Talsvert um eignatjón á höfuðborgarsvæðinu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 5. nóvember 2017 20:23 Á annað hundrað björgunarsveitarmanna hafa verið kallaðir út vegna óveðursins. Vísir.is/Ernir Eyjólfsson Vel á annað hundrað björgunarsveitarmanna, ásamt viðbragðsaðilum, hafa verið kallaðir út til að sinna verkefnum sem komið hafa upp sökum óveðursins. Verkefnin reyndust lögreglunni ofviða fyrri part dags og um þrjúleytið var brugðið á það ráð að kalla á liðsinni björgunarsveitanna. Viðbragðsaðilar hafa verið önnum kafnir við að bjarga hlutum sem eru í þann mund að fjúka og reyna að festa þá. Þá hefur allt kapp verið lagt á að reyna að koma í veg fyrir tjón. Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn sem fer fyrir aðgerðarstjórn vegna óveðursins á höfuðborgarsvæðinu, segir að talsvert tjón hafi hlotist af þessum fyrsta stormi vetrar. „Björgunarsveitirnar náttúrulega brugðust vel við eins og venjulega og þær þustu út með hópana sína og við erum með tök á þessu núna. Þau verkefni sem koma inn er sinnt strax,“ segir Ásgeir. Ásgeir segir að þegar rokið hefjist verði alltaf „dálítil skriða af verkefnum því þá fer allt sem er laust af stað.“ Liðsinni björgunarsveitarfólks hafi gert það að verkum að lögreglan nái nú vel utan um verkefnin sem bíða.Kranarnir eigi að þola vindinnSpurður að því hvort ástæða sé til þess að óttast um kranana sem staðsettir eru víðs vegar um borgina, svarar Ásgeir neitandi. „Kranarnir eiga að vera þannig byggðir að vindáttin ræður hvert þeir beinast og þeir kannski vingsa aðeins til en þeir eiga að þola þetta.“ Ásgeir segir þó skiljanlegt að það setji ugg að fólki þegar það sjái krana hreyfast „eðlilega verður fólk hrætt“.Frágangi ábótavant„Það er búið að vera mjög mikið um það í dag að vinnupallar utan á húsum hafa verið að slitna frá sem þýðir bara að frágangi er mjög ábótavant,“ segir Ásgeir sem bendir á að búa hefði mátt betur um pallana og allt byggingarefni. „Allt sem tekur á sig vind það bara fer í svona veðri, það er bara þannig,“ segir Ásgeir. Gert er ráð fyrir því að óveðrið nái hámarki á milli átta og níu í kvöld á suðvesturhorninu að sögn veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Á höfuðborgarsvæðinu mun ekki lægja fyrr en á milli klukkan tíu og miðnættis í kvöld. Ásgeir segir að svo lengi sem það sé verk að vinna verði teymið úti. "Við erum allavega klár í að takast á við þau verkefni sem mögulega koma upp hjá okkur í kvöld," segir Ásgeir. Fjöldi mála sem borist hafa aðgerðarstjórn á höfuðborgarsvæðinu er nú kominn upp í hundrað og fimmtíu. Tengdar fréttir Í beinni: Fyrsti stormur vetrarins skellur á Fylgstu með nýjustu tíðindum af storminum sem gengur yfir landið í beinni textalýsingu á Vísi. 5. nóvember 2017 13:17 Flest verkefni á byggingarsvæðum Flest verkefni viðbragðsaðila í dag hafa verið á byggingarsvæðum og í iðnaðarhverfum. 5. nóvember 2017 17:53 Aðgerðastjórn virkjuð á höfuðborgarsvæðinu Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir engin útköll enn hafa borist björgunarsveitinni í dag þrátt fyrir aftakaveður en lögreglan hafi þó sinnt einhverjum verkefnum. 5. nóvember 2017 15:30 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Sjá meira
Vel á annað hundrað björgunarsveitarmanna, ásamt viðbragðsaðilum, hafa verið kallaðir út til að sinna verkefnum sem komið hafa upp sökum óveðursins. Verkefnin reyndust lögreglunni ofviða fyrri part dags og um þrjúleytið var brugðið á það ráð að kalla á liðsinni björgunarsveitanna. Viðbragðsaðilar hafa verið önnum kafnir við að bjarga hlutum sem eru í þann mund að fjúka og reyna að festa þá. Þá hefur allt kapp verið lagt á að reyna að koma í veg fyrir tjón. Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn sem fer fyrir aðgerðarstjórn vegna óveðursins á höfuðborgarsvæðinu, segir að talsvert tjón hafi hlotist af þessum fyrsta stormi vetrar. „Björgunarsveitirnar náttúrulega brugðust vel við eins og venjulega og þær þustu út með hópana sína og við erum með tök á þessu núna. Þau verkefni sem koma inn er sinnt strax,“ segir Ásgeir. Ásgeir segir að þegar rokið hefjist verði alltaf „dálítil skriða af verkefnum því þá fer allt sem er laust af stað.“ Liðsinni björgunarsveitarfólks hafi gert það að verkum að lögreglan nái nú vel utan um verkefnin sem bíða.Kranarnir eigi að þola vindinnSpurður að því hvort ástæða sé til þess að óttast um kranana sem staðsettir eru víðs vegar um borgina, svarar Ásgeir neitandi. „Kranarnir eiga að vera þannig byggðir að vindáttin ræður hvert þeir beinast og þeir kannski vingsa aðeins til en þeir eiga að þola þetta.“ Ásgeir segir þó skiljanlegt að það setji ugg að fólki þegar það sjái krana hreyfast „eðlilega verður fólk hrætt“.Frágangi ábótavant„Það er búið að vera mjög mikið um það í dag að vinnupallar utan á húsum hafa verið að slitna frá sem þýðir bara að frágangi er mjög ábótavant,“ segir Ásgeir sem bendir á að búa hefði mátt betur um pallana og allt byggingarefni. „Allt sem tekur á sig vind það bara fer í svona veðri, það er bara þannig,“ segir Ásgeir. Gert er ráð fyrir því að óveðrið nái hámarki á milli átta og níu í kvöld á suðvesturhorninu að sögn veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Á höfuðborgarsvæðinu mun ekki lægja fyrr en á milli klukkan tíu og miðnættis í kvöld. Ásgeir segir að svo lengi sem það sé verk að vinna verði teymið úti. "Við erum allavega klár í að takast á við þau verkefni sem mögulega koma upp hjá okkur í kvöld," segir Ásgeir. Fjöldi mála sem borist hafa aðgerðarstjórn á höfuðborgarsvæðinu er nú kominn upp í hundrað og fimmtíu.
Tengdar fréttir Í beinni: Fyrsti stormur vetrarins skellur á Fylgstu með nýjustu tíðindum af storminum sem gengur yfir landið í beinni textalýsingu á Vísi. 5. nóvember 2017 13:17 Flest verkefni á byggingarsvæðum Flest verkefni viðbragðsaðila í dag hafa verið á byggingarsvæðum og í iðnaðarhverfum. 5. nóvember 2017 17:53 Aðgerðastjórn virkjuð á höfuðborgarsvæðinu Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir engin útköll enn hafa borist björgunarsveitinni í dag þrátt fyrir aftakaveður en lögreglan hafi þó sinnt einhverjum verkefnum. 5. nóvember 2017 15:30 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Sjá meira
Í beinni: Fyrsti stormur vetrarins skellur á Fylgstu með nýjustu tíðindum af storminum sem gengur yfir landið í beinni textalýsingu á Vísi. 5. nóvember 2017 13:17
Flest verkefni á byggingarsvæðum Flest verkefni viðbragðsaðila í dag hafa verið á byggingarsvæðum og í iðnaðarhverfum. 5. nóvember 2017 17:53
Aðgerðastjórn virkjuð á höfuðborgarsvæðinu Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir engin útköll enn hafa borist björgunarsveitinni í dag þrátt fyrir aftakaveður en lögreglan hafi þó sinnt einhverjum verkefnum. 5. nóvember 2017 15:30