Lífið

Skaupið kallaði fram mismunandi viðbrögð netverja

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Dóri DNA og Dóra Jóhannsdóttir í einum af mörgum hlutverkum sínum í Skaupinu í ár.
Dóri DNA og Dóra Jóhannsdóttir í einum af mörgum hlutverkum sínum í Skaupinu í ár. Skjáskot af vef RÚV
Áramótaskaupið fékk misgóðar móttökur eins og jafnan en áhorfendur voru duglegir að setja inn færslur á Twitter. Heilt yfir virðist hafa verið ánægja með Skaupið en sem fyrr eru skoðanir skiptar.

Leikstjórn var í höndum Arnórs Pálma Arnarsonar sem leikstýrði og skrifaði meðal annars þættina Ligeglad. Arnór var einnig í höfundateyminu ásamt þeim Önnu Svövu Knútsdóttur, Bergi Ebba Benediktssyni, Dóra DNA, Sögu Garðarsdóttur og Dóru Jóhannsdóttur sem leiddu handritavinnuna. 

Dóra er upphafskona spunahópsins Improv Ísland og stundaði nám við UCB skólann í New York með sérstaka áherslu á sketsaskrif. Anna Svava og Saga hafa báðar tekið þátt í gerð Skaupsins áður en hinir höfundarnir hafa verið leiðandi í uppistandi og gerð gamanefnis á síðustu árum. 

Fólkið á bak við Skaupið í ár.
Í tilkynningu frá RÚV fyrr á árinu sagði að hópurinn stríddi við það lúxusvandamál að hafa nánast af of miklu að taka. Markmiðið væri að gera Skaup sem allir ættu að geta notið og stinga hæfilega fast á kýlum samfélagsins. 

Framleiðsla var í höndum Glassriver, framleiðslufyrirtækis í eigu Baldvins Z, Arnbjargar Hafliðadóttur, Andra Óttarssonar og Harðar Rúnarssonar.

Vísir hefur tekið saman ýmis tíst sem landsmenn birtu á meðan á þættinum stóð.

Dóri DNA lagði línuna fyrir Skaupið. Auðunn Blöndal var ánægður með túlkun Þorsteins Bachmann á Baltasar Kormáki. Rúnar Róberts hafði enga skoðun á Skaupinu, enda horfði hann ekki á Skaupið í flippkasti. Sigurður Mikael Jónsson var mjög sáttur. Jóhann Jökulsson fagnaði bröndurum af skátum og klósettpappír. Sumir eru kvíðnir fyrir umræðum eftir Skaupið. Málfræðilöggan var á sínum stað. Sumir voru í fúlir. En aðrir í skýjunum. Konni fagnað endurkomu Arnar Árnasonar í Skaupið. Sumir kunnu ekki að meta truflun í formi sprenginga á meðan Skaupinu stóð. Kjartan Atli kunni að meta Sigurð Þór leikara í hlutverki Gísla Marteins. Agli Einarssyni fannst illa vegið að Sigmari Vilhjálmssyni. Knattspyrnukempa sátt. Daði Freyr átti lokalagið. Ömmur og barnabörn fögnuðu. Keli er yfirvegaður eftir Skaupið. Fanney Birna kann vel við kynslóðaskiptin. Fleiri tíst má sjá hér að neðan.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.