Jólatréð í forgrunni Vera Einarsdóttir skrifar 18. desember 2017 09:45 Jana Rut er svokallaður "event og wedding planner“ og "event decor professional“. Hún tekur að sér að skipuleggja veislur. MYNDIR/ANTON Jana Rut Magnúsdóttir er mikið jólabarn og skreytir mikið. Hún hefur gaman af því að skreyta jólaborð en reynir þó að stilla skreytingunum í hóf til að það sé pláss fyrir matinn. Þessi borðskreyting er innblásin af jólatrénu og öllu sem því fylgir. Jana Rut er lærður stílisti og „event og wedding planner“ frá Qc Event planning School í Kanada. Hún hefur því eðli málsins samkvæmt gaman af því að skipuleggja og skreyta fyrir alls kyns uppákomur og veislur. Hún er mikið jólabarn og býr til heilu jólaþorpin á heimilinu. Henni þykir ekki síður gaman að skreyta jólaborðið en reynir þó að stilla skreytingunum í hóf til að það sé pláss fyrir mat og kræsingar. „Ég reyni að hafa skrautið þannig að hægt sé að færa það til án mikillar fyrirhafnar.“ Alltaf nýtt þema Jana reynir yfirleitt að leggja upp með eitthvert þema og að þessu sinni ákvað hún að leika sér með jólatréð og allt sem fylgir því. Á borðinu eru því jólatré, pakkar og jólakúlur eins og heyrir til. Merkispjöldin festir hún á þar til gerðar jólakúlur sem er hægt að opna og fylla af skrauti. Inn í þær setur hún stjörnur úr skrautpappír sem hún gataði með stjörnugatara. Á hverjum diski er svo pakki til að opna fyrir mat. „Vinkona mín var alltaf með þá hefð þegar hún var lítil og ég hef reynt að koma henni að hjá foreldrum mínum, enda léttir hún aðeins á biðinni.“ Merkimiðakúlurnar fást í versluninni Panduro í Smáralind. Þær er hægt að opna og fylla með skrauti að eigin vali. Leynivopnað notað Jana lumar svo á leynivopni þegar kemur að því að binda slaufur á pakkana. „Ég komst að því þegar ég ákvað að binda saman hnífapör fyrir 140 manna brúðkaup að ég, eins og flestir aðrir, hef alltaf gert það vitlaust. Galdurinn er að útbúa lykkju og setja bandið yfir hana í staðinn fyrir undir. Þá verður slaufan rétt, böndin jöfn og snúa niður í stað þess að annað fari upp og hitt niður eins og algengast er. Það flýtir umtalsvert fyrir. Það er líka miklu fallegra að gera þetta á þennan hátt,“ segir Jana en skaufuna má sjá á myndunum. Jana segir galdurinn við að binda slaufu þannig að hún verði rétt með böndin niður að útbúa lykkju og setja bandið yfir hana í stað þess að fara með það undir. Sniðugar lausnir Jana heldur úti heimasíðunni janarut.is, þar sem hún er með ýmsar sniðugar lausnir, og Facebook-síðunni janarut.is. Jól Jólaskraut Mest lesið Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jól Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Jól Jólasaga: Stúlkan og uglan – jólanótt Jól Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Jól Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Jól Jóladrottningin stal senunni Jól Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jól Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Jól Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Jól Jólamolar: Ekkert fallegra en að sjá dótturina gráta úr gleði Jól Fleiri fréttir Jólasaga: Stúlkan og uglan – jólanótt Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jólamolar: Ekkert fallegra en að sjá dótturina gráta úr gleði Jóladrottningin stal senunni Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Sjá meira
Jana Rut Magnúsdóttir er mikið jólabarn og skreytir mikið. Hún hefur gaman af því að skreyta jólaborð en reynir þó að stilla skreytingunum í hóf til að það sé pláss fyrir matinn. Þessi borðskreyting er innblásin af jólatrénu og öllu sem því fylgir. Jana Rut er lærður stílisti og „event og wedding planner“ frá Qc Event planning School í Kanada. Hún hefur því eðli málsins samkvæmt gaman af því að skipuleggja og skreyta fyrir alls kyns uppákomur og veislur. Hún er mikið jólabarn og býr til heilu jólaþorpin á heimilinu. Henni þykir ekki síður gaman að skreyta jólaborðið en reynir þó að stilla skreytingunum í hóf til að það sé pláss fyrir mat og kræsingar. „Ég reyni að hafa skrautið þannig að hægt sé að færa það til án mikillar fyrirhafnar.“ Alltaf nýtt þema Jana reynir yfirleitt að leggja upp með eitthvert þema og að þessu sinni ákvað hún að leika sér með jólatréð og allt sem fylgir því. Á borðinu eru því jólatré, pakkar og jólakúlur eins og heyrir til. Merkispjöldin festir hún á þar til gerðar jólakúlur sem er hægt að opna og fylla af skrauti. Inn í þær setur hún stjörnur úr skrautpappír sem hún gataði með stjörnugatara. Á hverjum diski er svo pakki til að opna fyrir mat. „Vinkona mín var alltaf með þá hefð þegar hún var lítil og ég hef reynt að koma henni að hjá foreldrum mínum, enda léttir hún aðeins á biðinni.“ Merkimiðakúlurnar fást í versluninni Panduro í Smáralind. Þær er hægt að opna og fylla með skrauti að eigin vali. Leynivopnað notað Jana lumar svo á leynivopni þegar kemur að því að binda slaufur á pakkana. „Ég komst að því þegar ég ákvað að binda saman hnífapör fyrir 140 manna brúðkaup að ég, eins og flestir aðrir, hef alltaf gert það vitlaust. Galdurinn er að útbúa lykkju og setja bandið yfir hana í staðinn fyrir undir. Þá verður slaufan rétt, böndin jöfn og snúa niður í stað þess að annað fari upp og hitt niður eins og algengast er. Það flýtir umtalsvert fyrir. Það er líka miklu fallegra að gera þetta á þennan hátt,“ segir Jana en skaufuna má sjá á myndunum. Jana segir galdurinn við að binda slaufu þannig að hún verði rétt með böndin niður að útbúa lykkju og setja bandið yfir hana í stað þess að fara með það undir. Sniðugar lausnir Jana heldur úti heimasíðunni janarut.is, þar sem hún er með ýmsar sniðugar lausnir, og Facebook-síðunni janarut.is.
Jól Jólaskraut Mest lesið Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jól Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Jól Jólasaga: Stúlkan og uglan – jólanótt Jól Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Jól Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Jól Jóladrottningin stal senunni Jól Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jól Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Jól Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Jól Jólamolar: Ekkert fallegra en að sjá dótturina gráta úr gleði Jól Fleiri fréttir Jólasaga: Stúlkan og uglan – jólanótt Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jólamolar: Ekkert fallegra en að sjá dótturina gráta úr gleði Jóladrottningin stal senunni Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Sjá meira