Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson skrifar 18. desember 2017 07:00 Maður nokkur fær sér einn góðan veðurdag heldur mikið í staupinu. Hann ákveður nú samt að keyra af stað á sínum nýja fjallabíl en þá tekst ekki betur til en svo að honum verður laus bensínfóturinn. Hann keyrir utan í þrjá bíla, fótbrýtur mann á gangbraut og endar för sína á ljósastaur, en sleppur sjálfur lítt meiddur. Sú skylda hvílir á framkvæmdaaðila, í þessu tilviki ökumanninum, að láta gera mat á þeim áhrifum sem hann hefur valdið með ölvunarakstri sínum og leggja fram tillögur um úrbætur og mótvægisaðgerðir. Hann fær lögfræðing og góðan kunningja sinn til að gera matsskýrsluna: Í skýrslunni er sýnt fram á að rispur og beyglur á þremur bílum séu smáræði. Umræddir bílar eru eldri og ódýrari en sá sem tjóninu olli, og hafa sennilega verið bæði rispaðir og beyglaðir fyrir. Rétting og sprautun sé hluti af eðlilegu viðhaldi. Sjálfur þurfi framkvæmdaaðili að kosta dýra viðgerð á eigin bíl, og í þeim samanburði séu viðgerðir á hinum bílunum léttvægar. Áhrif á bílana teljast óveruleg og afturkræf. Tiltölulega einfalt er að meðhöndla fótbrot. Það veldur yfirleitt ekki skertri starfsgetu nema skamma hríð meðan brotið er að gróa. Góð reynsla er af fjölbreyttum mótvægisaðgerðum, eins og að ganga við staf, hækju eða – ef um slæmt brot er að ræða – göngugrind. Skaði hins slasaða telst því tímabundið nokkuð neikvæður en að mestu afturkræfur, og með hjálp mótvægisaðgerða verður hann aldrei meiri en óverulegur til lengri tíma litið. Skýrslan metur tjón á ljósastaur vissulega talsvert neikvætt fyrir götuhornið þar sem staurinn stóð. Þar er nú myrkt eftir að skyggja tekur og slysahætta mikil, en fyrir hverfið í heild, og sé litið til sveitarfélagsins alls, er tjónið metið óverulegt. Þetta var ekkert sérstakur ljósastaur, og því engin eftirsjá í honum. Lagt er til að fyrst um sinn verði vöktun á þessu horni með því að setja upp vefmyndavél við gangbrautina. Tjónið er afturkræft og óverulegt fyrir sveitarfélagið í heild. Þessi litla saga af slysi er nánast orðrétt upp úr frummatsskýrslu um umhverfisáhrif Svartárvirkjunar í Bárðardal, sem birt var 7. september sl., nema að því leyti að hér er talað um mat á umferðarslysi vegna ölvunaraksturs en í frummatsskýrslunni er talað um mat á umhverfisáhrifum vegna virkjunarframkvæmda.Umhverfisslys er skipulagt Munur á umferðarslysi og umhverfisslysi er aðallega sá að umferðarslys er óhapp, sem enginn ætlar sér og ekki er unnt að meta fyrr en skaðinn er skeður. Umhverfisslys er hins vegar vandlega undirbúið og skipulagt, eins og það sem nú er í uppsiglingu í Bárðardal, og umhverfisáhrifin eru fyrirsjáanleg og metin fyrirfram af sérfræðingum. Álit þeirra er síðan matreitt af framkvæmdaaðila sjálfum eða verkfræðistofu hans, sem gerir lítið úr öllu á sama hátt og gert var hér að ofan. Þeir sem gefa út leyfi til að framkvæma umhverfisslys byggja ákvörðun sína á þeirri matreiðslu, eins og sjá má af eftirfarandi umsögn sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar frá 27. september, þrem vikum eftir að frummatsskýrslan var auglýst til umsagnar: „Sveitarstjórn […] telur að á fullnægjandi hátt sé gerð grein fyrir fyrirhugaðri framkvæmd og umhverfi hennar, umhverfisáhrifum og mati framkvæmdaaðila á þeim.“ Skipulagsstofnun bárust alls 72 umsagnir um skýrsluna og þar af allmargar sem sýndu fram á með rökum að hún er engan veginn fullnægjandi og framkvæmdin öll hið mesta óráð. Hér með er skorað á sveitarstjórn Þingeyjarsveitar að lesa frummatsskýrsluna betur í ljósi athugasemda og ræða þann möguleika í fullri alvöru að samþykkja EKKI fyrirhugaða virkjunarframkvæmd, ekki frekar en við samþykkjum ölvunarakstur í sveitarfélagi okkar.Höfundur er stjórnarmaður í Verndarfélagi Svartár og Suðurár. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Maður nokkur fær sér einn góðan veðurdag heldur mikið í staupinu. Hann ákveður nú samt að keyra af stað á sínum nýja fjallabíl en þá tekst ekki betur til en svo að honum verður laus bensínfóturinn. Hann keyrir utan í þrjá bíla, fótbrýtur mann á gangbraut og endar för sína á ljósastaur, en sleppur sjálfur lítt meiddur. Sú skylda hvílir á framkvæmdaaðila, í þessu tilviki ökumanninum, að láta gera mat á þeim áhrifum sem hann hefur valdið með ölvunarakstri sínum og leggja fram tillögur um úrbætur og mótvægisaðgerðir. Hann fær lögfræðing og góðan kunningja sinn til að gera matsskýrsluna: Í skýrslunni er sýnt fram á að rispur og beyglur á þremur bílum séu smáræði. Umræddir bílar eru eldri og ódýrari en sá sem tjóninu olli, og hafa sennilega verið bæði rispaðir og beyglaðir fyrir. Rétting og sprautun sé hluti af eðlilegu viðhaldi. Sjálfur þurfi framkvæmdaaðili að kosta dýra viðgerð á eigin bíl, og í þeim samanburði séu viðgerðir á hinum bílunum léttvægar. Áhrif á bílana teljast óveruleg og afturkræf. Tiltölulega einfalt er að meðhöndla fótbrot. Það veldur yfirleitt ekki skertri starfsgetu nema skamma hríð meðan brotið er að gróa. Góð reynsla er af fjölbreyttum mótvægisaðgerðum, eins og að ganga við staf, hækju eða – ef um slæmt brot er að ræða – göngugrind. Skaði hins slasaða telst því tímabundið nokkuð neikvæður en að mestu afturkræfur, og með hjálp mótvægisaðgerða verður hann aldrei meiri en óverulegur til lengri tíma litið. Skýrslan metur tjón á ljósastaur vissulega talsvert neikvætt fyrir götuhornið þar sem staurinn stóð. Þar er nú myrkt eftir að skyggja tekur og slysahætta mikil, en fyrir hverfið í heild, og sé litið til sveitarfélagsins alls, er tjónið metið óverulegt. Þetta var ekkert sérstakur ljósastaur, og því engin eftirsjá í honum. Lagt er til að fyrst um sinn verði vöktun á þessu horni með því að setja upp vefmyndavél við gangbrautina. Tjónið er afturkræft og óverulegt fyrir sveitarfélagið í heild. Þessi litla saga af slysi er nánast orðrétt upp úr frummatsskýrslu um umhverfisáhrif Svartárvirkjunar í Bárðardal, sem birt var 7. september sl., nema að því leyti að hér er talað um mat á umferðarslysi vegna ölvunaraksturs en í frummatsskýrslunni er talað um mat á umhverfisáhrifum vegna virkjunarframkvæmda.Umhverfisslys er skipulagt Munur á umferðarslysi og umhverfisslysi er aðallega sá að umferðarslys er óhapp, sem enginn ætlar sér og ekki er unnt að meta fyrr en skaðinn er skeður. Umhverfisslys er hins vegar vandlega undirbúið og skipulagt, eins og það sem nú er í uppsiglingu í Bárðardal, og umhverfisáhrifin eru fyrirsjáanleg og metin fyrirfram af sérfræðingum. Álit þeirra er síðan matreitt af framkvæmdaaðila sjálfum eða verkfræðistofu hans, sem gerir lítið úr öllu á sama hátt og gert var hér að ofan. Þeir sem gefa út leyfi til að framkvæma umhverfisslys byggja ákvörðun sína á þeirri matreiðslu, eins og sjá má af eftirfarandi umsögn sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar frá 27. september, þrem vikum eftir að frummatsskýrslan var auglýst til umsagnar: „Sveitarstjórn […] telur að á fullnægjandi hátt sé gerð grein fyrir fyrirhugaðri framkvæmd og umhverfi hennar, umhverfisáhrifum og mati framkvæmdaaðila á þeim.“ Skipulagsstofnun bárust alls 72 umsagnir um skýrsluna og þar af allmargar sem sýndu fram á með rökum að hún er engan veginn fullnægjandi og framkvæmdin öll hið mesta óráð. Hér með er skorað á sveitarstjórn Þingeyjarsveitar að lesa frummatsskýrsluna betur í ljósi athugasemda og ræða þann möguleika í fullri alvöru að samþykkja EKKI fyrirhugaða virkjunarframkvæmd, ekki frekar en við samþykkjum ölvunarakstur í sveitarfélagi okkar.Höfundur er stjórnarmaður í Verndarfélagi Svartár og Suðurár.
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar