Lífið

Victoria Beckham fær einkaleyfi á nafni dóttur sinnar

Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar
To kill a mockingbird er eftirlætisbók Victoriu og er yngsta dóttir hennar nefnd eftir höfundi hennar, Harper Lee.
To kill a mockingbird er eftirlætisbók Victoriu og er yngsta dóttir hennar nefnd eftir höfundi hennar, Harper Lee. vísir/getty
Victoria Beckham hefur fengið einkaleyfi á nafni dóttur sinnar, Harper Beckham. Victoria skráði nafn Harper sem vörumerki bæði í Bretlandi og Bandaríkjunum. BBC greinir frá

Sá sem skráir vörumerki öðlast einkarétt á notkun þess í þeim ríkjum sem skráning hefur farið fram.  

Beckham mun því ein geta notað nafn dóttur sinnar í viðskiptaskyni í Bandaríkjunum og Bretlandi. Þó liggur ekki fyrir hvort eitthvað slíkt vaki fyrir Beckham en þess má geta að Beckham-hjónin hafa einnig fengið einkaleyfi á nöfnum hinna barnanna sinna þriggja.

Fjölskyldan á vorsýningu Burberry 2015.vísir/getty
Mögulegt er að Beckham-hjónin kjósi að skrásetja nöfn barnanna sinna sem vörumerki til þess koma í veg fyrir að aðrir noti nöfn þeirra í viðskipta- eða auglýsingaskyni.

Utanaðkomandi aðili mætti til dæmis ekki markaðssetja vöru sem bæri nafn einna Beckham-barnanna.

Victoria og David Beckham eiga fjögur börn, þau Cruz, Romeo, Brooklyn og Harper.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.