WBA náði jafntefli eftir umdeildan vítaspyrnudóm Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 31. desember 2017 18:30 Enska úrvalsdeildin kvaddi þetta ár með hádramatík eftir fremur bragðdaufan leik á The Hawthorns. Arsene Wenger varð leikjahæsti stjórinn í sögu úrvalsdeildarinnar þegar hann settist á varamannabekkinn í dag og stýrði Arsenal gegn heimamönnum í WBA. Leikurinn var mjög rólegur og fátt um eftirtektarverð atvik þar til Alexis Sanchez kom Arsenal yfir á 83. mínútu. Markið verður þó líklegast tekið af honum, en aukaspyrna Sanchez virtist á leiðinni framhjá markinu áður en hún fór í James McClean í varnarvegg WBA og af honum í markið. Arsenal fékk þó ekki lengi að njóta þess að vera yfir því Mike Dean dæmdi vítaspyrnu á Calum Chambers á 88. mínútu. Dómurinn var mjög harður, en hann fær boltann í hendina af mjög stuttu færi og hélt henni eins þétt upp að líkamanum og hann gat. Dean fór þó eftir bókstaf reglubókarinnar, Jay Rodriguez fór á punktinn og bjargaði stigi fyrir WBA. Með jafnteflinu fór WBA upp úr botnsætinu, en Swansea hafði sent þá þangað í gær með sigri á Watford. Arsenal fer að sama skapi yfir Tottenham í fimmta sætið, en Spurs eiga leik til góða. Enski boltinn
Enska úrvalsdeildin kvaddi þetta ár með hádramatík eftir fremur bragðdaufan leik á The Hawthorns. Arsene Wenger varð leikjahæsti stjórinn í sögu úrvalsdeildarinnar þegar hann settist á varamannabekkinn í dag og stýrði Arsenal gegn heimamönnum í WBA. Leikurinn var mjög rólegur og fátt um eftirtektarverð atvik þar til Alexis Sanchez kom Arsenal yfir á 83. mínútu. Markið verður þó líklegast tekið af honum, en aukaspyrna Sanchez virtist á leiðinni framhjá markinu áður en hún fór í James McClean í varnarvegg WBA og af honum í markið. Arsenal fékk þó ekki lengi að njóta þess að vera yfir því Mike Dean dæmdi vítaspyrnu á Calum Chambers á 88. mínútu. Dómurinn var mjög harður, en hann fær boltann í hendina af mjög stuttu færi og hélt henni eins þétt upp að líkamanum og hann gat. Dean fór þó eftir bókstaf reglubókarinnar, Jay Rodriguez fór á punktinn og bjargaði stigi fyrir WBA. Með jafnteflinu fór WBA upp úr botnsætinu, en Swansea hafði sent þá þangað í gær með sigri á Watford. Arsenal fer að sama skapi yfir Tottenham í fimmta sætið, en Spurs eiga leik til góða.