinskij, einn lykilmanna íslenska landsliðsins í körfubolta, segir að það sé ekki hægt að saka íslenska liðið um vilja- og baráttuleysi. 3. september 2017 13:16 Umfjöllun: Ísland - Frakkland 79-115 | Jón Arnór góður en enn á ný hrun í seinni hálfleik Íslenska körfuboltalandsliðið tapaði í dag sínum þriðja leik í röð á Evrópumótinu í Helsinki. Liðið varð enn á ný að sætta sig við stórtap, nú 36 stiga tap á móti Frökkum, 115-79, en það var þó yfir aðeins meiru að gleðjast en á móti Póllandi í gær sérstaklega í fínum fyrri hálfleik. 3. september 2017 12:15 Twitter: Eitt stykki þristur truflaði ekki víkingaklappið Íslenska karlalandsliðið í körfubolta hefur spilað vel í fyrri hálfleik gegn stórliði Frakklands á EM í körfubolta, en liðið hefur leikið frábærlega í fyrri hálfleik. 3. september 2017 11:31 Tryggvi: Eins og venjulega taka lið fram úr okkur í 3. leikhluta Tryggvi Snær Hlinason spilaði 15 mínútur í tapinu fyrir Frökkum á EM í körfubolta í dag. Bárðdælingurinn skoraði fimm stig og tók fjögur fráköst í leiknum. 3. september 2017 13:17 Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Fleiri fréttir Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ Sjá meira
Pavel: Aldrei hægt að ásaka þetta lið um vilja- og baráttuleysi Pavel Ermolinskij, einn lykilmanna íslenska landsliðsins í körfubolta, segir að það sé ekki hægt að saka íslenska liðið um vilja- og baráttuleysi. 3. september 2017 13:16
Umfjöllun: Ísland - Frakkland 79-115 | Jón Arnór góður en enn á ný hrun í seinni hálfleik Íslenska körfuboltalandsliðið tapaði í dag sínum þriðja leik í röð á Evrópumótinu í Helsinki. Liðið varð enn á ný að sætta sig við stórtap, nú 36 stiga tap á móti Frökkum, 115-79, en það var þó yfir aðeins meiru að gleðjast en á móti Póllandi í gær sérstaklega í fínum fyrri hálfleik. 3. september 2017 12:15
Twitter: Eitt stykki þristur truflaði ekki víkingaklappið Íslenska karlalandsliðið í körfubolta hefur spilað vel í fyrri hálfleik gegn stórliði Frakklands á EM í körfubolta, en liðið hefur leikið frábærlega í fyrri hálfleik. 3. september 2017 11:31
Tryggvi: Eins og venjulega taka lið fram úr okkur í 3. leikhluta Tryggvi Snær Hlinason spilaði 15 mínútur í tapinu fyrir Frökkum á EM í körfubolta í dag. Bárðdælingurinn skoraði fimm stig og tók fjögur fráköst í leiknum. 3. september 2017 13:17
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum