Hamill minnist Fisher: „Hún var ekkert lamb að leika sér við“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 2. janúar 2017 21:00 Hamill og Fisher voru góðir vinir. Vísir/Getty „Hún var ekkert lamb að leika sér við, en líf mitt hefði verið mun litlausara ef hún hefði ekki verið vinur minn.“ Svona minnist Mark Hamill vinkonu sinnar Carrie Fisher. Hamill er einn þeirra sem minnist Fisher í The Hollywood Reporter, en Fisher lést þann 27. desember síðastliðinn. Hamill fór með hlutverk Loga Geimgengils í Star Wars þar sem Fisher lék systur hans, Lilju prinsessu. Hamill segir þau hafa átt í einstöku sambandi og líkir því við að þau hafi verið saman í bílskúrshljómsveit sem hafi óvænt slegið í gegn og minnist þess þegar þau hittust fyrst, áður en tökur hófust af myndinni New Hope árið 1975. „Hún var 19 ára á þeim tíma. Ég var veraldarvanur, 24 ára. Ég hugsaði „guð minn góður, þetta verður eins og að vinna með menntaskólakrakka.“ En ég féll um koll. Hún var smjaðursöm og fyndin og opinská. Hún hafði einstakt lag á því að vera rosalega einlæg. Ég var nýbúin að kynnast henni en leið eins og við hefðum þekkst í tíu ár,“ skrifar Hamill.Gerði allt til að fá hana til að hlæja Hann segir að Fisher hafi verið glaðvær og lífsglöð og að hlátur hennar hafi verið eins konar heiðursmerki. „Það voru engin takmörk fyrir því hvað ég gerði til að fá hana til að hlæja. Ég elskaði hana og elskaði að koma henni til að hlæja. Hún gerði klikkaða hluti og fékk mig til að gera alls konar klikkaða hluti. Eftir á að hyggja voru þeir ekki svo klikkaðir. Á ákveðinn hátt voru þeir varnarhættir fyrir hana.“ Hamill segir Fisher hafa oft verið fyrirhafnarsama og að vináttan hafi oft á tíðum verið stormasöm, en að hún hafi gefið lífi hans lit. „Ég er þakklátur fyrir að við viðhéldum vinskap okkar og að við fengum annað tækifæri með nýju myndunum. Ég held það hafi verið hughreystandi fyrir hana að ég var þar, sama manneskjan, að hún gæti treyst mér, eins gagnrýnin og við vorum stundum á hvort annað. Í gegnum árin tókum við allan skalann, við elskuðum hvort annað og hötuðum við hvort annað. Við vorum eins og fjölskylda,“ skrifar Hamill. „Hún var ekkert lamb að leika sér við. Hún var fyrirhafnarsöm. En líf mitt hefði verið mun litlausara og óáhugaverðara ef hún hefði ekki verið sá vinur sem hún var.“ Tengdar fréttir Carrie Fisher er dáin Leikkonan fékk hjartaáfall á föstudaginn. 27. desember 2016 17:59 Carrie Fisher minnst um allan heim Margir minntust Carrie Fisher í kvöld en ljóst er að litríkur persónuleiki er fallinn frá. 27. desember 2016 21:00 Mest lesið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Drengurinn skal heita Ezra Lífið Halla forseti rokkar svart og hvítt Tíska og hönnun Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Fleiri fréttir Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Sjá meira
„Hún var ekkert lamb að leika sér við, en líf mitt hefði verið mun litlausara ef hún hefði ekki verið vinur minn.“ Svona minnist Mark Hamill vinkonu sinnar Carrie Fisher. Hamill er einn þeirra sem minnist Fisher í The Hollywood Reporter, en Fisher lést þann 27. desember síðastliðinn. Hamill fór með hlutverk Loga Geimgengils í Star Wars þar sem Fisher lék systur hans, Lilju prinsessu. Hamill segir þau hafa átt í einstöku sambandi og líkir því við að þau hafi verið saman í bílskúrshljómsveit sem hafi óvænt slegið í gegn og minnist þess þegar þau hittust fyrst, áður en tökur hófust af myndinni New Hope árið 1975. „Hún var 19 ára á þeim tíma. Ég var veraldarvanur, 24 ára. Ég hugsaði „guð minn góður, þetta verður eins og að vinna með menntaskólakrakka.“ En ég féll um koll. Hún var smjaðursöm og fyndin og opinská. Hún hafði einstakt lag á því að vera rosalega einlæg. Ég var nýbúin að kynnast henni en leið eins og við hefðum þekkst í tíu ár,“ skrifar Hamill.Gerði allt til að fá hana til að hlæja Hann segir að Fisher hafi verið glaðvær og lífsglöð og að hlátur hennar hafi verið eins konar heiðursmerki. „Það voru engin takmörk fyrir því hvað ég gerði til að fá hana til að hlæja. Ég elskaði hana og elskaði að koma henni til að hlæja. Hún gerði klikkaða hluti og fékk mig til að gera alls konar klikkaða hluti. Eftir á að hyggja voru þeir ekki svo klikkaðir. Á ákveðinn hátt voru þeir varnarhættir fyrir hana.“ Hamill segir Fisher hafa oft verið fyrirhafnarsama og að vináttan hafi oft á tíðum verið stormasöm, en að hún hafi gefið lífi hans lit. „Ég er þakklátur fyrir að við viðhéldum vinskap okkar og að við fengum annað tækifæri með nýju myndunum. Ég held það hafi verið hughreystandi fyrir hana að ég var þar, sama manneskjan, að hún gæti treyst mér, eins gagnrýnin og við vorum stundum á hvort annað. Í gegnum árin tókum við allan skalann, við elskuðum hvort annað og hötuðum við hvort annað. Við vorum eins og fjölskylda,“ skrifar Hamill. „Hún var ekkert lamb að leika sér við. Hún var fyrirhafnarsöm. En líf mitt hefði verið mun litlausara og óáhugaverðara ef hún hefði ekki verið sá vinur sem hún var.“
Tengdar fréttir Carrie Fisher er dáin Leikkonan fékk hjartaáfall á föstudaginn. 27. desember 2016 17:59 Carrie Fisher minnst um allan heim Margir minntust Carrie Fisher í kvöld en ljóst er að litríkur persónuleiki er fallinn frá. 27. desember 2016 21:00 Mest lesið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Drengurinn skal heita Ezra Lífið Halla forseti rokkar svart og hvítt Tíska og hönnun Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Fleiri fréttir Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Sjá meira
Carrie Fisher minnst um allan heim Margir minntust Carrie Fisher í kvöld en ljóst er að litríkur persónuleiki er fallinn frá. 27. desember 2016 21:00