Innlent

Örtröð ferðamanna við Gróttu vegna norðurljósa

Birgir Olgeirsson skrifar
Mikil umferð er við Gróttu þessa stundina vegna norðurljósaunnenda.
Mikil umferð er við Gróttu þessa stundina vegna norðurljósaunnenda. Vísir/Margrét Helga
Mörg hundruð manns virða fyrir sér norðurljósin við Gróttu þessa stundina og segir blaðamaður Vísis á vettvangi að stöðugur straumur ferðamanna sé þangað þessa stundina. Taldi blaðamaður um fjölda bíla á svæðinu sem er þétt lagt nærri Gróttuvita og alveg að Bílaverkstæði Ella. Straumurinn er sagður stöðugur þar sem fólk mætir einnig með leigubílum og fótgangandi.

Þegar ferðamennirnir voru spurðir hvers vegna þeir höfðu lagt leið sína að Gróttuvita sögðust þeir hafa heyrt af því að þetta væri eini staðurinn í borginni þar sem hægt væri að komast undan ljósmengun og sjá norðurljósin.

Líkt og áður hefur komið fram var norðurljósaspáin afar góð fyrir kvöldið og var von á mikilli virkni. Svo virðist sem að ræst hafi úr þeirri spá enda mikill norðurljósadans fyrir ofan Gróttuvita þessa stundina.

Mikið sólgos var síðastliðinn miðvikudag, svokallað kórónugos, og var því von á einstöku sjónarspili.

Vísir/Margrét Helga

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×