Brynjar: Geri það sem ég er bestur í Anton Ingi Leifsson skrifar 3. september 2017 13:27 Brynjar í leiknum í dag. vísir/ernir Brynjar Þór Björnsson, skytta íslenska landsliðsins í körfubolta, segir að liðið verði að ná að spila meira en bara tuttugu mínútur góðar til að eiga séns í eins gott lið og Frakkar eru. „Fyrri hálfleikurinn var flottur. Góður kraftur í öllu, mikill hraði og vorum að sækja á þá á fyrstu tempóinu sem gerði það að verkum að við vorum að fá opin skot sem við vorum að setja,” sagði Brynjar Þór í samtali við Óskar Ófeig Jónsson, blaðamann 365 miðla, í höllinni í Helsinki í dag. „Hittnin var betri, stemningin var meiri og róteringin var aðeins hraðari fyrir vikið. Mér fannst gaman að horfa á þetta í fyrri hálfleik, en eins og í síðustu tveimur leikjum er þriðji leikhlutinn algjörlega að drepa okkur.” „Við þurfum að ná að minnsta kosti 30 mínútur til að eiga séns í þessi lið,” sagði Brynjar sem kom annan daginn í röð inn á og setti niður þrist: „Ég reyni alltaf að minna á mig þegar ég kem inn á og geri það sem ég er bestur í; að skjóta körfuna. Það er gaman að fá þetta tækifæri til að spila fyrir framan víkingaklappið og Íslendingana.” Íslenska liðið er mun lægra en það franska og þá sást bersýnilega í leiknum í dag þar sem Frakkarnir oft á tíðum hlupu bara yfir okkar menn. „Ég fékk ali-up troðslu i andlitið og Pavel og Hlynur að berjast við menn sem eru 130 kíló. Þetta eru valin nöfn í allar stöður; Euro-League og NBA-leikmenn út í eitt. Það segir sig sjálft að þeir eru betri í körfubolta en við.” „Þeir eru miklu stærri og lengri en við og maður er bara tittur þarna inn á. Það verður að segjast bara alveg eins og er,” en hvað tekur núna við? „Núna er að fara bara í ísbað og reyna jafna sig sem mest. Auðvitað verða lappirnar þreyttar og það má ekki gleyma því að flestir leikmennirnir eru tveimur árum eldri en í Berlín 2015 - sérstaklega lykilmennirnir.” „Það reynir á sjúkraþjálfarateymið og að vera klárir. Einnig er það andlegi þátturinn; að hafa trú á verkefninu. Við gefumst ekki upp og þá gerast góðir hlutir,” en hvað gerir landsliðið á morgun saman í tilefni frídags? „Við njótum þess að vera saman. Það er alltaf gaman þótt það sé frídagur eða ekki. Við skemmtum okkur vel saman,” sagði Brynjar að lokum. EM 2017 í Finnlandi Tengdar fréttir Pavel: Aldrei hægt að ásaka þetta lið um vilja- og baráttuleysi Pavel Ermolinskij, einn lykilmanna íslenska landsliðsins í körfubolta, segir að það sé ekki hægt að saka íslenska liðið um vilja- og baráttuleysi. 3. september 2017 13:16 Umfjöllun: Ísland - Frakkland 79-115 | Jón Arnór góður en enn á ný hrun í seinni hálfleik Íslenska körfuboltalandsliðið tapaði í dag sínum þriðja leik í röð á Evrópumótinu í Helsinki. Liðið varð enn á ný að sætta sig við stórtap, nú 36 stiga tap á móti Frökkum, 115-79, en það var þó yfir aðeins meiru að gleðjast en á móti Póllandi í gær sérstaklega í fínum fyrri hálfleik. 3. september 2017 12:15 Twitter: Eitt stykki þristur truflaði ekki víkingaklappið Íslenska karlalandsliðið í körfubolta hefur spilað vel í fyrri hálfleik gegn stórliði Frakklands á EM í körfubolta, en liðið hefur leikið frábærlega í fyrri hálfleik. 3. september 2017 11:31 Tryggvi: Eins og venjulega taka lið fram úr okkur í 3. leikhluta Tryggvi Snær Hlinason spilaði 15 mínútur í tapinu fyrir Frökkum á EM í körfubolta í dag. Bárðdælingurinn skoraði fimm stig og tók fjögur fráköst í leiknum. 3. september 2017 13:17 Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Fleiri fréttir Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ „Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar“ Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Njarðvík lagði Hamar/Þór Sjá meira
Brynjar Þór Björnsson, skytta íslenska landsliðsins í körfubolta, segir að liðið verði að ná að spila meira en bara tuttugu mínútur góðar til að eiga séns í eins gott lið og Frakkar eru. „Fyrri hálfleikurinn var flottur. Góður kraftur í öllu, mikill hraði og vorum að sækja á þá á fyrstu tempóinu sem gerði það að verkum að við vorum að fá opin skot sem við vorum að setja,” sagði Brynjar Þór í samtali við Óskar Ófeig Jónsson, blaðamann 365 miðla, í höllinni í Helsinki í dag. „Hittnin var betri, stemningin var meiri og róteringin var aðeins hraðari fyrir vikið. Mér fannst gaman að horfa á þetta í fyrri hálfleik, en eins og í síðustu tveimur leikjum er þriðji leikhlutinn algjörlega að drepa okkur.” „Við þurfum að ná að minnsta kosti 30 mínútur til að eiga séns í þessi lið,” sagði Brynjar sem kom annan daginn í röð inn á og setti niður þrist: „Ég reyni alltaf að minna á mig þegar ég kem inn á og geri það sem ég er bestur í; að skjóta körfuna. Það er gaman að fá þetta tækifæri til að spila fyrir framan víkingaklappið og Íslendingana.” Íslenska liðið er mun lægra en það franska og þá sást bersýnilega í leiknum í dag þar sem Frakkarnir oft á tíðum hlupu bara yfir okkar menn. „Ég fékk ali-up troðslu i andlitið og Pavel og Hlynur að berjast við menn sem eru 130 kíló. Þetta eru valin nöfn í allar stöður; Euro-League og NBA-leikmenn út í eitt. Það segir sig sjálft að þeir eru betri í körfubolta en við.” „Þeir eru miklu stærri og lengri en við og maður er bara tittur þarna inn á. Það verður að segjast bara alveg eins og er,” en hvað tekur núna við? „Núna er að fara bara í ísbað og reyna jafna sig sem mest. Auðvitað verða lappirnar þreyttar og það má ekki gleyma því að flestir leikmennirnir eru tveimur árum eldri en í Berlín 2015 - sérstaklega lykilmennirnir.” „Það reynir á sjúkraþjálfarateymið og að vera klárir. Einnig er það andlegi þátturinn; að hafa trú á verkefninu. Við gefumst ekki upp og þá gerast góðir hlutir,” en hvað gerir landsliðið á morgun saman í tilefni frídags? „Við njótum þess að vera saman. Það er alltaf gaman þótt það sé frídagur eða ekki. Við skemmtum okkur vel saman,” sagði Brynjar að lokum.
EM 2017 í Finnlandi Tengdar fréttir Pavel: Aldrei hægt að ásaka þetta lið um vilja- og baráttuleysi Pavel Ermolinskij, einn lykilmanna íslenska landsliðsins í körfubolta, segir að það sé ekki hægt að saka íslenska liðið um vilja- og baráttuleysi. 3. september 2017 13:16 Umfjöllun: Ísland - Frakkland 79-115 | Jón Arnór góður en enn á ný hrun í seinni hálfleik Íslenska körfuboltalandsliðið tapaði í dag sínum þriðja leik í röð á Evrópumótinu í Helsinki. Liðið varð enn á ný að sætta sig við stórtap, nú 36 stiga tap á móti Frökkum, 115-79, en það var þó yfir aðeins meiru að gleðjast en á móti Póllandi í gær sérstaklega í fínum fyrri hálfleik. 3. september 2017 12:15 Twitter: Eitt stykki þristur truflaði ekki víkingaklappið Íslenska karlalandsliðið í körfubolta hefur spilað vel í fyrri hálfleik gegn stórliði Frakklands á EM í körfubolta, en liðið hefur leikið frábærlega í fyrri hálfleik. 3. september 2017 11:31 Tryggvi: Eins og venjulega taka lið fram úr okkur í 3. leikhluta Tryggvi Snær Hlinason spilaði 15 mínútur í tapinu fyrir Frökkum á EM í körfubolta í dag. Bárðdælingurinn skoraði fimm stig og tók fjögur fráköst í leiknum. 3. september 2017 13:17 Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Fleiri fréttir Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ „Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar“ Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Njarðvík lagði Hamar/Þór Sjá meira
Pavel: Aldrei hægt að ásaka þetta lið um vilja- og baráttuleysi Pavel Ermolinskij, einn lykilmanna íslenska landsliðsins í körfubolta, segir að það sé ekki hægt að saka íslenska liðið um vilja- og baráttuleysi. 3. september 2017 13:16
Umfjöllun: Ísland - Frakkland 79-115 | Jón Arnór góður en enn á ný hrun í seinni hálfleik Íslenska körfuboltalandsliðið tapaði í dag sínum þriðja leik í röð á Evrópumótinu í Helsinki. Liðið varð enn á ný að sætta sig við stórtap, nú 36 stiga tap á móti Frökkum, 115-79, en það var þó yfir aðeins meiru að gleðjast en á móti Póllandi í gær sérstaklega í fínum fyrri hálfleik. 3. september 2017 12:15
Twitter: Eitt stykki þristur truflaði ekki víkingaklappið Íslenska karlalandsliðið í körfubolta hefur spilað vel í fyrri hálfleik gegn stórliði Frakklands á EM í körfubolta, en liðið hefur leikið frábærlega í fyrri hálfleik. 3. september 2017 11:31
Tryggvi: Eins og venjulega taka lið fram úr okkur í 3. leikhluta Tryggvi Snær Hlinason spilaði 15 mínútur í tapinu fyrir Frökkum á EM í körfubolta í dag. Bárðdælingurinn skoraði fimm stig og tók fjögur fráköst í leiknum. 3. september 2017 13:17
Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum