Pyntingar á samkynhneigðum í Téténíu: „Þeir sögðu að við værum ekki manneskjur“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. apríl 2017 23:36 Vladimir Pútín Rússlandsforseti og Ramzan Kadyrov héraðsstjóri Téténíu. vísir/getty „Stundum voru þeir að reyna að fá upplýsingar frá mér en stundum voru þeir bara að skemmta sér. [...] Þeir kölluðu okkur dýr, sögðu að við værum ekki manneskjur og að við myndum deyja þarna inni.“ Þetta er brot úr viðtali breska dagblaðsins The Guardian við Adam, samkynhneigðan mann frá Téténíu, sem var í haldi yfirvalda vegna kynhneigðar sinnar og sætti pyntingum. Hann mátti þola raflost og barsmíðar á meðan ókvæðisorðum var hreytt í hann fyrir að vera samkynhneigður. Mennirnir sem níddust á honum vildu fá upplýsingar um fleiri samkynhneigða menn í Téténíu en það er sjálfsstjórnarhérað í Rússlandi. Frásögn Adams styður við fréttir sem hafa borist frá Téténíu undanfarið um að yfirvöld í héraðinu séu í herferð gegn samkynhneigðum sem þar búa. Talið er að jafnvel hundruð manna hafi verið handteknir vegna kynhneigðar sinnar og að minnsta kosti þrír dáið í ofsóknunum.Flúði frá Téténíu Að sögn Adams var hann fluttur í einhvers konar óformlegt fangelsi þar sem hann dvaldi ásamt tólf öðrum samkynhneigðum mönnum. Þeir voru allir pyntaðir á hverjum einasta degi. Adam náði að flýja frá Téténíu eftir að hafa verið í haldi í um tíu daga og var sendur til fjölskyldu sinnar. „Þeir sögðu: „Sonur ykkar er hommi. Þið megið gera það sem þið viljið við hann,““ segir Adam. Hann þrætti þó fyrir það við fjölskyldu sína að vera samkynhneigður en faðir hans neitaði engu að síður að tala við hann og hótaði honum ofbeldi. Adam pakkaði því niður í tösku nokkrum dögum seinna og flúði heimaland sitt. Hann hefur ekkert talað við fjölskylduna sína síðan og vill komast eins langt í burtu frá Téténíu eins og hann getur. „Við erum að tala um ofsóknir gegn samkynhneigðum þar sem hundruð þeirra hefur verið rænt af yfirvöldum í Téténíu. Þetta er eitthvað sem við höfum ekki séð áður í Rússlandi eða í nútímaheimssögunni. Það er enginn vafi á því að þetta er glæpur gegn mannkyninu,“ segir Igor Kochetkov, baráttumaður fyrir réttindum samkynhneigðra í Sankti Pétursborg í Rússlandi.Lifa tvöföldu lífi Í íhaldssömu samfélagi Téténíu er það séð skömm á allri fjölskyldunni ef einhver fjölskyldumeðlimur er samkynhneigður. Margir samkynhneigðir Téténar lifa því tvöföldu lífi, eru giftir og segja engum frá hvernig þeim raunverulega líður. Talsmaður Ramzan Kadyrov, héraðsstjóra Téténíu, hefur alfarið neitað því að yfirvöld í héraðinu hafi handtekið og pyntað samkynhneigða. Hann hefur raunar sagt að enga samkynhneigða sé að finna í Téténíu og því eigi engar ofsóknir sér stað þar sem ekki sé hægt að ofsækja þá sem eru ekki til. Kadyrov hefur í gegnum tíðina verið sakaður um ýmis konar mannréttindabrot. Hann er nýtur stuðnings Vladimir Pútín Rússlandsforseta. Tengdar fréttir Hafnar því alfarið að 100 samkynhneigðir menn hafi verið handteknir Talsmaður forseta Téteníu, Ramzan Kadyrov, hafnar ásökunum um að lögregla í Téteníu hafi handtekið 100 samkynhneigða menn og sagði að raunar að samkynhneigð fyrirfinndist ekki í héraðinu. 2. apríl 2017 14:31 Segja yfirvöld í Téténíu stunda skipulagðar pyntingar á samkynhneigðum Samtök hinsegin fólks í Rússlandi telja að rúmlega hundrað samkynhneigðir menn séu nú í haldi yfirvalda í Téténíu og sæti þar pyntingum. 12. apríl 2017 11:43 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
„Stundum voru þeir að reyna að fá upplýsingar frá mér en stundum voru þeir bara að skemmta sér. [...] Þeir kölluðu okkur dýr, sögðu að við værum ekki manneskjur og að við myndum deyja þarna inni.“ Þetta er brot úr viðtali breska dagblaðsins The Guardian við Adam, samkynhneigðan mann frá Téténíu, sem var í haldi yfirvalda vegna kynhneigðar sinnar og sætti pyntingum. Hann mátti þola raflost og barsmíðar á meðan ókvæðisorðum var hreytt í hann fyrir að vera samkynhneigður. Mennirnir sem níddust á honum vildu fá upplýsingar um fleiri samkynhneigða menn í Téténíu en það er sjálfsstjórnarhérað í Rússlandi. Frásögn Adams styður við fréttir sem hafa borist frá Téténíu undanfarið um að yfirvöld í héraðinu séu í herferð gegn samkynhneigðum sem þar búa. Talið er að jafnvel hundruð manna hafi verið handteknir vegna kynhneigðar sinnar og að minnsta kosti þrír dáið í ofsóknunum.Flúði frá Téténíu Að sögn Adams var hann fluttur í einhvers konar óformlegt fangelsi þar sem hann dvaldi ásamt tólf öðrum samkynhneigðum mönnum. Þeir voru allir pyntaðir á hverjum einasta degi. Adam náði að flýja frá Téténíu eftir að hafa verið í haldi í um tíu daga og var sendur til fjölskyldu sinnar. „Þeir sögðu: „Sonur ykkar er hommi. Þið megið gera það sem þið viljið við hann,““ segir Adam. Hann þrætti þó fyrir það við fjölskyldu sína að vera samkynhneigður en faðir hans neitaði engu að síður að tala við hann og hótaði honum ofbeldi. Adam pakkaði því niður í tösku nokkrum dögum seinna og flúði heimaland sitt. Hann hefur ekkert talað við fjölskylduna sína síðan og vill komast eins langt í burtu frá Téténíu eins og hann getur. „Við erum að tala um ofsóknir gegn samkynhneigðum þar sem hundruð þeirra hefur verið rænt af yfirvöldum í Téténíu. Þetta er eitthvað sem við höfum ekki séð áður í Rússlandi eða í nútímaheimssögunni. Það er enginn vafi á því að þetta er glæpur gegn mannkyninu,“ segir Igor Kochetkov, baráttumaður fyrir réttindum samkynhneigðra í Sankti Pétursborg í Rússlandi.Lifa tvöföldu lífi Í íhaldssömu samfélagi Téténíu er það séð skömm á allri fjölskyldunni ef einhver fjölskyldumeðlimur er samkynhneigður. Margir samkynhneigðir Téténar lifa því tvöföldu lífi, eru giftir og segja engum frá hvernig þeim raunverulega líður. Talsmaður Ramzan Kadyrov, héraðsstjóra Téténíu, hefur alfarið neitað því að yfirvöld í héraðinu hafi handtekið og pyntað samkynhneigða. Hann hefur raunar sagt að enga samkynhneigða sé að finna í Téténíu og því eigi engar ofsóknir sér stað þar sem ekki sé hægt að ofsækja þá sem eru ekki til. Kadyrov hefur í gegnum tíðina verið sakaður um ýmis konar mannréttindabrot. Hann er nýtur stuðnings Vladimir Pútín Rússlandsforseta.
Tengdar fréttir Hafnar því alfarið að 100 samkynhneigðir menn hafi verið handteknir Talsmaður forseta Téteníu, Ramzan Kadyrov, hafnar ásökunum um að lögregla í Téteníu hafi handtekið 100 samkynhneigða menn og sagði að raunar að samkynhneigð fyrirfinndist ekki í héraðinu. 2. apríl 2017 14:31 Segja yfirvöld í Téténíu stunda skipulagðar pyntingar á samkynhneigðum Samtök hinsegin fólks í Rússlandi telja að rúmlega hundrað samkynhneigðir menn séu nú í haldi yfirvalda í Téténíu og sæti þar pyntingum. 12. apríl 2017 11:43 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Hafnar því alfarið að 100 samkynhneigðir menn hafi verið handteknir Talsmaður forseta Téteníu, Ramzan Kadyrov, hafnar ásökunum um að lögregla í Téteníu hafi handtekið 100 samkynhneigða menn og sagði að raunar að samkynhneigð fyrirfinndist ekki í héraðinu. 2. apríl 2017 14:31
Segja yfirvöld í Téténíu stunda skipulagðar pyntingar á samkynhneigðum Samtök hinsegin fólks í Rússlandi telja að rúmlega hundrað samkynhneigðir menn séu nú í haldi yfirvalda í Téténíu og sæti þar pyntingum. 12. apríl 2017 11:43