Öflugasti jarðskjálftinn í Mexíkó í heila öld Jóhann K. Jóhannsson skrifar 8. september 2017 20:00 Minnst 33 eru látnir og mikill fjöldi slasaður eftir jarðskjálfta sem reið yfir Mexíkó í nótt. Skjálftinn er með öflugustu skjálftum sem hafa orðið á svæðinu og búist er við að tala látinna og slasaðra komi til með að hækka umtalsvert. Íslensk kona sem starfar hjá jarðeðlisfræðistofnun Mexíkó segir gríðarlega eyðileggingu á svæðum í kringum upptök skjálftans. Skjálftinn reið yfir skömmu fyrir miðnætti að staðartíma í gærkvöldi, eða um klukkan fimm í nótt að íslenskum tíma og átti upptök sín um 87 kílómetrum suðvestur af Pijijiapan. Ekki hafa komið staðfestar tölur um stærð skjálftans en hann er talinn hafa verið 8,1-8,2 að stærð og er honum lýst sem öflugasta jarðskjálfta í Mexíkó í 100 ár. Vegna stærðarinnar var gefin út flóðbylgjuviðvörun yfir gjörvalla kyrrahafsströndina sem svo síðar í dag var afturkölluð. Íslensk kona sem búsett er í Mexíkóborg starfar sem jarðskjálftafræðingur hjá Jarðeðlisstofnun Mexíkó varð vör við skjálftann í nótt. „Þegar jarðskjálftar verða í Mexíkó að þá hringja viðvörunarbjöllur, þannig að í nótt þá fóru þær af stað og við förum út úr húsinu og finnum fyrir hreyfingunum,“ segir Vala Hjörleifsdóttir, jarðskjálftafræðingur. Mjög langt eða sjöhundruð kílómetrar eru á milli þess staðar sem Vala er staðsett og þar sem skjálftinn átti upptök sín. Þrátt fyrir það fannst skjálftinn vel í miðborginni. „Akkúrat þar sem ég var þá fannst hann vel. Þetta eru svona stórar hreyfingar. Svona hægar frá þessum stóru skjálftum en mér skilst að í miðborginni að þá hafi hann fundist mjög sterklega og fólk var mjög hrætt á sumum svæðum,“ segir Vala Svæði næst upptökunum eru mjög illa farin samkvæmt þeim fréttum sem hafa borist. „Það sem ég heyrði í morgun var að tuttugu og sjö manns hefðu látist en það er örugglega tala sem á eftir að hækka. Það komu boð frá fólki á svæðinu þar sem það biður um aðstoð. Það segir að það séu miklar skemmdir og vill fá mat og vill fá hjálp við að grafa fólk úr byggingum,“ segir Vala. Skálftinn er óvenjulegur miðað við aðra skjálfta sem hafa orðið á þessu svæði þar sem svo virðist sem brot hafi komið í Kyrrahafsflekann sem venjulega fer undir Norður-Ameríkuflekann. Forseti Mexíkó sagði í ávarpi í dag að fimmtíu milljón manns hafi fundið fyrir skjálftanum. „Hann er svona tvisvar sinnum stærri heldur en skjálftinn sem varð 1985 sem að olli miklum skemmdum í Mexíkóborg,“ segir Vala. Fjöldi eftirskjálfta hafa orðið á svæðinu og hafa þrettán þeirra verið stærri en fimm. Búast má við því að eftirskjálftar haldi áfram en að þeir verði ekki stærri en sá sem varð í nótt. Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Fleiri fréttir „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Sjá meira
Minnst 33 eru látnir og mikill fjöldi slasaður eftir jarðskjálfta sem reið yfir Mexíkó í nótt. Skjálftinn er með öflugustu skjálftum sem hafa orðið á svæðinu og búist er við að tala látinna og slasaðra komi til með að hækka umtalsvert. Íslensk kona sem starfar hjá jarðeðlisfræðistofnun Mexíkó segir gríðarlega eyðileggingu á svæðum í kringum upptök skjálftans. Skjálftinn reið yfir skömmu fyrir miðnætti að staðartíma í gærkvöldi, eða um klukkan fimm í nótt að íslenskum tíma og átti upptök sín um 87 kílómetrum suðvestur af Pijijiapan. Ekki hafa komið staðfestar tölur um stærð skjálftans en hann er talinn hafa verið 8,1-8,2 að stærð og er honum lýst sem öflugasta jarðskjálfta í Mexíkó í 100 ár. Vegna stærðarinnar var gefin út flóðbylgjuviðvörun yfir gjörvalla kyrrahafsströndina sem svo síðar í dag var afturkölluð. Íslensk kona sem búsett er í Mexíkóborg starfar sem jarðskjálftafræðingur hjá Jarðeðlisstofnun Mexíkó varð vör við skjálftann í nótt. „Þegar jarðskjálftar verða í Mexíkó að þá hringja viðvörunarbjöllur, þannig að í nótt þá fóru þær af stað og við förum út úr húsinu og finnum fyrir hreyfingunum,“ segir Vala Hjörleifsdóttir, jarðskjálftafræðingur. Mjög langt eða sjöhundruð kílómetrar eru á milli þess staðar sem Vala er staðsett og þar sem skjálftinn átti upptök sín. Þrátt fyrir það fannst skjálftinn vel í miðborginni. „Akkúrat þar sem ég var þá fannst hann vel. Þetta eru svona stórar hreyfingar. Svona hægar frá þessum stóru skjálftum en mér skilst að í miðborginni að þá hafi hann fundist mjög sterklega og fólk var mjög hrætt á sumum svæðum,“ segir Vala Svæði næst upptökunum eru mjög illa farin samkvæmt þeim fréttum sem hafa borist. „Það sem ég heyrði í morgun var að tuttugu og sjö manns hefðu látist en það er örugglega tala sem á eftir að hækka. Það komu boð frá fólki á svæðinu þar sem það biður um aðstoð. Það segir að það séu miklar skemmdir og vill fá mat og vill fá hjálp við að grafa fólk úr byggingum,“ segir Vala. Skálftinn er óvenjulegur miðað við aðra skjálfta sem hafa orðið á þessu svæði þar sem svo virðist sem brot hafi komið í Kyrrahafsflekann sem venjulega fer undir Norður-Ameríkuflekann. Forseti Mexíkó sagði í ávarpi í dag að fimmtíu milljón manns hafi fundið fyrir skjálftanum. „Hann er svona tvisvar sinnum stærri heldur en skjálftinn sem varð 1985 sem að olli miklum skemmdum í Mexíkóborg,“ segir Vala. Fjöldi eftirskjálfta hafa orðið á svæðinu og hafa þrettán þeirra verið stærri en fimm. Búast má við því að eftirskjálftar haldi áfram en að þeir verði ekki stærri en sá sem varð í nótt.
Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Fleiri fréttir „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Sjá meira