Pyntingar á samkynhneigðum í Téténíu: „Þeir sögðu að við værum ekki manneskjur“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. apríl 2017 23:36 Vladimir Pútín Rússlandsforseti og Ramzan Kadyrov héraðsstjóri Téténíu. vísir/getty „Stundum voru þeir að reyna að fá upplýsingar frá mér en stundum voru þeir bara að skemmta sér. [...] Þeir kölluðu okkur dýr, sögðu að við værum ekki manneskjur og að við myndum deyja þarna inni.“ Þetta er brot úr viðtali breska dagblaðsins The Guardian við Adam, samkynhneigðan mann frá Téténíu, sem var í haldi yfirvalda vegna kynhneigðar sinnar og sætti pyntingum. Hann mátti þola raflost og barsmíðar á meðan ókvæðisorðum var hreytt í hann fyrir að vera samkynhneigður. Mennirnir sem níddust á honum vildu fá upplýsingar um fleiri samkynhneigða menn í Téténíu en það er sjálfsstjórnarhérað í Rússlandi. Frásögn Adams styður við fréttir sem hafa borist frá Téténíu undanfarið um að yfirvöld í héraðinu séu í herferð gegn samkynhneigðum sem þar búa. Talið er að jafnvel hundruð manna hafi verið handteknir vegna kynhneigðar sinnar og að minnsta kosti þrír dáið í ofsóknunum.Flúði frá Téténíu Að sögn Adams var hann fluttur í einhvers konar óformlegt fangelsi þar sem hann dvaldi ásamt tólf öðrum samkynhneigðum mönnum. Þeir voru allir pyntaðir á hverjum einasta degi. Adam náði að flýja frá Téténíu eftir að hafa verið í haldi í um tíu daga og var sendur til fjölskyldu sinnar. „Þeir sögðu: „Sonur ykkar er hommi. Þið megið gera það sem þið viljið við hann,““ segir Adam. Hann þrætti þó fyrir það við fjölskyldu sína að vera samkynhneigður en faðir hans neitaði engu að síður að tala við hann og hótaði honum ofbeldi. Adam pakkaði því niður í tösku nokkrum dögum seinna og flúði heimaland sitt. Hann hefur ekkert talað við fjölskylduna sína síðan og vill komast eins langt í burtu frá Téténíu eins og hann getur. „Við erum að tala um ofsóknir gegn samkynhneigðum þar sem hundruð þeirra hefur verið rænt af yfirvöldum í Téténíu. Þetta er eitthvað sem við höfum ekki séð áður í Rússlandi eða í nútímaheimssögunni. Það er enginn vafi á því að þetta er glæpur gegn mannkyninu,“ segir Igor Kochetkov, baráttumaður fyrir réttindum samkynhneigðra í Sankti Pétursborg í Rússlandi.Lifa tvöföldu lífi Í íhaldssömu samfélagi Téténíu er það séð skömm á allri fjölskyldunni ef einhver fjölskyldumeðlimur er samkynhneigður. Margir samkynhneigðir Téténar lifa því tvöföldu lífi, eru giftir og segja engum frá hvernig þeim raunverulega líður. Talsmaður Ramzan Kadyrov, héraðsstjóra Téténíu, hefur alfarið neitað því að yfirvöld í héraðinu hafi handtekið og pyntað samkynhneigða. Hann hefur raunar sagt að enga samkynhneigða sé að finna í Téténíu og því eigi engar ofsóknir sér stað þar sem ekki sé hægt að ofsækja þá sem eru ekki til. Kadyrov hefur í gegnum tíðina verið sakaður um ýmis konar mannréttindabrot. Hann er nýtur stuðnings Vladimir Pútín Rússlandsforseta. Tengdar fréttir Hafnar því alfarið að 100 samkynhneigðir menn hafi verið handteknir Talsmaður forseta Téteníu, Ramzan Kadyrov, hafnar ásökunum um að lögregla í Téteníu hafi handtekið 100 samkynhneigða menn og sagði að raunar að samkynhneigð fyrirfinndist ekki í héraðinu. 2. apríl 2017 14:31 Segja yfirvöld í Téténíu stunda skipulagðar pyntingar á samkynhneigðum Samtök hinsegin fólks í Rússlandi telja að rúmlega hundrað samkynhneigðir menn séu nú í haldi yfirvalda í Téténíu og sæti þar pyntingum. 12. apríl 2017 11:43 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Sjá meira
„Stundum voru þeir að reyna að fá upplýsingar frá mér en stundum voru þeir bara að skemmta sér. [...] Þeir kölluðu okkur dýr, sögðu að við værum ekki manneskjur og að við myndum deyja þarna inni.“ Þetta er brot úr viðtali breska dagblaðsins The Guardian við Adam, samkynhneigðan mann frá Téténíu, sem var í haldi yfirvalda vegna kynhneigðar sinnar og sætti pyntingum. Hann mátti þola raflost og barsmíðar á meðan ókvæðisorðum var hreytt í hann fyrir að vera samkynhneigður. Mennirnir sem níddust á honum vildu fá upplýsingar um fleiri samkynhneigða menn í Téténíu en það er sjálfsstjórnarhérað í Rússlandi. Frásögn Adams styður við fréttir sem hafa borist frá Téténíu undanfarið um að yfirvöld í héraðinu séu í herferð gegn samkynhneigðum sem þar búa. Talið er að jafnvel hundruð manna hafi verið handteknir vegna kynhneigðar sinnar og að minnsta kosti þrír dáið í ofsóknunum.Flúði frá Téténíu Að sögn Adams var hann fluttur í einhvers konar óformlegt fangelsi þar sem hann dvaldi ásamt tólf öðrum samkynhneigðum mönnum. Þeir voru allir pyntaðir á hverjum einasta degi. Adam náði að flýja frá Téténíu eftir að hafa verið í haldi í um tíu daga og var sendur til fjölskyldu sinnar. „Þeir sögðu: „Sonur ykkar er hommi. Þið megið gera það sem þið viljið við hann,““ segir Adam. Hann þrætti þó fyrir það við fjölskyldu sína að vera samkynhneigður en faðir hans neitaði engu að síður að tala við hann og hótaði honum ofbeldi. Adam pakkaði því niður í tösku nokkrum dögum seinna og flúði heimaland sitt. Hann hefur ekkert talað við fjölskylduna sína síðan og vill komast eins langt í burtu frá Téténíu eins og hann getur. „Við erum að tala um ofsóknir gegn samkynhneigðum þar sem hundruð þeirra hefur verið rænt af yfirvöldum í Téténíu. Þetta er eitthvað sem við höfum ekki séð áður í Rússlandi eða í nútímaheimssögunni. Það er enginn vafi á því að þetta er glæpur gegn mannkyninu,“ segir Igor Kochetkov, baráttumaður fyrir réttindum samkynhneigðra í Sankti Pétursborg í Rússlandi.Lifa tvöföldu lífi Í íhaldssömu samfélagi Téténíu er það séð skömm á allri fjölskyldunni ef einhver fjölskyldumeðlimur er samkynhneigður. Margir samkynhneigðir Téténar lifa því tvöföldu lífi, eru giftir og segja engum frá hvernig þeim raunverulega líður. Talsmaður Ramzan Kadyrov, héraðsstjóra Téténíu, hefur alfarið neitað því að yfirvöld í héraðinu hafi handtekið og pyntað samkynhneigða. Hann hefur raunar sagt að enga samkynhneigða sé að finna í Téténíu og því eigi engar ofsóknir sér stað þar sem ekki sé hægt að ofsækja þá sem eru ekki til. Kadyrov hefur í gegnum tíðina verið sakaður um ýmis konar mannréttindabrot. Hann er nýtur stuðnings Vladimir Pútín Rússlandsforseta.
Tengdar fréttir Hafnar því alfarið að 100 samkynhneigðir menn hafi verið handteknir Talsmaður forseta Téteníu, Ramzan Kadyrov, hafnar ásökunum um að lögregla í Téteníu hafi handtekið 100 samkynhneigða menn og sagði að raunar að samkynhneigð fyrirfinndist ekki í héraðinu. 2. apríl 2017 14:31 Segja yfirvöld í Téténíu stunda skipulagðar pyntingar á samkynhneigðum Samtök hinsegin fólks í Rússlandi telja að rúmlega hundrað samkynhneigðir menn séu nú í haldi yfirvalda í Téténíu og sæti þar pyntingum. 12. apríl 2017 11:43 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Sjá meira
Hafnar því alfarið að 100 samkynhneigðir menn hafi verið handteknir Talsmaður forseta Téteníu, Ramzan Kadyrov, hafnar ásökunum um að lögregla í Téteníu hafi handtekið 100 samkynhneigða menn og sagði að raunar að samkynhneigð fyrirfinndist ekki í héraðinu. 2. apríl 2017 14:31
Segja yfirvöld í Téténíu stunda skipulagðar pyntingar á samkynhneigðum Samtök hinsegin fólks í Rússlandi telja að rúmlega hundrað samkynhneigðir menn séu nú í haldi yfirvalda í Téténíu og sæti þar pyntingum. 12. apríl 2017 11:43