Rússar munu ekki taka þátt í Eurovision Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. apríl 2017 17:46 Julia Samoilova. Stöð eitt, ríkissjónvarpið í Rússlandi, staðfesti í dag að Rússar muni ekki keppa í Eurovision, söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, í ár.Stöðin hefur formlega dregið til baka umsókn sína um að taka þátt í söngvakeppninni en ákvörðunin kemur í kjölfar þess að samningaviðræður milli Samtaka evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU, og úkraínsku leyniþjónustunnar fóru út um þúfur. Í seinasta mánuði var greint frá því að keppanda Rússa í Eurovision, Juliu Samoilova, yrði meinað að koma til Úkraínu, þar sem keppnin fer fram, þar sem hún ferðaðist til Krím-skaga árið 2015 og braut þar með úkraínsk lög. Úkraínska leyniþjónustan setti Samoilova því í þriggja ára bann frá því að ferðast til Úkraínu og má hún því ekki koma til Úkraínu fyrr en árið 2020. EBU reyndi að finna lausn og buðu rússneska ríkissjónvarpinu að Samoilova myndi keppa í gegnum gervihnött. Á það féllust Rússar ekki og sögðu það heldur ekki koma til greina að senda annan söngvara. Þá hefur úkraínska leyniþjónustan ekki viljað aflétta ferðabanninu á Samoilova. Rússar munu því ekki keppa í Eurovision í ár og þá mun rússneska ríkissjónvarpið ekki sýna frá keppninni.Yfirlýsingu EBU vegna málsins má lesa hér en í henni er ákvörðun úkraínskra yfirvalda um að banna Samoilova að ferðast til Úkraínu fordæmd. Ákvörðunin sé til fallin að grafa undan keppninni og því að í henni komi allar þjóðirnar saman í vinalegri keppni. Eurovision Tengdar fréttir Eurovision: Úkraínumenn og Rússar hafna tillögu EBU Rússar segja að skipuleggjendur keppninnar verði að tryggja að rússneska söngkonan megi flytja lag sitt á sviðinu, líkt og reglur keppninnar segja til um. 24. mars 2017 10:08 Fulltrúi Rússa má taka þátt í Eurovision í gegnum gervihnött Fordæmalaus sáttatillaga frá EBU. 23. mars 2017 17:25 Yfirlýsing EBU: Ákvörðun úkraínskra yfirvalda mikil vonbrigði Í yfirlýsingu frá EBU segir að nauðsynlegt sé að virða lög og reglur þess ríkis sem hýsir keppnina hverju sinni. 22. mars 2017 15:20 Mest lesið „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Lífið Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Lífið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Lífið Með skottið fullt af próteini Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Lífið Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Trommari Blondie er fallinn frá Lífið Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Tíska og hönnun Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Stöð eitt, ríkissjónvarpið í Rússlandi, staðfesti í dag að Rússar muni ekki keppa í Eurovision, söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, í ár.Stöðin hefur formlega dregið til baka umsókn sína um að taka þátt í söngvakeppninni en ákvörðunin kemur í kjölfar þess að samningaviðræður milli Samtaka evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU, og úkraínsku leyniþjónustunnar fóru út um þúfur. Í seinasta mánuði var greint frá því að keppanda Rússa í Eurovision, Juliu Samoilova, yrði meinað að koma til Úkraínu, þar sem keppnin fer fram, þar sem hún ferðaðist til Krím-skaga árið 2015 og braut þar með úkraínsk lög. Úkraínska leyniþjónustan setti Samoilova því í þriggja ára bann frá því að ferðast til Úkraínu og má hún því ekki koma til Úkraínu fyrr en árið 2020. EBU reyndi að finna lausn og buðu rússneska ríkissjónvarpinu að Samoilova myndi keppa í gegnum gervihnött. Á það féllust Rússar ekki og sögðu það heldur ekki koma til greina að senda annan söngvara. Þá hefur úkraínska leyniþjónustan ekki viljað aflétta ferðabanninu á Samoilova. Rússar munu því ekki keppa í Eurovision í ár og þá mun rússneska ríkissjónvarpið ekki sýna frá keppninni.Yfirlýsingu EBU vegna málsins má lesa hér en í henni er ákvörðun úkraínskra yfirvalda um að banna Samoilova að ferðast til Úkraínu fordæmd. Ákvörðunin sé til fallin að grafa undan keppninni og því að í henni komi allar þjóðirnar saman í vinalegri keppni.
Eurovision Tengdar fréttir Eurovision: Úkraínumenn og Rússar hafna tillögu EBU Rússar segja að skipuleggjendur keppninnar verði að tryggja að rússneska söngkonan megi flytja lag sitt á sviðinu, líkt og reglur keppninnar segja til um. 24. mars 2017 10:08 Fulltrúi Rússa má taka þátt í Eurovision í gegnum gervihnött Fordæmalaus sáttatillaga frá EBU. 23. mars 2017 17:25 Yfirlýsing EBU: Ákvörðun úkraínskra yfirvalda mikil vonbrigði Í yfirlýsingu frá EBU segir að nauðsynlegt sé að virða lög og reglur þess ríkis sem hýsir keppnina hverju sinni. 22. mars 2017 15:20 Mest lesið „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Lífið Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Lífið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Lífið Með skottið fullt af próteini Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Lífið Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Trommari Blondie er fallinn frá Lífið Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Tíska og hönnun Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Eurovision: Úkraínumenn og Rússar hafna tillögu EBU Rússar segja að skipuleggjendur keppninnar verði að tryggja að rússneska söngkonan megi flytja lag sitt á sviðinu, líkt og reglur keppninnar segja til um. 24. mars 2017 10:08
Fulltrúi Rússa má taka þátt í Eurovision í gegnum gervihnött Fordæmalaus sáttatillaga frá EBU. 23. mars 2017 17:25
Yfirlýsing EBU: Ákvörðun úkraínskra yfirvalda mikil vonbrigði Í yfirlýsingu frá EBU segir að nauðsynlegt sé að virða lög og reglur þess ríkis sem hýsir keppnina hverju sinni. 22. mars 2017 15:20