Grallarasvipur á litlu prinsessunni á konunglega jólakortinu Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 18. desember 2017 21:00 Blátt fer þeim vel. Vísir / Úr safni Vilhjálmur Bretaprins og eiginkona hans, Kate Middleton, hertogynjan af Cambridge, eru búin að afhjúpa jólakortið sitt í ár og er það alveg jafn krúttlegt og jólakort fyrri ára. Að sjálfsögðu eru það börnin þeirra tvö, George prins og Charlotte prinsessa, sem stela senunni af foreldrum sínum, en skemmtilegur grallarasvipur er á litlu prinsessunni, sem varð tveggja ára á árinu sem er að líða. Stoltir foreldrar með börnunum sínum tveimur, sem bráðum verða þrjú.Vísir / Úr safni Myndin á jólakorti fjölskyldunnar í ár er uppstillt og eru þau öll klædd í stíl í bláu þema. Myndin var tekin af konunglega ljósmyndaranum Chris Jackson, sem myndaði einnig George prins í sumar þegar hann varð fjögurra ára. Líklegt er að jólakortamyndin hafi verið tekin á sama tíma, þar sem George var í sömu fötum í þeirri myndatöku. Þess má geta að Kate er í dragt frá Catherine Walker en hún hefur klæðst þessari sömu dragt við ýmis tækifæri. Hér er jólakortið síðan í fyrra.Vísir / Úr safni Það er orðið að eins konar hefð að Vilhjálmur og Kate deili jólakorti sínu með almenningi. Í fyrra var jólakortið með mynd af heimsókn þeirra til Kanada, sem var fyrsta heimsókn fjölskyldunnar til útlanda. Hér er svo fyrsta jólakortið hennar Charlotte litlu.Vísir / Úr safniÞá bræddu George og Charlotte ófá hjörtu á jólakortamyndinni árið 2015. Myndirnar fyrir kortin 2015 og 2016 voru teknar utandyra en í ár bryddar konunglega fjölskyldan uppá nýjung með uppstilltri mynd í stúdíói. Gaman verður að sjá jólakortið á næsta ári, en Vilhjálmur og Kate eiga von á sínu þriðja barni í apríl. Fjölskyldan eyðir jólunum með konungsfjölskyldunni, þar á meðal hinum nýtrúlofuðu Harry prins og Meghan Markle, á sveitasetri drottningarinnar, Sandringham House. Þetta kort sendu Kate og Vilhjálmur út til að þakka fyrir jólakveðjurnar þegar George prins var lítill.Vísir / Úr safni Jól Kóngafólk Tengdar fréttir Harry og Meghan ganga í það heilaga þann 19. maí Harry Bretaprins og bandaríska leikkona Meghan Markle munu ganga í það heilaga þann 19. maí 2018. 15. desember 2017 13:33 Harry prins og Meghan Markle trúlofuð Harry Bretaprins og bandaríska leikkonan Meghan Markle eru trúlofuð. 27. nóvember 2017 10:07 Harry bað Meghan Markle á meðan þau elduðu kjúkling Harry Bretaprins bað unnustu sinnar, kanadísku leikkonuna Meghan Markle, á heimili hans í Kensington-höll fyrr í mánuðinum á meðan þau voru að elda kjúkling. 27. nóvember 2017 18:52 Mest lesið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Fleiri fréttir Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sjá meira
Vilhjálmur Bretaprins og eiginkona hans, Kate Middleton, hertogynjan af Cambridge, eru búin að afhjúpa jólakortið sitt í ár og er það alveg jafn krúttlegt og jólakort fyrri ára. Að sjálfsögðu eru það börnin þeirra tvö, George prins og Charlotte prinsessa, sem stela senunni af foreldrum sínum, en skemmtilegur grallarasvipur er á litlu prinsessunni, sem varð tveggja ára á árinu sem er að líða. Stoltir foreldrar með börnunum sínum tveimur, sem bráðum verða þrjú.Vísir / Úr safni Myndin á jólakorti fjölskyldunnar í ár er uppstillt og eru þau öll klædd í stíl í bláu þema. Myndin var tekin af konunglega ljósmyndaranum Chris Jackson, sem myndaði einnig George prins í sumar þegar hann varð fjögurra ára. Líklegt er að jólakortamyndin hafi verið tekin á sama tíma, þar sem George var í sömu fötum í þeirri myndatöku. Þess má geta að Kate er í dragt frá Catherine Walker en hún hefur klæðst þessari sömu dragt við ýmis tækifæri. Hér er jólakortið síðan í fyrra.Vísir / Úr safni Það er orðið að eins konar hefð að Vilhjálmur og Kate deili jólakorti sínu með almenningi. Í fyrra var jólakortið með mynd af heimsókn þeirra til Kanada, sem var fyrsta heimsókn fjölskyldunnar til útlanda. Hér er svo fyrsta jólakortið hennar Charlotte litlu.Vísir / Úr safniÞá bræddu George og Charlotte ófá hjörtu á jólakortamyndinni árið 2015. Myndirnar fyrir kortin 2015 og 2016 voru teknar utandyra en í ár bryddar konunglega fjölskyldan uppá nýjung með uppstilltri mynd í stúdíói. Gaman verður að sjá jólakortið á næsta ári, en Vilhjálmur og Kate eiga von á sínu þriðja barni í apríl. Fjölskyldan eyðir jólunum með konungsfjölskyldunni, þar á meðal hinum nýtrúlofuðu Harry prins og Meghan Markle, á sveitasetri drottningarinnar, Sandringham House. Þetta kort sendu Kate og Vilhjálmur út til að þakka fyrir jólakveðjurnar þegar George prins var lítill.Vísir / Úr safni
Jól Kóngafólk Tengdar fréttir Harry og Meghan ganga í það heilaga þann 19. maí Harry Bretaprins og bandaríska leikkona Meghan Markle munu ganga í það heilaga þann 19. maí 2018. 15. desember 2017 13:33 Harry prins og Meghan Markle trúlofuð Harry Bretaprins og bandaríska leikkonan Meghan Markle eru trúlofuð. 27. nóvember 2017 10:07 Harry bað Meghan Markle á meðan þau elduðu kjúkling Harry Bretaprins bað unnustu sinnar, kanadísku leikkonuna Meghan Markle, á heimili hans í Kensington-höll fyrr í mánuðinum á meðan þau voru að elda kjúkling. 27. nóvember 2017 18:52 Mest lesið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Fleiri fréttir Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sjá meira
Harry og Meghan ganga í það heilaga þann 19. maí Harry Bretaprins og bandaríska leikkona Meghan Markle munu ganga í það heilaga þann 19. maí 2018. 15. desember 2017 13:33
Harry prins og Meghan Markle trúlofuð Harry Bretaprins og bandaríska leikkonan Meghan Markle eru trúlofuð. 27. nóvember 2017 10:07
Harry bað Meghan Markle á meðan þau elduðu kjúkling Harry Bretaprins bað unnustu sinnar, kanadísku leikkonuna Meghan Markle, á heimili hans í Kensington-höll fyrr í mánuðinum á meðan þau voru að elda kjúkling. 27. nóvember 2017 18:52