„Jólin eru ekki tími til að vera hlekkjaður við örtrefjaklút og skúringamoppu“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 21. desember 2017 09:00 Margir upplifa kvíða og vanlíðan í kringum jólin. Vísir/Getty Dagana fyrir jól byrja margir setningarnar sínar á „Ég á eftir að“ eða „Ég þarf að“ og flestir eru með lista yfir allt sem þarf að kaupa, þrífa og gera. Þjálfarinn og sálfræðingurinn Ragnhildur Þórðardóttir, betur þekkt sem Ragga nagli, hvetur fólk til að sleppa því að setja of mikla pressu á sig og passa að leyfa ekki stressinu að heltaka jólaundirbúninginn. „Þú hlammar þér í sófann í aðgerðarlömun. Opnar símann. Öppin sem gefa sýnishorn af veruleika náungans í gegnum tvívíðan veruleika á tölvuskjá. Vinkonurnar pósta myndum af bakstursafrekum. Óaðfinnanlegar Sörur. Sjö sortir á sunnudegi. Mannvirki úr piparkökum. Ein gerði Hallgrímskirkju. Önnur gerði Hörpu. Þriðja skellti í Buckingham Palace. Þú keyptir tilbúið piparkökuhús í Tiger. Lakkrístopparnir hvítar sorglegar klessur sem festust við bökunarplötuna.“ Á samfélagsmiðlum eins og Instagram og Snapchat eru myndir og myndbönd frá fólki sem er búið að þrífa allt og kaupa allt og gera allt. Ragga bendir á að fyrir jólin eru mörg heimilin sem sjást á samfélagsmiðlum, uppstillt eins og Hús og híbýli séu að koma í heimsókn. „Jólaskrautið þitt er tilviljanakennt samansafn frá mömmu, Kolaportinu og tombólum. Serían flækt og ein peran ónýt. Jólakvíðinn hríslast niður hryggjarsúluna. Hann hvíslar í eyrað á þér: Þú munt aldrei ná þessu öllu. Ekki-nógan mætir á kantinn og minnir þig á hversu léleg þú ert. „Þú átt eftir að setja upp jólagardínurnar... og það kortér í jól.” Hvað þér sé að mistakast á mörgum sviðum.“Ragga nagli hvetur Íslendinga til þess að slappa af um jólin og sleppa kvíðahnútnum yfir því að eitthvað sé ekki nóg.Aðsent/Andrea JónsdóttirÞað koma alltaf jól Ragga segir að fólk setji sér kröfur sem fari með himinskautum og ekki sé neinum fært nema fuglinum fljúgandi að ná þeim. „Jólin eru ekki tími til að vera hlekkjaður við örtrefjaklút og skúringamoppu. Jólin eru ekki tími til að vera andvaka af áhyggjum af óskrifuðum kortum. Jólin eru ekki tími til að vera lítill í sér yfir rykugum gluggakistum. Jólin eru tíminn til að vera með fjölskyldu og vinum. Drekka glögg. Sötra kakó. Smjatta Sörur. Sjoppa óþarfa á jólamarkaði. Fara á skauta. Máta kjóla.“ Hún hvetur fólk til þess að hylla myllumerkið #nógugott og sleppa óraunhæfum kröfum með tilheyrandi stressi, ekki láta kvíðahnút og vanlíðan eyðileggja jólin. „Það koma jól. Hvort sem það er ryk í hornunum. Sængin óviðruð. Eldhússkáparnir skipulagt kaos. Piparkökuhúsið E-efnafylltur fabrikkuskúr. Það koma alltaf jól. Spurningin er bara hvort við ætlum að njóta þeirra.“ Mest lesið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Tónlist Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Hittast á laun Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Fögnuðu Hennar Rödd á alþjóðlegum baráttudegi kvenna Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Fögnuðu Hennar Rödd á alþjóðlegum baráttudegi kvenna Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Hittast á laun „Loksins kominn til okkar“ „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Sjá meira
Dagana fyrir jól byrja margir setningarnar sínar á „Ég á eftir að“ eða „Ég þarf að“ og flestir eru með lista yfir allt sem þarf að kaupa, þrífa og gera. Þjálfarinn og sálfræðingurinn Ragnhildur Þórðardóttir, betur þekkt sem Ragga nagli, hvetur fólk til að sleppa því að setja of mikla pressu á sig og passa að leyfa ekki stressinu að heltaka jólaundirbúninginn. „Þú hlammar þér í sófann í aðgerðarlömun. Opnar símann. Öppin sem gefa sýnishorn af veruleika náungans í gegnum tvívíðan veruleika á tölvuskjá. Vinkonurnar pósta myndum af bakstursafrekum. Óaðfinnanlegar Sörur. Sjö sortir á sunnudegi. Mannvirki úr piparkökum. Ein gerði Hallgrímskirkju. Önnur gerði Hörpu. Þriðja skellti í Buckingham Palace. Þú keyptir tilbúið piparkökuhús í Tiger. Lakkrístopparnir hvítar sorglegar klessur sem festust við bökunarplötuna.“ Á samfélagsmiðlum eins og Instagram og Snapchat eru myndir og myndbönd frá fólki sem er búið að þrífa allt og kaupa allt og gera allt. Ragga bendir á að fyrir jólin eru mörg heimilin sem sjást á samfélagsmiðlum, uppstillt eins og Hús og híbýli séu að koma í heimsókn. „Jólaskrautið þitt er tilviljanakennt samansafn frá mömmu, Kolaportinu og tombólum. Serían flækt og ein peran ónýt. Jólakvíðinn hríslast niður hryggjarsúluna. Hann hvíslar í eyrað á þér: Þú munt aldrei ná þessu öllu. Ekki-nógan mætir á kantinn og minnir þig á hversu léleg þú ert. „Þú átt eftir að setja upp jólagardínurnar... og það kortér í jól.” Hvað þér sé að mistakast á mörgum sviðum.“Ragga nagli hvetur Íslendinga til þess að slappa af um jólin og sleppa kvíðahnútnum yfir því að eitthvað sé ekki nóg.Aðsent/Andrea JónsdóttirÞað koma alltaf jól Ragga segir að fólk setji sér kröfur sem fari með himinskautum og ekki sé neinum fært nema fuglinum fljúgandi að ná þeim. „Jólin eru ekki tími til að vera hlekkjaður við örtrefjaklút og skúringamoppu. Jólin eru ekki tími til að vera andvaka af áhyggjum af óskrifuðum kortum. Jólin eru ekki tími til að vera lítill í sér yfir rykugum gluggakistum. Jólin eru tíminn til að vera með fjölskyldu og vinum. Drekka glögg. Sötra kakó. Smjatta Sörur. Sjoppa óþarfa á jólamarkaði. Fara á skauta. Máta kjóla.“ Hún hvetur fólk til þess að hylla myllumerkið #nógugott og sleppa óraunhæfum kröfum með tilheyrandi stressi, ekki láta kvíðahnút og vanlíðan eyðileggja jólin. „Það koma jól. Hvort sem það er ryk í hornunum. Sængin óviðruð. Eldhússkáparnir skipulagt kaos. Piparkökuhúsið E-efnafylltur fabrikkuskúr. Það koma alltaf jól. Spurningin er bara hvort við ætlum að njóta þeirra.“
Mest lesið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Tónlist Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Hittast á laun Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Fögnuðu Hennar Rödd á alþjóðlegum baráttudegi kvenna Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Fögnuðu Hennar Rödd á alþjóðlegum baráttudegi kvenna Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Hittast á laun „Loksins kominn til okkar“ „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Sjá meira