Erlent

Gætu ráðist á Norður-Kóreu ef Kim Jong-un stefnir á kjarnorkuvopnatilraun

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Bandaríska flugmóðurskipið Carl Vinson.
Bandaríska flugmóðurskipið Carl Vinson. vísir/getty
Bandaríkin gætu gert fyrirbyggjandi árás á Norður-Kóreu ef bandarískir embættismenn eru sannfærðir um að Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, stefni á kjarnorkuvopnatilraun.

Frá þessu er greint á vef NBC og haft eftir nokkrum háttsettum embættismönnum innan bandaríska stjórnkerfisins.

Norður-Kórea hefur varað við því að eitthvað „stórt“ sé í vændum og hafa bandarísk yfirvöld sagt að merki séu um að kjarnorkuvopnatilraun gæti jafnvel verið í vændum strax um helgina.

 

Bandaríkjaher hefur komið fyrir tveimur tundurspillum, búnum Tomahawk-eldflaugum, í aðeins 300 mílna fjarlægð frá staðnum þar sem talið er að tilraunin gæti farið fram.

Þá eru sprengjuflugvélar tiltækar á Guma, tilbúnar til þess að ráðast á Norður-Kóreu verði ákveðið að gera slíkt. Auk þess hefur flugmóðurskipinu Carl Vinson verið siglt upp að Kóreuskaga.

Hættan við það að Bandaríkin ráðist á Norður-Kóreu er sú að stjórnvöld þar í landi muni ráðast harkalega gegn nágrönnum sínum í suðri, Suður-Kóreu.

Á miðvikudag sögðu stjórnvöld í Norður-Kóreu að þau myndu fyrst ráðast á Bandaríkin með kjarnavopni ef þau verða vör við að Bandaríkjamenn hyggist gera árás.  

Í dag sögðu þau svo að myndu Bandaríkjunum með miskunnarlausri gagnárás grípi þau til einhverra aðgerða.


Tengdar fréttir

Stormur í vatnsglasi eða yfirvofandi innrás?

Á annað hundrað þúsunda kínverskra hermanna eru við landamærin að Norður-Kóreu. Bandarísk flotadeild er við ströndina. Leiðtoginn hótar að skjóta kjarnorkusprengjum. Suður-Kórea heldur heræfingar við landamæri ríkjanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×