Endurskipulagning í síbreytilegu umhverfi Katrín Júlíusdóttir skrifar 20. desember 2017 07:00 Nýr stjórnarsáttmáli kveður á um að rita eigi Hvítbók um fjármálakerfið. Við hjá Samtökum fjármálafyrirtækja fögnum því í ljósi umræðu á vettvangi stjórnmálanna um nauðsyn þess að endurskipuleggja fjármálakerfið. Vandinn við þá umræðu hefur verið að mest hefur verið rætt um eignarhald en lítið fjallað um innihald fjármálastarfsemi og oftar en ekki er rætt um fjármálastarfsemi á forsendum sem ekki eru lengur til staðar. Gríðarlegar breytingar hafa átt sér stað á undanförnum árum. Þannig hafa verið gerðar grundvallarbreytingar á regluverki fjármálafyrirtækja og á rekstrarumhverfið í dag lítið sem ekkert skylt við það sem þekktist áður en að fjármálakreppan skall á árið 2008. Fram undan eru enn frekari breytingar og bíða nú á fjórða hundrað EES-gerðir innleiðingar hér á landi. Ofan á þetta verður ekki litið fram hjá því að stafræna byltingin er nú þegar farin að hafa veruleg áhrif á fjármálastarfsemi og sér ekki fyrir endann á þeim breytingum. Þó nokkrar þeirra gerða sem bíða innleiðingar munu hafa veruleg áhrif á allt starfsumhverfi fjármálaþjónustu hér á landi og í Evrópu allri. Umbreyting á regluverkinu hingað til hefur leitt til þess að bankar, vátryggingafélög og verðbréfafyrirtæki hafa þurft að aðlaga sig breyttum aðstæðum til þess að sinna grundvallarhlutverki sínu með skilvirkum hætti – umbreyta sparnaði í fjárfestingu og dreifa áhættu og styðja þar við efnahagslífið og samfélagið í heild sinni.Fjártæknin breytir öllu Framþróun svokallaðrar fjártækni (e. fintech) er einnig að leiða til mikilla umbreytinga á fjármálamarkaði. Fyrirtæki, sem eru ekki hefðbundnir bankar, vátryggingafyrirtæki og verðbréfafyrirtæki og lúta þar af leiðandi ekki sama regluverki, eru í vaxandi mæli farin að veita hefðbundna fjármálaþjónustu á borð við lánastarfsemi og greiðslumiðlun. Innleiðing nýrrar greiðsluþjónustutilskipunar Evrópusambandsins (PSD II) mun valda straumhvörfum í þessum efnum og auka enn frekar samkeppni á ákveðnum sviðum fjármálaþjónustu, þvert á landamæri. PSD II-tilskipunin skapar sameiginlegan markað fyrir greiðsluþjónustu í Evrópu með það að markmiði að auka samkeppni og tryggja nýsköpun á þessu sviði. Ein veigamesta breytingin sem innleiðing tilskipunarinnar hefur í för með sér er að hún opnar fyrir aðgengi fyrirtækja að innlánsreikningum viðskiptavina fjármálafyrirtækja. Þetta þýðir að viðskiptabankar verða að veita öðrum fyrirtækjum óhindrað aðgengi að reikningum viðskiptavina sem veita til þess heimild. Á sama tíma felur tilskipunin í sér að viðskiptabankinn getur ekki innheimt viðbótargjald hvorki af viðkomandi fyrirtækjum né af viðskiptavininum. Þetta aðgengi verður jafnframt staðlað þannig að nánast öll fyrirtæki sem eigandi innlánsreiknings veitir heimild fyrir geta fengið aðgang án mikillar fyrirhafnar eða þröskulda. Innleiðing tilskipunarinnar mun auðvelda nýjum keppinautum hefðbundinna fjármálafyrirtækja að veita viðskiptavinum sínum fjármálaþjónustu. Sumir sérfræðingar telja að þetta muni þrengja verulega að stöðu banka svo dæmi séu tekin. Þannig telja sérfræðingar Sopra Banking að tekjur evrópskra viðskiptabanka muni dragast saman um fjórðung á næstu árum vegna breytinganna. Aðrir sérfræðingar eru bjartsýnni fyrir hönd bankanna og sjá sóknarfæri í breytingunum.Umræða um innihaldHér á landi eru fjármálafyrirtæki og tryggingafélög að auka þjónustu sína með stafrænum lausnum og má segja að mörg þeirra séu hratt að breytast í fjártæknifyrirtæki. En allar þessar breytingar þarf að ræða. Spurningarnar sem við þurfum að velta upp eru fjölmargar. Hvaða áhrif munu þessar breytingar hafa á íslenskt efnahagslíf? Á efnahagslegt sjálfstæði okkar? Hvernig gerum við íslenskum fjármálafyrirtækjum kleift að keppa í þessu nýja samkeppnisumhverfi á jafnræðisgrunni? Hver eru áhrif fjártækninnar og allra breytinganna sem EES-gerðirnar leiða af sér á lítinn markað eins og Ísland? Hvernig tryggjum við aðgengi íslenskra fyrirtækja að fjármögnun í þessu nýja umhverfi? Svona gætum við spurt áfram og vonandi verður allt þetta krufið í nýrri Hvítbók um fjármálakerfið hér landi. Við munum leggja okkar af mörkum til þessarar umræðu og hvetjum alla til að gera slíkt hið sama því þessi þróun kemur okkur öllum við. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hvítbók fyrir fjármálakerfið Katrín Júlíusdóttir Mest lesið Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Nýr stjórnarsáttmáli kveður á um að rita eigi Hvítbók um fjármálakerfið. Við hjá Samtökum fjármálafyrirtækja fögnum því í ljósi umræðu á vettvangi stjórnmálanna um nauðsyn þess að endurskipuleggja fjármálakerfið. Vandinn við þá umræðu hefur verið að mest hefur verið rætt um eignarhald en lítið fjallað um innihald fjármálastarfsemi og oftar en ekki er rætt um fjármálastarfsemi á forsendum sem ekki eru lengur til staðar. Gríðarlegar breytingar hafa átt sér stað á undanförnum árum. Þannig hafa verið gerðar grundvallarbreytingar á regluverki fjármálafyrirtækja og á rekstrarumhverfið í dag lítið sem ekkert skylt við það sem þekktist áður en að fjármálakreppan skall á árið 2008. Fram undan eru enn frekari breytingar og bíða nú á fjórða hundrað EES-gerðir innleiðingar hér á landi. Ofan á þetta verður ekki litið fram hjá því að stafræna byltingin er nú þegar farin að hafa veruleg áhrif á fjármálastarfsemi og sér ekki fyrir endann á þeim breytingum. Þó nokkrar þeirra gerða sem bíða innleiðingar munu hafa veruleg áhrif á allt starfsumhverfi fjármálaþjónustu hér á landi og í Evrópu allri. Umbreyting á regluverkinu hingað til hefur leitt til þess að bankar, vátryggingafélög og verðbréfafyrirtæki hafa þurft að aðlaga sig breyttum aðstæðum til þess að sinna grundvallarhlutverki sínu með skilvirkum hætti – umbreyta sparnaði í fjárfestingu og dreifa áhættu og styðja þar við efnahagslífið og samfélagið í heild sinni.Fjártæknin breytir öllu Framþróun svokallaðrar fjártækni (e. fintech) er einnig að leiða til mikilla umbreytinga á fjármálamarkaði. Fyrirtæki, sem eru ekki hefðbundnir bankar, vátryggingafyrirtæki og verðbréfafyrirtæki og lúta þar af leiðandi ekki sama regluverki, eru í vaxandi mæli farin að veita hefðbundna fjármálaþjónustu á borð við lánastarfsemi og greiðslumiðlun. Innleiðing nýrrar greiðsluþjónustutilskipunar Evrópusambandsins (PSD II) mun valda straumhvörfum í þessum efnum og auka enn frekar samkeppni á ákveðnum sviðum fjármálaþjónustu, þvert á landamæri. PSD II-tilskipunin skapar sameiginlegan markað fyrir greiðsluþjónustu í Evrópu með það að markmiði að auka samkeppni og tryggja nýsköpun á þessu sviði. Ein veigamesta breytingin sem innleiðing tilskipunarinnar hefur í för með sér er að hún opnar fyrir aðgengi fyrirtækja að innlánsreikningum viðskiptavina fjármálafyrirtækja. Þetta þýðir að viðskiptabankar verða að veita öðrum fyrirtækjum óhindrað aðgengi að reikningum viðskiptavina sem veita til þess heimild. Á sama tíma felur tilskipunin í sér að viðskiptabankinn getur ekki innheimt viðbótargjald hvorki af viðkomandi fyrirtækjum né af viðskiptavininum. Þetta aðgengi verður jafnframt staðlað þannig að nánast öll fyrirtæki sem eigandi innlánsreiknings veitir heimild fyrir geta fengið aðgang án mikillar fyrirhafnar eða þröskulda. Innleiðing tilskipunarinnar mun auðvelda nýjum keppinautum hefðbundinna fjármálafyrirtækja að veita viðskiptavinum sínum fjármálaþjónustu. Sumir sérfræðingar telja að þetta muni þrengja verulega að stöðu banka svo dæmi séu tekin. Þannig telja sérfræðingar Sopra Banking að tekjur evrópskra viðskiptabanka muni dragast saman um fjórðung á næstu árum vegna breytinganna. Aðrir sérfræðingar eru bjartsýnni fyrir hönd bankanna og sjá sóknarfæri í breytingunum.Umræða um innihaldHér á landi eru fjármálafyrirtæki og tryggingafélög að auka þjónustu sína með stafrænum lausnum og má segja að mörg þeirra séu hratt að breytast í fjártæknifyrirtæki. En allar þessar breytingar þarf að ræða. Spurningarnar sem við þurfum að velta upp eru fjölmargar. Hvaða áhrif munu þessar breytingar hafa á íslenskt efnahagslíf? Á efnahagslegt sjálfstæði okkar? Hvernig gerum við íslenskum fjármálafyrirtækjum kleift að keppa í þessu nýja samkeppnisumhverfi á jafnræðisgrunni? Hver eru áhrif fjártækninnar og allra breytinganna sem EES-gerðirnar leiða af sér á lítinn markað eins og Ísland? Hvernig tryggjum við aðgengi íslenskra fyrirtækja að fjármögnun í þessu nýja umhverfi? Svona gætum við spurt áfram og vonandi verður allt þetta krufið í nýrri Hvítbók um fjármálakerfið hér landi. Við munum leggja okkar af mörkum til þessarar umræðu og hvetjum alla til að gera slíkt hið sama því þessi þróun kemur okkur öllum við. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun