Paradísarskjölin: Eignir Bretadrottningar og tengsl bandarísks ráðherra við tengdason Pútín Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 5. nóvember 2017 19:21 Bretadrottning er í hinum nýja gagnaleka en ekkert saknæmt virðist vera við viðskipti hennar. Vísir/Getty Nýr gagnaleki hefur varpað ljósi á eignir og fjárhag sumra af ríkustu einstaklingum heims. Gögnin bárust þýska dagblaðinu Süddeutsche Zeitung sem rannsakaði skjölin í samstarfi við alþjóðasamtök rannsóknarblaðamanna, líkt og með Panama-skjölin sem gerð voru opinber í apríl á síðasta ári. Lekinn hefur hlotið viðurnefnið Paradísarskjölin og um er að ræða 12,4 milljónir skjala, sem flest eru frá lögmannsstofunni Appleby á Bermúda-eyjum sem sérhæfir sig í aflandsviðskiptum. Í flestum tilvikum er um lögleg viðskipti að ræða.Samkvæmt frétt á vef Reykjavík Media eru nöfn nokkurra tuga Íslendinga að finna í skjölunum. Engin nöfn íslenskra stjórnmálamanna hafa fundist í gögnunum en þar er hins vegar að finna nöfn 126 stjórnmálamanna frá 47 löndum. Af norðurlöndunum eru Norðmenn flestir í skjölunum, eða um eitt þúsund, en Íslendingar fæstir.Í viðskiptum við tengdason Pútín Meðal þess sem gögnin varpa ljósi á eru viðskiptatengsl Wilburs Ross, viðskiptaráðherra Bandaríkjanna, við tengdason Vladimirs Pútín, forseta Rússlands. Þessi afhjúpun gæti haft áhrif á ríkisstjórn Bandaríkjanna, en tengsl Donalds Trump Bandaríkjaforseta við yfirvöld í Moskvu hafa verið til rannsóknar í nokkra mánuði. Ross á hlut í flutningafyrirtækinu Navigator Holdings sem þénar milljónir dala ár hvert í gegnum flutning á olíu og bensíni til Rússlands fyrir fyrirtæki sem er að hluta í eigu tengdasonar Pútín. Elísabet Bretadrottning er einnig í lekanum en gögnin sýna að um 10 milljónir punda af einkafé drottningarinnar hafi verið geymt á aflandsreikningum. Upphæðin nemur tæpum 1,4 milljörðum íslenskra króna. Féð var geymt í sjóði á Cayman eyjum og á Bermúda. Ekkert er saknæmt við fjárfestingar drottningarinnar og engar vísbendingar eru um að drottningin greiði ekki skatta. Hins vegar hafa skjölin vakið spurningar um hvort viðeigandi sé að þjóðhöfðinginn fjárfesti á þennan hátt. Sem fyrr segir var einungis greint frá hluta gagnanna í dag og má því búast við fleiri fregnum af málinu á næstu dögum. Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Nýr gagnaleki hefur varpað ljósi á eignir og fjárhag sumra af ríkustu einstaklingum heims. Gögnin bárust þýska dagblaðinu Süddeutsche Zeitung sem rannsakaði skjölin í samstarfi við alþjóðasamtök rannsóknarblaðamanna, líkt og með Panama-skjölin sem gerð voru opinber í apríl á síðasta ári. Lekinn hefur hlotið viðurnefnið Paradísarskjölin og um er að ræða 12,4 milljónir skjala, sem flest eru frá lögmannsstofunni Appleby á Bermúda-eyjum sem sérhæfir sig í aflandsviðskiptum. Í flestum tilvikum er um lögleg viðskipti að ræða.Samkvæmt frétt á vef Reykjavík Media eru nöfn nokkurra tuga Íslendinga að finna í skjölunum. Engin nöfn íslenskra stjórnmálamanna hafa fundist í gögnunum en þar er hins vegar að finna nöfn 126 stjórnmálamanna frá 47 löndum. Af norðurlöndunum eru Norðmenn flestir í skjölunum, eða um eitt þúsund, en Íslendingar fæstir.Í viðskiptum við tengdason Pútín Meðal þess sem gögnin varpa ljósi á eru viðskiptatengsl Wilburs Ross, viðskiptaráðherra Bandaríkjanna, við tengdason Vladimirs Pútín, forseta Rússlands. Þessi afhjúpun gæti haft áhrif á ríkisstjórn Bandaríkjanna, en tengsl Donalds Trump Bandaríkjaforseta við yfirvöld í Moskvu hafa verið til rannsóknar í nokkra mánuði. Ross á hlut í flutningafyrirtækinu Navigator Holdings sem þénar milljónir dala ár hvert í gegnum flutning á olíu og bensíni til Rússlands fyrir fyrirtæki sem er að hluta í eigu tengdasonar Pútín. Elísabet Bretadrottning er einnig í lekanum en gögnin sýna að um 10 milljónir punda af einkafé drottningarinnar hafi verið geymt á aflandsreikningum. Upphæðin nemur tæpum 1,4 milljörðum íslenskra króna. Féð var geymt í sjóði á Cayman eyjum og á Bermúda. Ekkert er saknæmt við fjárfestingar drottningarinnar og engar vísbendingar eru um að drottningin greiði ekki skatta. Hins vegar hafa skjölin vakið spurningar um hvort viðeigandi sé að þjóðhöfðinginn fjárfesti á þennan hátt. Sem fyrr segir var einungis greint frá hluta gagnanna í dag og má því búast við fleiri fregnum af málinu á næstu dögum.
Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira