Laugardalslaug stífluð á nýársdag Sveinn Arnarsson skrifar 2. janúar 2017 06:00 Ein sundlaug í Reykjavík, Laugardalslaug, er opin á nýársdag. Fréttablaðið/Hanna Örtröð myndaðist í Laugardalslaug í gær á fyrsta degi ársins. Um fjögur þúsund gestir sóttu laugina heim á þeim sex klukkustundum sem hún var opin og þurftu baðgestir að bíða eftir skápum og að komast í sturtu. Þegar blaðamaður hringdi í Laugardalslaug um miðjan dag í gær afsakaði starfsmaður sig með þeim orðum að það væri það mikið að gera að hann hefði engan tíma til að tala í símann, slík væri örtröðin. „Það var mikið að gera hjá okkur og álag á okkar starfsfólki mikið,“ segir Logi Sigurfinnsson, forstöðumaður Laugardalslaugar. „Þessi dagur hefur síðustu ár verið einn af stóru dögum ársins og því höfum við tekið á það ráð að vera með aukinn mannskap á vaktinni.“Logi Sigurfinnsson, forstöðumðaur Laugardalslaugar og Sundhallar Reykjavíkurvísir/eyþórLaugardalslaug var eina sundlaugin sem var opin í Reykjavík í gær en sú hefur einnig verið raunin síðustu ár. Flykkjast því margir í laugina á þessum degi. „Þessi umræða kemur upp árlega, hvort fleiri laugar eigi að vera opnar. Á næsta ári verður Sundhöllin opin. Hún hefur verið með sama þjónustustig og Laugardalslaugin og því gæti hún tekið við einhverjum fjölda einnig,“ segir Logi. Gestakoman er ekki jöfn yfir daginn en flestir gestanna mæta um þrjúleytið á nýársdag. Opnað er í hádeginu og er opið til sex þennan daginn. „Þegar mest lætur er fólk að bíða eftir skápum og sturtum. Við erum með um 800 skápa í lauginni og því er mikið af fólki þegar mest er,“ segir Logi en ferðamönnum hefur fjölgað gífurlega síðustu ár og sérstaklega hefur þeim fjölgað sem sækja Ísland heim yfir jól og áramót. „Sá hópur sem sækir laugina þennan dag er öðruvísi saman settur en aðra daga. Á öðrum degi jóla, sem er einnig stór dagur hjá okkur í lauginni, mæta næstum eingöngu Íslendingar til okkar. Því er öfugt farið á fyrsta degi ársins en þá mæta mun fleiri ferðamenn til okkar en vanalega,“ bætir Logi við. Ferðamennska á Íslandi Sundlaugar Mest lesið Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Innlent „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Innlent Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Innlent Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Erlent Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Innlent Tvær bílveltur með stuttu millibili Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Holtavörðuheiðinni lokað Innlent Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Erlent Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Erlent Fleiri fréttir Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Tvær bílveltur með stuttu millibili „Kerfið hefur ekki verið mjög burðugt fram til þessa“ „Ég lofa ykkur því að ég skal leggja mitt af mörkum“ Arndís Anna kjörin formaður Siðmenntar „Sigur er alltaf sigur“ Ósáttur við gjaldtöku yfir nýja Ölfusárbrú „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Holtavörðuheiðinni lokað Formannskjör Sjálfstæðisflokksins og fundur leiðtoga í Lundúnum Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Landsfundur, alþjóðamál og Efling á Sprengisandi Kvikusöfnun heldur áfram Guðni stóð vaktina á Háskóladaginn Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Flæddi í fleiri kjallara og grjót á víð og dreif á Seltjarnarnesi Nanna hneykslast á gervigreindarmyndum í nýjum þáttum RÚV Lögblindur prestur spilar snóker og bridds eins og ekkert sé Staðan snúnari eftir „fyrirsátur“ í Hvíta húsinu Fordæmalaus staða milli bandalagsríkja og spennan magnast á landsfundi „Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Ræða Guðrúnar: Opnara forystukjör, orðljót verkalýðshreyfing og látins félaga minnst Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Vandasamt starf að stýra 2100 manna fundi „Stoðir réttarríkisins eru ekki í hættu“ Gular viðvaranir gefnar út Boða til bænastundar vegna banaslyssins í Vík Bandaríkin séu ekki raunverulegir málsvarar frelsis Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Sjá meira
Örtröð myndaðist í Laugardalslaug í gær á fyrsta degi ársins. Um fjögur þúsund gestir sóttu laugina heim á þeim sex klukkustundum sem hún var opin og þurftu baðgestir að bíða eftir skápum og að komast í sturtu. Þegar blaðamaður hringdi í Laugardalslaug um miðjan dag í gær afsakaði starfsmaður sig með þeim orðum að það væri það mikið að gera að hann hefði engan tíma til að tala í símann, slík væri örtröðin. „Það var mikið að gera hjá okkur og álag á okkar starfsfólki mikið,“ segir Logi Sigurfinnsson, forstöðumaður Laugardalslaugar. „Þessi dagur hefur síðustu ár verið einn af stóru dögum ársins og því höfum við tekið á það ráð að vera með aukinn mannskap á vaktinni.“Logi Sigurfinnsson, forstöðumðaur Laugardalslaugar og Sundhallar Reykjavíkurvísir/eyþórLaugardalslaug var eina sundlaugin sem var opin í Reykjavík í gær en sú hefur einnig verið raunin síðustu ár. Flykkjast því margir í laugina á þessum degi. „Þessi umræða kemur upp árlega, hvort fleiri laugar eigi að vera opnar. Á næsta ári verður Sundhöllin opin. Hún hefur verið með sama þjónustustig og Laugardalslaugin og því gæti hún tekið við einhverjum fjölda einnig,“ segir Logi. Gestakoman er ekki jöfn yfir daginn en flestir gestanna mæta um þrjúleytið á nýársdag. Opnað er í hádeginu og er opið til sex þennan daginn. „Þegar mest lætur er fólk að bíða eftir skápum og sturtum. Við erum með um 800 skápa í lauginni og því er mikið af fólki þegar mest er,“ segir Logi en ferðamönnum hefur fjölgað gífurlega síðustu ár og sérstaklega hefur þeim fjölgað sem sækja Ísland heim yfir jól og áramót. „Sá hópur sem sækir laugina þennan dag er öðruvísi saman settur en aðra daga. Á öðrum degi jóla, sem er einnig stór dagur hjá okkur í lauginni, mæta næstum eingöngu Íslendingar til okkar. Því er öfugt farið á fyrsta degi ársins en þá mæta mun fleiri ferðamenn til okkar en vanalega,“ bætir Logi við.
Ferðamennska á Íslandi Sundlaugar Mest lesið Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Innlent „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Innlent Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Innlent Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Erlent Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Innlent Tvær bílveltur með stuttu millibili Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Holtavörðuheiðinni lokað Innlent Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Erlent Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Erlent Fleiri fréttir Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Tvær bílveltur með stuttu millibili „Kerfið hefur ekki verið mjög burðugt fram til þessa“ „Ég lofa ykkur því að ég skal leggja mitt af mörkum“ Arndís Anna kjörin formaður Siðmenntar „Sigur er alltaf sigur“ Ósáttur við gjaldtöku yfir nýja Ölfusárbrú „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Holtavörðuheiðinni lokað Formannskjör Sjálfstæðisflokksins og fundur leiðtoga í Lundúnum Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Landsfundur, alþjóðamál og Efling á Sprengisandi Kvikusöfnun heldur áfram Guðni stóð vaktina á Háskóladaginn Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Flæddi í fleiri kjallara og grjót á víð og dreif á Seltjarnarnesi Nanna hneykslast á gervigreindarmyndum í nýjum þáttum RÚV Lögblindur prestur spilar snóker og bridds eins og ekkert sé Staðan snúnari eftir „fyrirsátur“ í Hvíta húsinu Fordæmalaus staða milli bandalagsríkja og spennan magnast á landsfundi „Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Ræða Guðrúnar: Opnara forystukjör, orðljót verkalýðshreyfing og látins félaga minnst Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Vandasamt starf að stýra 2100 manna fundi „Stoðir réttarríkisins eru ekki í hættu“ Gular viðvaranir gefnar út Boða til bænastundar vegna banaslyssins í Vík Bandaríkin séu ekki raunverulegir málsvarar frelsis Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Sjá meira